Fullveldi og lýðræði haldast í hendur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. september 2021 22:45 Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu geta ráðið nánast öllu sem þeir vildu þar á bæ kæmi til inngöngu okkar í það. Hins vegar hefur þessi málflutningur breytzt í grundvallatatriðum í gegnum tíðina. Þannig var fyrst lengi vel talað um að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif. Talsvert er hins vegar síðan nær alfarið var hætt að ræða málin á þeim nótum og í stað þess látið nægja að tala um að Íslendingar þyrftu að eiga sæti við borðið þó engin trygging sé vitanlega fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að möguleikar ríkja á að hafa áhrif innan Evrópusambandsins hafa fyrst og fremst, og í vaxandi mæli, farið eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar hafa fjölmennustu ríkin eðli málsins samkvæmt verið í lykilhlutverki og enn fremur styrkt stöðu sína í þeim efnum undanfarin ár, einkum á kostnað fámennustu ríkjanna. Ekki sízt þar sem einróma samþykki heyrir nær sögunni til. Komi sem minnst að regluverkinu Hins vegar kvað við talsvert nýjan tón í aðsendri grein eftir Dóru Sif Tynes, formanns samtakanna Já Ísland og frambjóðanda Viðreisnar, á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem kom fram sú skoðun að æskilegt væri að kjörnir fulltrúar Íslendinga hefðu sem minnsta aðkomu að því regluverki Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum og tæki gildi ef við gengjum í sambandið. Helzt mátti raunar ætla af lestri greinarinnar að Ísland væri einhvers konar einræðisríki þar sem þeir sem færu með stjórnartaumana gerðu það án lýðræðislegs umboðs frá kjósendum. Talaði greinarhöfundur þannig annars vegar um fullveldi þeirra sem réðu og hins vegar um fullveldi einstaklinganna. Fullveldið er hins vegar vitanlega þjóðarinnar og það hverjir stjórna landinu hverju sinni ræðst af niðurstöðum kosninga. Þær ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Evrópusambandsins geta hentað hagsmunum okkar Íslendinga ágætlega en þær geta hæglega að sama skapi hentað hagsmunum okkar illa og jafnvel mjög illa eins og dæmin sýna. Nægir sennilega að nefna í því sambandi meingallaða tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar. Hvað eiga Íslendingar að gera ef ákvarðanir Evrópusambandsins skaða hagsmuni þjóðarinnar? Kemur ekki sérlega mikið á óvart Við Íslendingar höfum valdið til þess að reka þá sem stjórna landinu í kosningum. Þó verulegt vald hafi raunar þegar verið framselt til Evrópusambandsins, beint og óbeint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og sem sér ekki fyrir endann á. Við getum hins vegar ekki rekið embættismenn sambandsins og stjórnmálamenn fjölmennari ríkja þess sem taka fyrst og fremst þær ákvarðanir sem teknar eru þar á bæ. Grundvallarmunur er á því að halda því fram að kjörnir fulltrúar okkar Íslendinga myndu hafa mikil áhrif innan Evrópusambandsins og því að æskilegt sé að þeir komi sem minnst að ákvörðunum þess. Sá breytti málflutningur þarf hins vegar ekki að koma á óvart í ljósi þess að jafnt og þétt hefur verið þrengt að möguleikum fámennustu ríkjanna innan Evrópusambandsins á undanförnum árum til þess að hafa áhrif innan þess. Fullveldi og lýðræði þjóðarinnar eru einfaldlega sitt hvor hliðin á sama peningi. Hvaða gagn er í raun að lýðræðinu ef valdið til þess að taka ákvarðanir um mál þjóðarinnar hefur að meira eða minna leyti verið framselt til embættis- og stjórnmálamanna sem íslenzkir kjósendur hafa ekkert yfir að segja? Það er ekki að ástæðulausu að barizt var fyrir því í sjálfstæðisbaráttunni að færa valdið yfir íslenzkum málum inn í landið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu geta ráðið nánast öllu sem þeir vildu þar á bæ kæmi til inngöngu okkar í það. Hins vegar hefur þessi málflutningur breytzt í grundvallatatriðum í gegnum tíðina. Þannig var fyrst lengi vel talað um að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif. Talsvert er hins vegar síðan nær alfarið var hætt að ræða málin á þeim nótum og í stað þess látið nægja að tala um að Íslendingar þyrftu að eiga sæti við borðið þó engin trygging sé vitanlega fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að möguleikar ríkja á að hafa áhrif innan Evrópusambandsins hafa fyrst og fremst, og í vaxandi mæli, farið eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar hafa fjölmennustu ríkin eðli málsins samkvæmt verið í lykilhlutverki og enn fremur styrkt stöðu sína í þeim efnum undanfarin ár, einkum á kostnað fámennustu ríkjanna. Ekki sízt þar sem einróma samþykki heyrir nær sögunni til. Komi sem minnst að regluverkinu Hins vegar kvað við talsvert nýjan tón í aðsendri grein eftir Dóru Sif Tynes, formanns samtakanna Já Ísland og frambjóðanda Viðreisnar, á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem kom fram sú skoðun að æskilegt væri að kjörnir fulltrúar Íslendinga hefðu sem minnsta aðkomu að því regluverki Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum og tæki gildi ef við gengjum í sambandið. Helzt mátti raunar ætla af lestri greinarinnar að Ísland væri einhvers konar einræðisríki þar sem þeir sem færu með stjórnartaumana gerðu það án lýðræðislegs umboðs frá kjósendum. Talaði greinarhöfundur þannig annars vegar um fullveldi þeirra sem réðu og hins vegar um fullveldi einstaklinganna. Fullveldið er hins vegar vitanlega þjóðarinnar og það hverjir stjórna landinu hverju sinni ræðst af niðurstöðum kosninga. Þær ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Evrópusambandsins geta hentað hagsmunum okkar Íslendinga ágætlega en þær geta hæglega að sama skapi hentað hagsmunum okkar illa og jafnvel mjög illa eins og dæmin sýna. Nægir sennilega að nefna í því sambandi meingallaða tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar. Hvað eiga Íslendingar að gera ef ákvarðanir Evrópusambandsins skaða hagsmuni þjóðarinnar? Kemur ekki sérlega mikið á óvart Við Íslendingar höfum valdið til þess að reka þá sem stjórna landinu í kosningum. Þó verulegt vald hafi raunar þegar verið framselt til Evrópusambandsins, beint og óbeint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og sem sér ekki fyrir endann á. Við getum hins vegar ekki rekið embættismenn sambandsins og stjórnmálamenn fjölmennari ríkja þess sem taka fyrst og fremst þær ákvarðanir sem teknar eru þar á bæ. Grundvallarmunur er á því að halda því fram að kjörnir fulltrúar okkar Íslendinga myndu hafa mikil áhrif innan Evrópusambandsins og því að æskilegt sé að þeir komi sem minnst að ákvörðunum þess. Sá breytti málflutningur þarf hins vegar ekki að koma á óvart í ljósi þess að jafnt og þétt hefur verið þrengt að möguleikum fámennustu ríkjanna innan Evrópusambandsins á undanförnum árum til þess að hafa áhrif innan þess. Fullveldi og lýðræði þjóðarinnar eru einfaldlega sitt hvor hliðin á sama peningi. Hvaða gagn er í raun að lýðræðinu ef valdið til þess að taka ákvarðanir um mál þjóðarinnar hefur að meira eða minna leyti verið framselt til embættis- og stjórnmálamanna sem íslenzkir kjósendur hafa ekkert yfir að segja? Það er ekki að ástæðulausu að barizt var fyrir því í sjálfstæðisbaráttunni að færa valdið yfir íslenzkum málum inn í landið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði).
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun