Er sumarhúsið klárt fyrir veturinn? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 29. september 2021 08:00 Sumarhúsið er oft griðarstaður, í raun annað heimili fjölskyldunnar. Mikilvægt er að skilja ávallt vel við sumarhúsið til að koma í veg fyrir tjón og fara þá vel yfir vatn, rafmagn, hita og gas. Algengustu tjónin í sumarhúsum eru vegna vatns og í kjölfar innbrota. Nú er sá árstími þar sem huga þarf að frágangi sumarhúsa fyrir komandi haustlægðir og kuldatíð. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og vert að minna á nokkur mikilvæg atriði. Frágangur vatns Tjón vegna vatnsleka eru algengustu og dýrustu tjónin í sumarhúsum. Oft verða miklar skemmdir þar sem þó nokkur tími getur liðið þar til lekinn uppgötvast . Ef sumarhúsið er ekki í notkun um tíma er mikilvægt að lokað sé fyrir neysluvatn og lagnir tæmdar. Þetta getur komið í veg fyrir að lagnirnar springi í frosti sem leiðir af sér mikið tjón og óþægindi. Þess vegna er nauðsynlegt að loka ávallt fyrir inntak heita og kalda vatnsins þegar bústaður er yfirgefinn og skoða aðstæður í bústaðnum eftir mikla frostakafla. Tappa þarf af vatnslögnum og salerni en ef það er ekki hægt má setja frostlög í vatnslása og salerni. Hægt er að koma fyrir loka eða rofa sem tryggir að hægt sé að opna og loka fyrir vatn með einu handtaki. Gott er að hafa hita á ofnakerfi sumarhússins ef miðstöð er í húsinu. Það getur komið í veg fyrir að lagnir springi í frosti. Einfalt er að koma fyrir vatnsskynjara við uppþvotta- og þvottavélar og einnig eru margir sumarbústaðir með öryggiskerfi. Nú til dags er hægt að fá ýmiss konar öryggiskerfi á góðu verði. En þó svo sett sé upp öflugt öryggiskerfi ætti alltaf að fara vel yfir það helsta sem snertir öryggi hússins þegar það er yfirgefið. Þá er gott að hafa gátlista sýnilegan sem fólk getur notað til að ganga frá húsinu við brottför. Eldvarnir í sumarhúsum Mikilvægi virkra eldvarna verður seint ofmetið. Í sumarhúsum er oft mikill eldsmatur og því nauðsynlegt að hafa brunavarnir í lagi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum og kanna þarf virkni þeirra reglulega. Skipta þarf um rafhlöðu reykskynjara árlega og því getur verið gott ráð að skrifa dagsetninguna daginn sem skipt er um rafhlöðu á lítinn límmiða og festa hann á reykskynjarann. Einnig er mikilvægt að hafa eldvarnarteppi og slökkvitæki til taks og tryggja þarf flóttaleiðir. Gott er að venja sig á að taka raftæki úr sambandi þegar sumarhús er yfirgefið. Allir sumarhúsaeigendur þurfa að kaupa lögboðna brunatryggingu fyrir sumarhúsið en einnig er hægt að bæta við sérstakri sumarhúsatryggingu. Varnir gegn innbrotum Huga þarf að innbrotsvörnum í hvert sinn sem hús er yfirgefið. Gott er að draga fyrir alla glugga og geyma ekki verðmæti þar sem þau eru sýnileg utan frá. Ganga þarf úr skugga um að dyr og gluggar séu kyrfilega lokuð og að hafa helst ekki hluti úti við sem nota mætti við innbrot. Gott er að hafa útilýsingu með hreyfiskynjara og einnig að nágrannar hjálpist að við að líta til með tómu húsi, ef mögulegt er. Ýmis öryggiskerfi og öryggishlið standa til boða og eru margir sem nýta sér slíka tækni. Þegar brotist er inn í sumarhús er oft meira skemmt en stolið. Auk tjónsins sem af hlýst er óþægilegt þegar brotist er inn í persónulegar vistarverur. Er lægð í kortunum? Haustlægðir eru farnar að láta á sér kræla og mikilvægt að ganga vel frá öllum lausamunum. Ganga þarf frá útihúsgögnum, ruslatunnum, trampolíni, áhöldum og öðrum hugsanlegum lausamunum sem geta fokið og valdið skemmdum. Auk þessa þarf að sjá til þess að leiktæki séu yfirfarin reglulega og fjarlægja þarf ónýt eða illa farin leiktæki. Ganga þarf vel frá fótboltamörkum og þau sem eru í notkun þurfa að vera vel fest við jörðu. Einnig er mikilvægt að loka kyrfilega gluggum og heitum pottum. Að lokum er gott að venja sig á að líta eftir aðstæðum öðru hvoru yfir vetrartímann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarhúsið er oft griðarstaður, í raun annað heimili fjölskyldunnar. Mikilvægt er að skilja ávallt vel við sumarhúsið til að koma í veg fyrir tjón og fara þá vel yfir vatn, rafmagn, hita og gas. Algengustu tjónin í sumarhúsum eru vegna vatns og í kjölfar innbrota. Nú er sá árstími þar sem huga þarf að frágangi sumarhúsa fyrir komandi haustlægðir og kuldatíð. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og vert að minna á nokkur mikilvæg atriði. Frágangur vatns Tjón vegna vatnsleka eru algengustu og dýrustu tjónin í sumarhúsum. Oft verða miklar skemmdir þar sem þó nokkur tími getur liðið þar til lekinn uppgötvast . Ef sumarhúsið er ekki í notkun um tíma er mikilvægt að lokað sé fyrir neysluvatn og lagnir tæmdar. Þetta getur komið í veg fyrir að lagnirnar springi í frosti sem leiðir af sér mikið tjón og óþægindi. Þess vegna er nauðsynlegt að loka ávallt fyrir inntak heita og kalda vatnsins þegar bústaður er yfirgefinn og skoða aðstæður í bústaðnum eftir mikla frostakafla. Tappa þarf af vatnslögnum og salerni en ef það er ekki hægt má setja frostlög í vatnslása og salerni. Hægt er að koma fyrir loka eða rofa sem tryggir að hægt sé að opna og loka fyrir vatn með einu handtaki. Gott er að hafa hita á ofnakerfi sumarhússins ef miðstöð er í húsinu. Það getur komið í veg fyrir að lagnir springi í frosti. Einfalt er að koma fyrir vatnsskynjara við uppþvotta- og þvottavélar og einnig eru margir sumarbústaðir með öryggiskerfi. Nú til dags er hægt að fá ýmiss konar öryggiskerfi á góðu verði. En þó svo sett sé upp öflugt öryggiskerfi ætti alltaf að fara vel yfir það helsta sem snertir öryggi hússins þegar það er yfirgefið. Þá er gott að hafa gátlista sýnilegan sem fólk getur notað til að ganga frá húsinu við brottför. Eldvarnir í sumarhúsum Mikilvægi virkra eldvarna verður seint ofmetið. Í sumarhúsum er oft mikill eldsmatur og því nauðsynlegt að hafa brunavarnir í lagi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum og kanna þarf virkni þeirra reglulega. Skipta þarf um rafhlöðu reykskynjara árlega og því getur verið gott ráð að skrifa dagsetninguna daginn sem skipt er um rafhlöðu á lítinn límmiða og festa hann á reykskynjarann. Einnig er mikilvægt að hafa eldvarnarteppi og slökkvitæki til taks og tryggja þarf flóttaleiðir. Gott er að venja sig á að taka raftæki úr sambandi þegar sumarhús er yfirgefið. Allir sumarhúsaeigendur þurfa að kaupa lögboðna brunatryggingu fyrir sumarhúsið en einnig er hægt að bæta við sérstakri sumarhúsatryggingu. Varnir gegn innbrotum Huga þarf að innbrotsvörnum í hvert sinn sem hús er yfirgefið. Gott er að draga fyrir alla glugga og geyma ekki verðmæti þar sem þau eru sýnileg utan frá. Ganga þarf úr skugga um að dyr og gluggar séu kyrfilega lokuð og að hafa helst ekki hluti úti við sem nota mætti við innbrot. Gott er að hafa útilýsingu með hreyfiskynjara og einnig að nágrannar hjálpist að við að líta til með tómu húsi, ef mögulegt er. Ýmis öryggiskerfi og öryggishlið standa til boða og eru margir sem nýta sér slíka tækni. Þegar brotist er inn í sumarhús er oft meira skemmt en stolið. Auk tjónsins sem af hlýst er óþægilegt þegar brotist er inn í persónulegar vistarverur. Er lægð í kortunum? Haustlægðir eru farnar að láta á sér kræla og mikilvægt að ganga vel frá öllum lausamunum. Ganga þarf frá útihúsgögnum, ruslatunnum, trampolíni, áhöldum og öðrum hugsanlegum lausamunum sem geta fokið og valdið skemmdum. Auk þessa þarf að sjá til þess að leiktæki séu yfirfarin reglulega og fjarlægja þarf ónýt eða illa farin leiktæki. Ganga þarf vel frá fótboltamörkum og þau sem eru í notkun þurfa að vera vel fest við jörðu. Einnig er mikilvægt að loka kyrfilega gluggum og heitum pottum. Að lokum er gott að venja sig á að líta eftir aðstæðum öðru hvoru yfir vetrartímann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun