Símasambandsleysi frestar ölvunarakstursmáli rútubílstjóra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2021 13:57 Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að fresta beri meðferð máls rútubílstjóra sem ákærður var fyrir ölvunarakstur. Frestunin er tilkomin vegna þess að erfiðlega hefur reynst að ná símasambandi við lykilvitni sem starfar sem fjallaleiðsögumaður. Rekja má málið til þess að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra ákærði rútubílstjóra fyrir ölvunarakstur um stutta vegalengd á ótilgreindu tjaldsvæði á Norðurlandi í ágúst 2019. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi taldi dómari rétt að umrædd lykilvitni, sem starfar sem fjallaleiðsögumaður, kæmi til skýrslu fyrir dómi, þar sem aðeins væri til staðar óformleg skýrsla hans fyrir lögreglu. Hann væri annað tveggja vitna sem kvaðst hafa séð ökumanninn aka rútunni undir áhrifum. Brösuglega gekk hins vegar að ná símasambandi við fjallaleiðsögumanninn við aðalmeðferð málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Síðar hafði fjallaleiðsögumaðurinn samband við dóminn og sagði að ekkert símasamband hafi verið þegar reynt var að ná í hann. Við framhaldsaðalmeðferð reyndist aftur erfitt að ná símasambandi við leiðsögumanninn og tók dómari í málinu ákvörðun um að fresta skyldi málinu svo hægt yrði að leiða fjallaleiðsögumanninn fyrir dóminn, um lykilvitni væri að ræða. Þessu mótmælti verjandi rútubílstjórans og að ekki væri hægt að réttlæta frekari frestun á meðferð málsins. Krafðist verjandinn úrskurðar um hvort fresta ætti málinu. Héraðsdómur kvað upp þann úrskurð að rétt væri að fresta málinu þangað til unnt væri að kveða fjallaleiðsögumanninn fyrir dóm. Þessum úrskurði var skotið til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms, þó með þeim fyrirvara að gengið væri út frá því að frestuninni sem af þessu hlytist yrðu mjög í hóf stillt, þar sem verulegar dráttur hafi þegar orðið á meðferð málsins. Dómsmál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Rekja má málið til þess að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra ákærði rútubílstjóra fyrir ölvunarakstur um stutta vegalengd á ótilgreindu tjaldsvæði á Norðurlandi í ágúst 2019. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi taldi dómari rétt að umrædd lykilvitni, sem starfar sem fjallaleiðsögumaður, kæmi til skýrslu fyrir dómi, þar sem aðeins væri til staðar óformleg skýrsla hans fyrir lögreglu. Hann væri annað tveggja vitna sem kvaðst hafa séð ökumanninn aka rútunni undir áhrifum. Brösuglega gekk hins vegar að ná símasambandi við fjallaleiðsögumanninn við aðalmeðferð málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Síðar hafði fjallaleiðsögumaðurinn samband við dóminn og sagði að ekkert símasamband hafi verið þegar reynt var að ná í hann. Við framhaldsaðalmeðferð reyndist aftur erfitt að ná símasambandi við leiðsögumanninn og tók dómari í málinu ákvörðun um að fresta skyldi málinu svo hægt yrði að leiða fjallaleiðsögumanninn fyrir dóminn, um lykilvitni væri að ræða. Þessu mótmælti verjandi rútubílstjórans og að ekki væri hægt að réttlæta frekari frestun á meðferð málsins. Krafðist verjandinn úrskurðar um hvort fresta ætti málinu. Héraðsdómur kvað upp þann úrskurð að rétt væri að fresta málinu þangað til unnt væri að kveða fjallaleiðsögumanninn fyrir dóm. Þessum úrskurði var skotið til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms, þó með þeim fyrirvara að gengið væri út frá því að frestuninni sem af þessu hlytist yrðu mjög í hóf stillt, þar sem verulegar dráttur hafi þegar orðið á meðferð málsins.
Dómsmál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira