Belichick: Ef einhver getur leikið til fimmtugs þá er það Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 16:45 Tom Brady heldur áfram að fara á kostum með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera orðinn 44 ára gamall. Getty/Julio Aguilar Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir endurkomu Tom Brady á gamla heimavöllinn sinn í NFL-deildinni um helgina. NFL meistararnir í Tampa Bay Buccaneers heimsækja þá New England Patriots. Þetta verður fyrsti leikurinn sem Tom Brady spilar á sínum gamla heimavelli þar sem hann réð ríkjum í tuttugu ár sem leikstjórnandi liðsins og vann á þeim tíma sex meistaratitla. Þjálfari Brady allan þann tíma var Bill Belichick sem er enn þjálfari New England Patriots liðsins. Belichick hefur auðvitað fengið mikið af Brady spurningum í vikunni. Brady. Belichick. Sunday Night. The TA Game of the Week pic.twitter.com/b85MsV0EN6— NFL Total Access (@NFLTotalAccess) September 28, 2021 „Hvað segið þið? Ekkert í fréttum í þessari viku,“ sagði Bill Belichick í gríni þegar hann mætti á blaðamannafundinn. Auðvitað vissi hann að það voru allir fjölmiðlamenn komnir til að fá eitthvað frá honum um Brady. „Ekkert sem Tom gerir kemur mér á óvart. Hann er frábær leikmaður sem leggur mikið á sig og hugsar vel um sig,“ sagði Belichick. Bill Belichick and @tomecurran have an exchange back and forth on Tom Brady... pic.twitter.com/Vcz7DAUTly— NBC Sports Boston (@NBCSBoston) September 27, 2021 „Hann hefur talað um það að spila þar til að hann verður fimmtugur. Ef einhver getur það þá er það hann,“ sagði Belichick. „Tom hefur átt ótrúlegan feril. Það er ekki nóg til af lýsingarorðum og hástigsorðum svo hægt sé hrósa honum fyrir allt sem hann hefur afrekað og heldur áfram að afreka. Það er ótrúlega tilkomumikið,“ sagði Belichick. Patriots Home Record under Bill Belichickwith Tom Brady 121-20with all other QBs 14-14 pic.twitter.com/P0nsYUuQsX— NFL on CBS (@NFLonCBS) September 22, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæmt samkomulag á milli þeirra sem hafi átt þátt í því að Brady flúði New England Patriots eftir allan þennan tíma. „Ég held að það sé gott, það hefur alltaf verið gott,“ sagði Belichick. Hann gerði líka lítið úr staðreyndum í nýrri bók sem gerir mikið úr ósætti þeirra tveggja. Þar kemur meðal annars fram að Belichick hafi ekki fundið tíma til að kveðja Brady í persónu. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Þetta verður fyrsti leikurinn sem Tom Brady spilar á sínum gamla heimavelli þar sem hann réð ríkjum í tuttugu ár sem leikstjórnandi liðsins og vann á þeim tíma sex meistaratitla. Þjálfari Brady allan þann tíma var Bill Belichick sem er enn þjálfari New England Patriots liðsins. Belichick hefur auðvitað fengið mikið af Brady spurningum í vikunni. Brady. Belichick. Sunday Night. The TA Game of the Week pic.twitter.com/b85MsV0EN6— NFL Total Access (@NFLTotalAccess) September 28, 2021 „Hvað segið þið? Ekkert í fréttum í þessari viku,“ sagði Bill Belichick í gríni þegar hann mætti á blaðamannafundinn. Auðvitað vissi hann að það voru allir fjölmiðlamenn komnir til að fá eitthvað frá honum um Brady. „Ekkert sem Tom gerir kemur mér á óvart. Hann er frábær leikmaður sem leggur mikið á sig og hugsar vel um sig,“ sagði Belichick. Bill Belichick and @tomecurran have an exchange back and forth on Tom Brady... pic.twitter.com/Vcz7DAUTly— NBC Sports Boston (@NBCSBoston) September 27, 2021 „Hann hefur talað um það að spila þar til að hann verður fimmtugur. Ef einhver getur það þá er það hann,“ sagði Belichick. „Tom hefur átt ótrúlegan feril. Það er ekki nóg til af lýsingarorðum og hástigsorðum svo hægt sé hrósa honum fyrir allt sem hann hefur afrekað og heldur áfram að afreka. Það er ótrúlega tilkomumikið,“ sagði Belichick. Patriots Home Record under Bill Belichickwith Tom Brady 121-20with all other QBs 14-14 pic.twitter.com/P0nsYUuQsX— NFL on CBS (@NFLonCBS) September 22, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæmt samkomulag á milli þeirra sem hafi átt þátt í því að Brady flúði New England Patriots eftir allan þennan tíma. „Ég held að það sé gott, það hefur alltaf verið gott,“ sagði Belichick. Hann gerði líka lítið úr staðreyndum í nýrri bók sem gerir mikið úr ósætti þeirra tveggja. Þar kemur meðal annars fram að Belichick hafi ekki fundið tíma til að kveðja Brady í persónu.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira