Hinn sívaxandi ójöfnuður Víkingur Hauksson skrifar 26. september 2021 14:01 Það fer ekki framhjá neinum að í heiminum í dag ríkir mikill ójöfnuður. Raunverulega ástæðan fyrir honum virðist þó fara framhjá flestum. Hefurðu leitt hugann að því hvað orsakaði hann? Hvers vegna hann er sívaxandi? Hvers vegna auður þeirra ríku hefur aukist í miðjum heimsfaraldri? Í dag hefurðu heppnina með þér, því ég ætla nefnilega að segja þér lítið leyndarmál. Ástæðan er ekki sú að þeir ríku séu klárari eða duglegri en aðrir, síður en svo. Við þurfum að hugsa stærra og sjá heiminn úr meiri fjarlægð til þess að átta okkur á raunverulegu ástæðunni; núverandi peningakerfi. Skoðaðu þessa mynd hér að neðan vel. Þessi mynd sýnir á svörtu og hvítu hvenær ójöfnuður heimsins byrjaði að aukast. Myndin er frá Bandaríkjunum en sömu sögu er að segja á heimsvísu, því allar þjóðir eru með eins uppsett peningakerfi. Fram að þessum tímapunkti árið 1971 hafði gull verið akkeri alheims peningakerfisins. Það er að segja, dollarinn var tengdur við gull og flestir aðrir gjaldmiðlar heims voru tengdir við dollarann, og því var peningamagn í umferð á heimsvísu takmarkað við magn gulls. Þegar Nixon braut þessa tengingu við gull voru því ekki lengur nein takmörk á peningamagni í umferð og þjóðir heims byrjuðu að auka það eins og þeim sýndist. Hérna erum við komin að rót vandans því síðan þá hafa seðlabankar heimsins í auknum mæli búið til peninga úr þunnu lofti. Bankar, stórfyrirtæki og þeir ríku græða á því vegna þess að það eru hópar sem hafa fyrstir sem og bestan aðgang að nýprentuðu peningunum. Þeir vita að peningurinn missir með tímanum virði sitt svo þeir nota hann í að kaupa alls kyns eignir, og ýta þar af leiðandi undir miklar verðhækkanir á tilheyrandi eignaflokkum. Þeir fátæku tapa hinsvegar vegna þess að þegar peningurinn berst loks niður til þeirra, þá hafa eignir sem og flestar vörur hagkerfisins nú þegar hækkað í verði. Þetta festir þá sem minna mega sín í hamstrahjóli án útgönguleiðar. Þeir hafa enga leið til almennilegrar verðmætaaukningar vegna þess að peningurinn sem þeir neyðast til að nota til að geyma launin sín missir stöðugt virði sitt. Fátækasta fólk heims er því fast í sama fari á meðan að þeir ríku verða sífellt ríkari vegna þess að eignir þeirra eru sífellt að hækka í nýprentuðum peningum talið (“Cantillon effect”). Seðlabankar heimsins hafa skapað gallað peningarkerfi byggt á skuldum, og eiga nú engra kosta völ en að halda áfram að prenta sífellt meiri pening til að minnka þannig skuldabyrði síðustu áratuga og halda sístækkandi skuldaboltanum á lofti (sjá hér). Það að reyna að laga ójöfnuð heimsins án þess að laga rót vandans er eins og að reyna að fjarlægja tré með því að tína eitt og eitt laufblað af í stað þess að höggva á stofninn. Ímyndaðu þér hversu mikið framleiðslugeta heimsins mun aukast þegar allir eiga möguleika á síaukandi verðmætasköpun, ekki bara ríkari helmingurinn. Sem betur fer höfum við nú dreifstýrt peningakerfi í endanlegu magni sem hefur ekki þá galla gulls sem urðu til þess að við enduðum með núverandi peningakerfi til að byrja með. Það mun bjarga okkur frá þessum sirkus og byggja sanngjarnari heim. Sú vitneskja tekur bara tíma að dreifast víðar. Höfundur er sjálfstæður fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum að í heiminum í dag ríkir mikill ójöfnuður. Raunverulega ástæðan fyrir honum virðist þó fara framhjá flestum. Hefurðu leitt hugann að því hvað orsakaði hann? Hvers vegna hann er sívaxandi? Hvers vegna auður þeirra ríku hefur aukist í miðjum heimsfaraldri? Í dag hefurðu heppnina með þér, því ég ætla nefnilega að segja þér lítið leyndarmál. Ástæðan er ekki sú að þeir ríku séu klárari eða duglegri en aðrir, síður en svo. Við þurfum að hugsa stærra og sjá heiminn úr meiri fjarlægð til þess að átta okkur á raunverulegu ástæðunni; núverandi peningakerfi. Skoðaðu þessa mynd hér að neðan vel. Þessi mynd sýnir á svörtu og hvítu hvenær ójöfnuður heimsins byrjaði að aukast. Myndin er frá Bandaríkjunum en sömu sögu er að segja á heimsvísu, því allar þjóðir eru með eins uppsett peningakerfi. Fram að þessum tímapunkti árið 1971 hafði gull verið akkeri alheims peningakerfisins. Það er að segja, dollarinn var tengdur við gull og flestir aðrir gjaldmiðlar heims voru tengdir við dollarann, og því var peningamagn í umferð á heimsvísu takmarkað við magn gulls. Þegar Nixon braut þessa tengingu við gull voru því ekki lengur nein takmörk á peningamagni í umferð og þjóðir heims byrjuðu að auka það eins og þeim sýndist. Hérna erum við komin að rót vandans því síðan þá hafa seðlabankar heimsins í auknum mæli búið til peninga úr þunnu lofti. Bankar, stórfyrirtæki og þeir ríku græða á því vegna þess að það eru hópar sem hafa fyrstir sem og bestan aðgang að nýprentuðu peningunum. Þeir vita að peningurinn missir með tímanum virði sitt svo þeir nota hann í að kaupa alls kyns eignir, og ýta þar af leiðandi undir miklar verðhækkanir á tilheyrandi eignaflokkum. Þeir fátæku tapa hinsvegar vegna þess að þegar peningurinn berst loks niður til þeirra, þá hafa eignir sem og flestar vörur hagkerfisins nú þegar hækkað í verði. Þetta festir þá sem minna mega sín í hamstrahjóli án útgönguleiðar. Þeir hafa enga leið til almennilegrar verðmætaaukningar vegna þess að peningurinn sem þeir neyðast til að nota til að geyma launin sín missir stöðugt virði sitt. Fátækasta fólk heims er því fast í sama fari á meðan að þeir ríku verða sífellt ríkari vegna þess að eignir þeirra eru sífellt að hækka í nýprentuðum peningum talið (“Cantillon effect”). Seðlabankar heimsins hafa skapað gallað peningarkerfi byggt á skuldum, og eiga nú engra kosta völ en að halda áfram að prenta sífellt meiri pening til að minnka þannig skuldabyrði síðustu áratuga og halda sístækkandi skuldaboltanum á lofti (sjá hér). Það að reyna að laga ójöfnuð heimsins án þess að laga rót vandans er eins og að reyna að fjarlægja tré með því að tína eitt og eitt laufblað af í stað þess að höggva á stofninn. Ímyndaðu þér hversu mikið framleiðslugeta heimsins mun aukast þegar allir eiga möguleika á síaukandi verðmætasköpun, ekki bara ríkari helmingurinn. Sem betur fer höfum við nú dreifstýrt peningakerfi í endanlegu magni sem hefur ekki þá galla gulls sem urðu til þess að við enduðum með núverandi peningakerfi til að byrja með. Það mun bjarga okkur frá þessum sirkus og byggja sanngjarnari heim. Sú vitneskja tekur bara tíma að dreifast víðar. Höfundur er sjálfstæður fjárfestir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun