Ólíklegt að allt verði eins og það var Samúel Karl Ólason og Snorri Másson skrifa 27. september 2021 15:57 Bjarni Benediktsson, ræddi við blaðamenn eftir fundinn í Stjórnarráðinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funduðu í rúma klukkustund í Stjórnarráðinu í dag. Eftir fundinn sagði Bjarni að þetta hefði verið fyrsti fundur þeirra eftir kosningarnar um helgina. Þau hefðu rætt sína á milli niðurstöður kosninganna og stóru myndina fyrir komandi kjörtímabil. „Ég er bjartsýnn og hef góða tilfinningu,“ sagði Bjarni. „Ég sé mikil tækifæri fyrir okkur til að láta gott af okkur leiða á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagði að ekki hefði verið rætt um hvernig ætti að deila út ráðherrastólum að svo stöddu. Aðspurður hvort að ráðuneytum yrði deilt á milli flokka eins og gert var síðast sagðist Bjarni telja það ólíklegt. „Já, ég myndi segja að það væri ólíklegt að allt yrði nákvæmlega eins og það var. Við skulum sjá til,“ sagði Bjarni eftir fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir engan botn kominn í viðræður flokkanna.Vísir/Vilhelm Fóru yfir stóru málin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að fundurinn hafi gengið ágætlega. Þar hafi formennirnir hafi farið yfir stöðuna eftir kosningar og stóru viðfangsefnin fram undan. Niðurstaðan væri að hittast aftur á morgun og nýta vikuna í frekari viðræður. Aðspurð um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín að það væri ótímabært að svara þeirri spurningu. „Við ræddum stóru línurnar, þar með talin bæði einhvers konar mögulega verkaskiptingu, málefni og viðfangsefni.“ Aðspurð um það hvort hún væri til í að vera forsætisráðherra áfram sagðist hún vera tilbúin í það hér eftir sem hingað til. Óheppilegt ástand Aðspurður um endurtalningu sem fara mun fram í tveimur kjördæmum sagði Bjarni ástandið óheppilegt. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hann sagðist vera eins og hver annar, að fylgjast með því sem þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninga hafa um það að segja. „Ef í ljós kemur með afgerandi hætti að lögum hafi ekki verið fylgt eftir, þá skal ég svo sannarlega tjá mig,“ sagði Bjarni. Hann sagðist þó telja ólíklegt að talningin myndi hafa áhrif á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þá sagði hann þau vilja nokkra daga til að ræða saman. Þessa viku til að kanna hvort þau eigi samleið málefnalega og svo í kjölfarið nokkrar vikur til að mögulega skrifa stjórnarsáttmála. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funduðu í rúma klukkustund í Stjórnarráðinu í dag. Eftir fundinn sagði Bjarni að þetta hefði verið fyrsti fundur þeirra eftir kosningarnar um helgina. Þau hefðu rætt sína á milli niðurstöður kosninganna og stóru myndina fyrir komandi kjörtímabil. „Ég er bjartsýnn og hef góða tilfinningu,“ sagði Bjarni. „Ég sé mikil tækifæri fyrir okkur til að láta gott af okkur leiða á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagði að ekki hefði verið rætt um hvernig ætti að deila út ráðherrastólum að svo stöddu. Aðspurður hvort að ráðuneytum yrði deilt á milli flokka eins og gert var síðast sagðist Bjarni telja það ólíklegt. „Já, ég myndi segja að það væri ólíklegt að allt yrði nákvæmlega eins og það var. Við skulum sjá til,“ sagði Bjarni eftir fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir engan botn kominn í viðræður flokkanna.Vísir/Vilhelm Fóru yfir stóru málin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að fundurinn hafi gengið ágætlega. Þar hafi formennirnir hafi farið yfir stöðuna eftir kosningar og stóru viðfangsefnin fram undan. Niðurstaðan væri að hittast aftur á morgun og nýta vikuna í frekari viðræður. Aðspurð um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín að það væri ótímabært að svara þeirri spurningu. „Við ræddum stóru línurnar, þar með talin bæði einhvers konar mögulega verkaskiptingu, málefni og viðfangsefni.“ Aðspurð um það hvort hún væri til í að vera forsætisráðherra áfram sagðist hún vera tilbúin í það hér eftir sem hingað til. Óheppilegt ástand Aðspurður um endurtalningu sem fara mun fram í tveimur kjördæmum sagði Bjarni ástandið óheppilegt. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hann sagðist vera eins og hver annar, að fylgjast með því sem þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninga hafa um það að segja. „Ef í ljós kemur með afgerandi hætti að lögum hafi ekki verið fylgt eftir, þá skal ég svo sannarlega tjá mig,“ sagði Bjarni. Hann sagðist þó telja ólíklegt að talningin myndi hafa áhrif á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þá sagði hann þau vilja nokkra daga til að ræða saman. Þessa viku til að kanna hvort þau eigi samleið málefnalega og svo í kjölfarið nokkrar vikur til að mögulega skrifa stjórnarsáttmála. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira