Árni Páll kemur nýr inn í stjórn ESA Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2021 12:09 Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá árinu 2018. Facebook Ísland, Liechtenstein og Noregur tilkynntu í dag skipun á nýrri stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Stjórnina munu skipa Arne Røksund af hálfu Noregs, sem jafnframt verður forseti ESA, Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, af hálfu Íslands og Stefan Barriga af hálfu Liechtenstein. Í tilkynningu frá EFTA segir að þeir taki til starfa í ársbyrjun 2022 og eru skipaðir til fjögurra ára. Högni S. Kristjánsson hefur verið fulltrúi Íslands í stjórninni síðustu fjögur ár. „Arne Røksund gegnir nú starfi ráðuneytisstjóra norska varnarmálaráðuneytisins, sem hann hefur gegnt síðan í mars 2017. Á árunum 2014-2017 var hann staðgengill ráðuneytisstjóra viðskipta-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytisins. Røksund var um nokkurt skeið í norska hernum, með stöðu aðmíráls í konunglega norska flotanum. Hann er með doktorsgráðu í sagnfræði. Hann tekur við af Bente Angell-Hansen, sem hefur gegnt starfi forseta ESA síðan 1. janúar 2017. Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá 1. febrúar 2018. Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og nam Evrópurétt við College of Europe. Hann starfaði í utanríkisþjónustunni að Evrópu-, viðskipta- og öryggis- og varnarmálum á árunum 1992-1998 og sinnti síðan lögmennsku, þar til hann tók sæti á Alþingi árið 2007. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra (2009-2010), efnahags- og viðskiptaráðherra (2010-2011) og var formaður Samfylkingarinnar 2013-2016. Árni Páll tekur við af Högna S. Kristjánssyni. Stefan Barriga hefur verið staðgengill sendiherra Liechtenstein gagnvart Evrópusambandinu frá ágúst 2016. Hann var áður staðgengill sendiherra í fastanefnd Liechtenstein hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og hefur einnig starfað sem lögfræðilegur ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Liechtenstein. Hann hefur svo og unnið störf á vettvangi mannréttindamála. Stefán Barriga tekur við af Frank J. Büchel,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Utanríkismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Í tilkynningu frá EFTA segir að þeir taki til starfa í ársbyrjun 2022 og eru skipaðir til fjögurra ára. Högni S. Kristjánsson hefur verið fulltrúi Íslands í stjórninni síðustu fjögur ár. „Arne Røksund gegnir nú starfi ráðuneytisstjóra norska varnarmálaráðuneytisins, sem hann hefur gegnt síðan í mars 2017. Á árunum 2014-2017 var hann staðgengill ráðuneytisstjóra viðskipta-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytisins. Røksund var um nokkurt skeið í norska hernum, með stöðu aðmíráls í konunglega norska flotanum. Hann er með doktorsgráðu í sagnfræði. Hann tekur við af Bente Angell-Hansen, sem hefur gegnt starfi forseta ESA síðan 1. janúar 2017. Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá 1. febrúar 2018. Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og nam Evrópurétt við College of Europe. Hann starfaði í utanríkisþjónustunni að Evrópu-, viðskipta- og öryggis- og varnarmálum á árunum 1992-1998 og sinnti síðan lögmennsku, þar til hann tók sæti á Alþingi árið 2007. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra (2009-2010), efnahags- og viðskiptaráðherra (2010-2011) og var formaður Samfylkingarinnar 2013-2016. Árni Páll tekur við af Högna S. Kristjánssyni. Stefan Barriga hefur verið staðgengill sendiherra Liechtenstein gagnvart Evrópusambandinu frá ágúst 2016. Hann var áður staðgengill sendiherra í fastanefnd Liechtenstein hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og hefur einnig starfað sem lögfræðilegur ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Liechtenstein. Hann hefur svo og unnið störf á vettvangi mannréttindamála. Stefán Barriga tekur við af Frank J. Büchel,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Utanríkismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira