Sport

Mourinho: Dómarinn eyðilagði leikinn

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Mourinho var ekki sáttur
Mourinho var ekki sáttur EPA-EFE/Riccardo Antimiani

Jose Mourinho, þjálfari ítalska liðsins Roma var mjög ósáttur eftir tapið gegn Lazio fyrr í dag. Þjálfarinn, sem er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið, lét dómara leiksins heyra það í viðtali eftir leik.

Mourinho var sáttur við leik sinna manna en alls ekki sáttur við dómara leiksins og var ekki sáttur við gæði dómarana á Ítalíu almennt.

Þetta var erfiður leikur fyrir dómarann, það var hann sem réði úrslitum. Ítalski fótboltinn er alltaf að verða betri, stíllinn er að verða opnari og leikirnir skemmtilegri. Það er meira skorað og gæðin eru að nálgast það allra besta í heiminum. En raunveruleikinn er sá að dómarinn var ekki í sama gæðaflokki“, sagði þjálfarinn ósáttur.

Mourinho var einnig á því að liðið hefði átt að fá víti í stöðunni 1-0.

Staðan hefði aldrei átt að verða 2-0. Við áttum að fá víti í stöðunni 1-0 og hefðum getað jafnað leikinn. En dómarinn dæmdi ekki og VAR dæmdi ekki. Það kom mér mjög á óvart. Mitt lið sýndi samt mikinn vilja og við skoruðum tvisvar. Þó við værum að tapa þá reyndum við að gera allt til þess að snúa leiknum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×