Launaþak Barcelona nú aðeins einn sjöundi af launaþaki Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 07:30 Memphis Depay og félagar í Barcelona fá eintómar slæmar fréttir þessa dagana. EPA-EFE/Quique Garcia Lengi getur vont versnað. Leikur Barcelona er hruninn og fjárhagsvandræðin virðast ætla að þrengja enn frekar að liðinu. Nú verður líklegast enn erfiðara fyrir félagið að vera samkeppnishæft við þau bestu í Evrópu eins og krafan er í Barcelona. Fyrir 3-0 tapið á móti Benfica í gær frétti Barcelona fólk af afdrifaríkari ákvörðun hjá þeim sem reka spænsku deildina. Barcelona's salary cap is now a SEVENTH of their rivals Real Madrid Loads of teams in La Liga have overtaken them and it's lower than 19 clubs in the Premier League This is a gift to Real Madrid and it could be the start of a serious decline https://t.co/RWH1PNEo9D— SPORTbible (@sportbible) September 29, 2021 Barcelona fær nefnilega enga sérmeðferð hjá forráðamönnum spænsku deildarkeppninnar þegar kemur að peningavandamálum Katalóníufélagsins. Það kreppir því enn að í Barcelona eftir að La Liga gaf út launaþakið hjá öllum félögum deildarinnar í gær. Launaþak Barcelona er nú aðeins 98 milljónir evra sem fer fyrst í samhengi þegar menn sjá að launaþak erkifjendanna í Real Madrid er á sama tíma 739 milljónir evra. Real Madrid tókst vel að taka á sínum rekstrarmálum í kórónuveirufaraldrinum og stendur því ágætlega að velli þrátt fyrir erfiða tíma. Það er ekki sömu sögu að segja af rekstri Barcelona sem hefur verið í tómu rugli undanfarin ár. Slæm kaup á leikmönnum og endalaus ofurlaun hafa komið Barcelona niður í risaholu. Despite the measly 97m salary cap imposed by La Liga, Barcelona say they will be able to sign players in January if necessary and that there would be no problems in changing the coaching staff. Via ( ): @Marta_Ramon [rac1] pic.twitter.com/bMZ2Ai3pSo— Barça Buzz (@Barca_Buzz) September 29, 2021 Það sýnir líka vel þróun mála hjá Barcelona hvernig launaþakið hefur þróast undanfarin ár. Skuldir félagsins eru yfir milljarð evra og launaþakið hefur hrunið eftir að hafa verið 671 milljónir evra 2018-19 tímabilið sem var einmitt síðasta tímabilið sem Börsungar unnu spænsku deildina. Launþak Barcelona hefur því lækkað um 573 milljónir evra á aðeins 24 mánuðum. Þrátt fyrir þetta segja forráðamenn Barcelona að þeir muni geta sótt sér nýja leikmenn í janúar og skipt um þjálfara ef þess þarf. Hvað sé mikið að marka slíkar yfirlýsingar verður að koma betur í ljós. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Fyrir 3-0 tapið á móti Benfica í gær frétti Barcelona fólk af afdrifaríkari ákvörðun hjá þeim sem reka spænsku deildina. Barcelona's salary cap is now a SEVENTH of their rivals Real Madrid Loads of teams in La Liga have overtaken them and it's lower than 19 clubs in the Premier League This is a gift to Real Madrid and it could be the start of a serious decline https://t.co/RWH1PNEo9D— SPORTbible (@sportbible) September 29, 2021 Barcelona fær nefnilega enga sérmeðferð hjá forráðamönnum spænsku deildarkeppninnar þegar kemur að peningavandamálum Katalóníufélagsins. Það kreppir því enn að í Barcelona eftir að La Liga gaf út launaþakið hjá öllum félögum deildarinnar í gær. Launaþak Barcelona er nú aðeins 98 milljónir evra sem fer fyrst í samhengi þegar menn sjá að launaþak erkifjendanna í Real Madrid er á sama tíma 739 milljónir evra. Real Madrid tókst vel að taka á sínum rekstrarmálum í kórónuveirufaraldrinum og stendur því ágætlega að velli þrátt fyrir erfiða tíma. Það er ekki sömu sögu að segja af rekstri Barcelona sem hefur verið í tómu rugli undanfarin ár. Slæm kaup á leikmönnum og endalaus ofurlaun hafa komið Barcelona niður í risaholu. Despite the measly 97m salary cap imposed by La Liga, Barcelona say they will be able to sign players in January if necessary and that there would be no problems in changing the coaching staff. Via ( ): @Marta_Ramon [rac1] pic.twitter.com/bMZ2Ai3pSo— Barça Buzz (@Barca_Buzz) September 29, 2021 Það sýnir líka vel þróun mála hjá Barcelona hvernig launaþakið hefur þróast undanfarin ár. Skuldir félagsins eru yfir milljarð evra og launaþakið hefur hrunið eftir að hafa verið 671 milljónir evra 2018-19 tímabilið sem var einmitt síðasta tímabilið sem Börsungar unnu spænsku deildina. Launþak Barcelona hefur því lækkað um 573 milljónir evra á aðeins 24 mánuðum. Þrátt fyrir þetta segja forráðamenn Barcelona að þeir muni geta sótt sér nýja leikmenn í janúar og skipt um þjálfara ef þess þarf. Hvað sé mikið að marka slíkar yfirlýsingar verður að koma betur í ljós.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira