Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn Ólafur Halldórsson skrifar 24. september 2021 18:01 Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn, þar sem barnið getur verið úti að leik áhyggjulaust, þar sem samfélagið er fullt af náungakærleik. Þetta er brot af því sem mér finnst best við það að búa á litlum stað. Margt ungt fólk sem ólst upp á landsbyggðunum flytur til stærri þéttbýlisstaða til þess að stunda framhalds- og háskólanám, þá helst á höfuðborgarsvæðið. Klárar námið, en á svo erfitt með að taka stökkið og flytja aftur heim þó viljinn sé fyrir hendi. Aðrir hafa einfaldlega alltaf viljað skipta um umhverfi og prófa að búa á litlum stað, en eins og áður finnst mörgum erfitt að taka stökkið. En hver er ástæðan? Hvernig getum við gert búsetu á landsbyggðinni samkeppnishæfan kost gagnvart búsetu á höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk? Atvinna Atvinnumál eru yfirleitt það fyrsta sem hindrar flutning til minni staða á landsbyggðinni, en fólk á oft erfitt með að finna störf sem hæfa þeirra menntun. Menntunarstig þjóðarinnar er að verða hærra og fleiri afla sér háskólamenntunar en áður. Í kjölfarið hafa skapast mörg störf sem krefjast háskólamenntunar, það á við bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Mér finnst landsbyggðirnar hafa misst svolítið af lestinni hvað þetta varðar. Í gegnum tíðina hefur atvinnulíf á landsbyggðunum byggt á frumframleiðslu, meðal annars í kringum sjávarútveg. Með vaxandi tækni hefur þessum störfum fækkað og þau horfið af litlum stöðum, að hluta vegna samþjöppunar í sjávarútvegi. Að mínu mati eru nýsköpun, flutningur ríkisstarfa út á land og störf án staðsetningar lausnirnar fyrir litlu samfélögin úti á landi. Menntun Aðgengi að menntun er þáttur sem þarf að jafna út á milli landsbyggða og höfuðborgarsvæðisins. Fólk sem langar að stunda háskólanám ætti ekki að þurfa að flytja sig um set til þess að geta stundað námið frekar en það vill. Efla þarf fjarnám í Háskóla Íslands en Háskólinn á Akureyri hefur staðið sig vel í þeim málum, en þó er alls ekki hægt að læra öll fög í fjarnámi. Það er til dæmis mjög erfitt fyrir fólk sem er nýbúið að stofna fjölskyldu að rífa sig upp með rótum og flytja til þess að bæta við sig námi eða byrja í grunnnámi. Eins er mikill ójöfnuður hvað varðar framhaldsskólamenntun. Barn á Patreksfirði er engan veginn jafnt gagnvart barni í Hafnarfirði ef báðir aðilar stunda nám við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Barnið á Patreksfirði þarf að horfast í augu við flóknar og kostnaðarsamar samgöngur ásamt háum kostnaði á leigumarkaði, á meðan barnið í Hafnarfirði þarf bara að hugsa um það að koma sér til og frá skóla. Auka þarf styrki til námsmanna sem stunda nám fjarri lögheimili, efla fjarnám í Háskólunum, efla verknám á landsbyggðinni og finna búsetuúrræði fyrir ungt fólk sem stundar framhaldsnám á höfuðborgarsvæðinu fjarri heimili. Geðheilbrigði Geðheilbrigðisþjónusta er annar þáttur sem verður að bæta á landsbyggðinni. Aðgengi að sálfræðiþjónustu er til dæmis mjög slæmt á litlum stöðum vítt og breytt um landið. Því þurfa margir að ferðast til höfuðborgarsvæðisins eða til Akureyrar til þess að sækja geðheilbrigðisþjónustu kannski oft í mánuði. Sárafáir sálfræðingar starfa á heilsugæslustöðvum úti á landi og sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru einnig fáir utan stærri þéttbýla eins og Akureyri. Geðræn vandamál eru jafn alvarleg og líkamleg vandamál og því þarf að vera hægt að panta tíma hjá sálfræðingi á heilsugæslu eins og hjá lækni. Til þess að það sé mögulegt þarf að efla sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvunum og tryggja viðveru sálfræðings að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku á minnstu heilsugæslustöðvunum. Þörfin er svo sannarlega til staðar og úr þessu þarf að bæta. Þessi atriði voru þau sem mér finnst mikilvægust til þess að gera landsbyggðirnar samkeppnishæfan kost til búsetu gagnvart höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk. Þar með er ég þó ekki að segja að þetta séu einu atriðin sem þarf að betrumbæta, en fleiri atriði eru til dæmis að jafna raforkuverð, tryggja traustan raforkuflutning og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Okkar árangur Á fráfarandi kjörtímabili hefur ríkisstjórnin undir forystu Vinstri grænna þó gert vel í mörgum málum sem snerta búsetu á landsbyggðinni. 73% hækkun varð á framlögum til nýsköpunar, 287 nýjum aðgerðum var komið af stað til þess að flýta framkvæmdum við uppbyggingu innviða á sviði orkumála, fjarskipta, samgangna og ofanflóðavarna. Matvælasjóður var stofnaður til þess að auka nýsköpun í matvælaframleiðslu, 30% af námsláni var gert að styrk, eins milljarðs aukning á framlögum til geðheilbrigðismála, fjöldi sálfræðinga á heilsugæslustöðvum tvöfaldaðist, sjúkrahótel var opnað og svona mætti lengi telja. Við þurfum þó og getum gert betur og það viljum við í VG gera. Ég treysti engum öðrum flokki betur til þess að halda áfram að jafna búsetuskilyrði á landinu en Vinstrihreyfingunni grænu framboði sem hefur alltaf haft jöfnuð og félagslegt réttlæti sem grunngildi. Það skipir máli hver stjórnar. Höfundur er starfsmaður í aðhlynningu á sjúkra- og dvalardeild og situr í 8. sæti lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að búa þar sem náttúran er við þröskuldinn, þar sem barnið getur verið úti að leik áhyggjulaust, þar sem samfélagið er fullt af náungakærleik. Þetta er brot af því sem mér finnst best við það að búa á litlum stað. Margt ungt fólk sem ólst upp á landsbyggðunum flytur til stærri þéttbýlisstaða til þess að stunda framhalds- og háskólanám, þá helst á höfuðborgarsvæðið. Klárar námið, en á svo erfitt með að taka stökkið og flytja aftur heim þó viljinn sé fyrir hendi. Aðrir hafa einfaldlega alltaf viljað skipta um umhverfi og prófa að búa á litlum stað, en eins og áður finnst mörgum erfitt að taka stökkið. En hver er ástæðan? Hvernig getum við gert búsetu á landsbyggðinni samkeppnishæfan kost gagnvart búsetu á höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk? Atvinna Atvinnumál eru yfirleitt það fyrsta sem hindrar flutning til minni staða á landsbyggðinni, en fólk á oft erfitt með að finna störf sem hæfa þeirra menntun. Menntunarstig þjóðarinnar er að verða hærra og fleiri afla sér háskólamenntunar en áður. Í kjölfarið hafa skapast mörg störf sem krefjast háskólamenntunar, það á við bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Mér finnst landsbyggðirnar hafa misst svolítið af lestinni hvað þetta varðar. Í gegnum tíðina hefur atvinnulíf á landsbyggðunum byggt á frumframleiðslu, meðal annars í kringum sjávarútveg. Með vaxandi tækni hefur þessum störfum fækkað og þau horfið af litlum stöðum, að hluta vegna samþjöppunar í sjávarútvegi. Að mínu mati eru nýsköpun, flutningur ríkisstarfa út á land og störf án staðsetningar lausnirnar fyrir litlu samfélögin úti á landi. Menntun Aðgengi að menntun er þáttur sem þarf að jafna út á milli landsbyggða og höfuðborgarsvæðisins. Fólk sem langar að stunda háskólanám ætti ekki að þurfa að flytja sig um set til þess að geta stundað námið frekar en það vill. Efla þarf fjarnám í Háskóla Íslands en Háskólinn á Akureyri hefur staðið sig vel í þeim málum, en þó er alls ekki hægt að læra öll fög í fjarnámi. Það er til dæmis mjög erfitt fyrir fólk sem er nýbúið að stofna fjölskyldu að rífa sig upp með rótum og flytja til þess að bæta við sig námi eða byrja í grunnnámi. Eins er mikill ójöfnuður hvað varðar framhaldsskólamenntun. Barn á Patreksfirði er engan veginn jafnt gagnvart barni í Hafnarfirði ef báðir aðilar stunda nám við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Barnið á Patreksfirði þarf að horfast í augu við flóknar og kostnaðarsamar samgöngur ásamt háum kostnaði á leigumarkaði, á meðan barnið í Hafnarfirði þarf bara að hugsa um það að koma sér til og frá skóla. Auka þarf styrki til námsmanna sem stunda nám fjarri lögheimili, efla fjarnám í Háskólunum, efla verknám á landsbyggðinni og finna búsetuúrræði fyrir ungt fólk sem stundar framhaldsnám á höfuðborgarsvæðinu fjarri heimili. Geðheilbrigði Geðheilbrigðisþjónusta er annar þáttur sem verður að bæta á landsbyggðinni. Aðgengi að sálfræðiþjónustu er til dæmis mjög slæmt á litlum stöðum vítt og breytt um landið. Því þurfa margir að ferðast til höfuðborgarsvæðisins eða til Akureyrar til þess að sækja geðheilbrigðisþjónustu kannski oft í mánuði. Sárafáir sálfræðingar starfa á heilsugæslustöðvum úti á landi og sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru einnig fáir utan stærri þéttbýla eins og Akureyri. Geðræn vandamál eru jafn alvarleg og líkamleg vandamál og því þarf að vera hægt að panta tíma hjá sálfræðingi á heilsugæslu eins og hjá lækni. Til þess að það sé mögulegt þarf að efla sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvunum og tryggja viðveru sálfræðings að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku á minnstu heilsugæslustöðvunum. Þörfin er svo sannarlega til staðar og úr þessu þarf að bæta. Þessi atriði voru þau sem mér finnst mikilvægust til þess að gera landsbyggðirnar samkeppnishæfan kost til búsetu gagnvart höfuðborgarsvæðinu fyrir ungt fólk. Þar með er ég þó ekki að segja að þetta séu einu atriðin sem þarf að betrumbæta, en fleiri atriði eru til dæmis að jafna raforkuverð, tryggja traustan raforkuflutning og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Okkar árangur Á fráfarandi kjörtímabili hefur ríkisstjórnin undir forystu Vinstri grænna þó gert vel í mörgum málum sem snerta búsetu á landsbyggðinni. 73% hækkun varð á framlögum til nýsköpunar, 287 nýjum aðgerðum var komið af stað til þess að flýta framkvæmdum við uppbyggingu innviða á sviði orkumála, fjarskipta, samgangna og ofanflóðavarna. Matvælasjóður var stofnaður til þess að auka nýsköpun í matvælaframleiðslu, 30% af námsláni var gert að styrk, eins milljarðs aukning á framlögum til geðheilbrigðismála, fjöldi sálfræðinga á heilsugæslustöðvum tvöfaldaðist, sjúkrahótel var opnað og svona mætti lengi telja. Við þurfum þó og getum gert betur og það viljum við í VG gera. Ég treysti engum öðrum flokki betur til þess að halda áfram að jafna búsetuskilyrði á landinu en Vinstrihreyfingunni grænu framboði sem hefur alltaf haft jöfnuð og félagslegt réttlæti sem grunngildi. Það skipir máli hver stjórnar. Höfundur er starfsmaður í aðhlynningu á sjúkra- og dvalardeild og situr í 8. sæti lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun