Fullveldi og lýðræði haldast í hendur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. september 2021 22:45 Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu geta ráðið nánast öllu sem þeir vildu þar á bæ kæmi til inngöngu okkar í það. Hins vegar hefur þessi málflutningur breytzt í grundvallatatriðum í gegnum tíðina. Þannig var fyrst lengi vel talað um að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif. Talsvert er hins vegar síðan nær alfarið var hætt að ræða málin á þeim nótum og í stað þess látið nægja að tala um að Íslendingar þyrftu að eiga sæti við borðið þó engin trygging sé vitanlega fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að möguleikar ríkja á að hafa áhrif innan Evrópusambandsins hafa fyrst og fremst, og í vaxandi mæli, farið eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar hafa fjölmennustu ríkin eðli málsins samkvæmt verið í lykilhlutverki og enn fremur styrkt stöðu sína í þeim efnum undanfarin ár, einkum á kostnað fámennustu ríkjanna. Ekki sízt þar sem einróma samþykki heyrir nær sögunni til. Komi sem minnst að regluverkinu Hins vegar kvað við talsvert nýjan tón í aðsendri grein eftir Dóru Sif Tynes, formanns samtakanna Já Ísland og frambjóðanda Viðreisnar, á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem kom fram sú skoðun að æskilegt væri að kjörnir fulltrúar Íslendinga hefðu sem minnsta aðkomu að því regluverki Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum og tæki gildi ef við gengjum í sambandið. Helzt mátti raunar ætla af lestri greinarinnar að Ísland væri einhvers konar einræðisríki þar sem þeir sem færu með stjórnartaumana gerðu það án lýðræðislegs umboðs frá kjósendum. Talaði greinarhöfundur þannig annars vegar um fullveldi þeirra sem réðu og hins vegar um fullveldi einstaklinganna. Fullveldið er hins vegar vitanlega þjóðarinnar og það hverjir stjórna landinu hverju sinni ræðst af niðurstöðum kosninga. Þær ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Evrópusambandsins geta hentað hagsmunum okkar Íslendinga ágætlega en þær geta hæglega að sama skapi hentað hagsmunum okkar illa og jafnvel mjög illa eins og dæmin sýna. Nægir sennilega að nefna í því sambandi meingallaða tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar. Hvað eiga Íslendingar að gera ef ákvarðanir Evrópusambandsins skaða hagsmuni þjóðarinnar? Kemur ekki sérlega mikið á óvart Við Íslendingar höfum valdið til þess að reka þá sem stjórna landinu í kosningum. Þó verulegt vald hafi raunar þegar verið framselt til Evrópusambandsins, beint og óbeint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og sem sér ekki fyrir endann á. Við getum hins vegar ekki rekið embættismenn sambandsins og stjórnmálamenn fjölmennari ríkja þess sem taka fyrst og fremst þær ákvarðanir sem teknar eru þar á bæ. Grundvallarmunur er á því að halda því fram að kjörnir fulltrúar okkar Íslendinga myndu hafa mikil áhrif innan Evrópusambandsins og því að æskilegt sé að þeir komi sem minnst að ákvörðunum þess. Sá breytti málflutningur þarf hins vegar ekki að koma á óvart í ljósi þess að jafnt og þétt hefur verið þrengt að möguleikum fámennustu ríkjanna innan Evrópusambandsins á undanförnum árum til þess að hafa áhrif innan þess. Fullveldi og lýðræði þjóðarinnar eru einfaldlega sitt hvor hliðin á sama peningi. Hvaða gagn er í raun að lýðræðinu ef valdið til þess að taka ákvarðanir um mál þjóðarinnar hefur að meira eða minna leyti verið framselt til embættis- og stjórnmálamanna sem íslenzkir kjósendur hafa ekkert yfir að segja? Það er ekki að ástæðulausu að barizt var fyrir því í sjálfstæðisbaráttunni að færa valdið yfir íslenzkum málum inn í landið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu geta ráðið nánast öllu sem þeir vildu þar á bæ kæmi til inngöngu okkar í það. Hins vegar hefur þessi málflutningur breytzt í grundvallatatriðum í gegnum tíðina. Þannig var fyrst lengi vel talað um að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif. Talsvert er hins vegar síðan nær alfarið var hætt að ræða málin á þeim nótum og í stað þess látið nægja að tala um að Íslendingar þyrftu að eiga sæti við borðið þó engin trygging sé vitanlega fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að möguleikar ríkja á að hafa áhrif innan Evrópusambandsins hafa fyrst og fremst, og í vaxandi mæli, farið eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar hafa fjölmennustu ríkin eðli málsins samkvæmt verið í lykilhlutverki og enn fremur styrkt stöðu sína í þeim efnum undanfarin ár, einkum á kostnað fámennustu ríkjanna. Ekki sízt þar sem einróma samþykki heyrir nær sögunni til. Komi sem minnst að regluverkinu Hins vegar kvað við talsvert nýjan tón í aðsendri grein eftir Dóru Sif Tynes, formanns samtakanna Já Ísland og frambjóðanda Viðreisnar, á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem kom fram sú skoðun að æskilegt væri að kjörnir fulltrúar Íslendinga hefðu sem minnsta aðkomu að því regluverki Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum og tæki gildi ef við gengjum í sambandið. Helzt mátti raunar ætla af lestri greinarinnar að Ísland væri einhvers konar einræðisríki þar sem þeir sem færu með stjórnartaumana gerðu það án lýðræðislegs umboðs frá kjósendum. Talaði greinarhöfundur þannig annars vegar um fullveldi þeirra sem réðu og hins vegar um fullveldi einstaklinganna. Fullveldið er hins vegar vitanlega þjóðarinnar og það hverjir stjórna landinu hverju sinni ræðst af niðurstöðum kosninga. Þær ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Evrópusambandsins geta hentað hagsmunum okkar Íslendinga ágætlega en þær geta hæglega að sama skapi hentað hagsmunum okkar illa og jafnvel mjög illa eins og dæmin sýna. Nægir sennilega að nefna í því sambandi meingallaða tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar. Hvað eiga Íslendingar að gera ef ákvarðanir Evrópusambandsins skaða hagsmuni þjóðarinnar? Kemur ekki sérlega mikið á óvart Við Íslendingar höfum valdið til þess að reka þá sem stjórna landinu í kosningum. Þó verulegt vald hafi raunar þegar verið framselt til Evrópusambandsins, beint og óbeint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og sem sér ekki fyrir endann á. Við getum hins vegar ekki rekið embættismenn sambandsins og stjórnmálamenn fjölmennari ríkja þess sem taka fyrst og fremst þær ákvarðanir sem teknar eru þar á bæ. Grundvallarmunur er á því að halda því fram að kjörnir fulltrúar okkar Íslendinga myndu hafa mikil áhrif innan Evrópusambandsins og því að æskilegt sé að þeir komi sem minnst að ákvörðunum þess. Sá breytti málflutningur þarf hins vegar ekki að koma á óvart í ljósi þess að jafnt og þétt hefur verið þrengt að möguleikum fámennustu ríkjanna innan Evrópusambandsins á undanförnum árum til þess að hafa áhrif innan þess. Fullveldi og lýðræði þjóðarinnar eru einfaldlega sitt hvor hliðin á sama peningi. Hvaða gagn er í raun að lýðræðinu ef valdið til þess að taka ákvarðanir um mál þjóðarinnar hefur að meira eða minna leyti verið framselt til embættis- og stjórnmálamanna sem íslenzkir kjósendur hafa ekkert yfir að segja? Það er ekki að ástæðulausu að barizt var fyrir því í sjálfstæðisbaráttunni að færa valdið yfir íslenzkum málum inn í landið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði).
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun