Stöðvið einkavæðingu menntakerfisins! Ari Óskar Víkingsson skrifar 30. september 2021 14:00 Nú er orðið nokkuð ljóst að ríkisstjórn síðustu fjögurra ára mun sitja við stjórnvölinn áfram. Mál málanna næstu daga verður því hverjir þingmanna flokkanna þriggja munu sitja í ráðherrastólum. Eins og við sáum á síðasta kjörtímabili þá skipti svo sannarlega sköpum hver gegndi hvaða embætti í þessari samsteypustjórn sbr. ríkisstefnu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðismálum, íhaldsstefnu Kristjáns Þórs Júlíussonar í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og verndarstefnu Guðmunds Inga Guðbrandssonar í umhverfismálum. Það má því segja að þrátt fyrir að ríkisstjórn liggi fyrir er ekki hægt að fullyrða um stefnu og framhald landsins í stórum málaflokkum fyrr en vitað er hver situr í hvaða ráðherrastól. Mennta- og menningarmál eru stór málaflokkur sem mikilvægt er að séu undir stjórn ráðherra sem hefur skýra stefnu og er óhræddur við breytingar. Síðustu fjögur ár hef ég átt erfitt með að sjá hvaða stefna ríkir í menntamálum á Íslandi eða hvaða breytingar hafa orðið að undanskildri viðurkenningu á iðnnámi sem var löngu orðin tímabær breyting. Það hefur í raun ekki verið nein skýr stefna síðustu ár heldur einungis hæg, þögul en örugg þróun í átt að einkavæddara menntakerfi. Eitt helsta skrefið í áttina að því eru fjárveitingar ríkisins til háskólanna. Eftirfarandi málsgrein inn á síðu Stjórnarráðsins undir stefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins lýsir skipulaginu vel: „Allir háskólarnir fá ríkisframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, en einungis einkareknir háskólar mega taka skólagjöld af nemendum sínum.“ Staðan síðustu ár og enn í dag er sem sé sú að ríkið styrkir alla háskóla jafnt fyrir hvern brautskráðan nemenda en einungis einkareknu háskólarnir mega síðan bæta við skólagjöldum að sínum smekk. Þetta gefur einkareknu skólunum forskot á þá ríkisreknu fjárhagslega séð sem veldur því að þeir geta borgað kennurum betur, byggt betri og nýrri aðstöðu og þar fram eftir götum. Í dag mega ríkisháskólar landsins rukka nemendur sína um 75.000 kr á ári (svokallað innritunargjald). Á meðan eru Háskólinn í Reykjavík að rukka bakkalárnema sína um 514.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst rukka bakkalárnema sína um u.þ.b. 600.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira. Þetta eru skólagjöld sem margir háskólanemar geta ekki borgað án mikillar vinnu með skóla eða námslána, sem er ekki kjörstaða fyrir neinn. Sú þróun sem er að eiga sér stað í menntakerfinu er því augljóslega sú að einkareknu háskólarnir eru hægt og rólega á leiðinni fram úr þeim ríkisreknu vegna skipulags stjórnvalda á fjárveitingum skólanna. Að mínu viti er einungis ein leið til að stöðva þessa slæmu þróun menntakerfisins og þar með að stöðva þá þróun að það ríki ekki jöfn tækifæri allra til hvaða náms sem er. Sú leið er einfaldlega að banna einkareknu skólunum að rukka meira en þeim ríkisreknu (75.000 kr. á ári). Ef einkareknu skólarnir vilja ekki vinna með stjórnvöldum að þeim breytingum þá skulu stjórnvöld hætta að veita þeim ríkisframlög. Kæri næsti mennta- og menningarmálaráðherra, stöðvaðu einkavæðingu háskólanna, stöðvaðu einkavæðingu menntakerfisins! Höfundur er 2. árs sálfræðinemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nú er orðið nokkuð ljóst að ríkisstjórn síðustu fjögurra ára mun sitja við stjórnvölinn áfram. Mál málanna næstu daga verður því hverjir þingmanna flokkanna þriggja munu sitja í ráðherrastólum. Eins og við sáum á síðasta kjörtímabili þá skipti svo sannarlega sköpum hver gegndi hvaða embætti í þessari samsteypustjórn sbr. ríkisstefnu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðismálum, íhaldsstefnu Kristjáns Þórs Júlíussonar í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og verndarstefnu Guðmunds Inga Guðbrandssonar í umhverfismálum. Það má því segja að þrátt fyrir að ríkisstjórn liggi fyrir er ekki hægt að fullyrða um stefnu og framhald landsins í stórum málaflokkum fyrr en vitað er hver situr í hvaða ráðherrastól. Mennta- og menningarmál eru stór málaflokkur sem mikilvægt er að séu undir stjórn ráðherra sem hefur skýra stefnu og er óhræddur við breytingar. Síðustu fjögur ár hef ég átt erfitt með að sjá hvaða stefna ríkir í menntamálum á Íslandi eða hvaða breytingar hafa orðið að undanskildri viðurkenningu á iðnnámi sem var löngu orðin tímabær breyting. Það hefur í raun ekki verið nein skýr stefna síðustu ár heldur einungis hæg, þögul en örugg þróun í átt að einkavæddara menntakerfi. Eitt helsta skrefið í áttina að því eru fjárveitingar ríkisins til háskólanna. Eftirfarandi málsgrein inn á síðu Stjórnarráðsins undir stefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins lýsir skipulaginu vel: „Allir háskólarnir fá ríkisframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, en einungis einkareknir háskólar mega taka skólagjöld af nemendum sínum.“ Staðan síðustu ár og enn í dag er sem sé sú að ríkið styrkir alla háskóla jafnt fyrir hvern brautskráðan nemenda en einungis einkareknu háskólarnir mega síðan bæta við skólagjöldum að sínum smekk. Þetta gefur einkareknu skólunum forskot á þá ríkisreknu fjárhagslega séð sem veldur því að þeir geta borgað kennurum betur, byggt betri og nýrri aðstöðu og þar fram eftir götum. Í dag mega ríkisháskólar landsins rukka nemendur sína um 75.000 kr á ári (svokallað innritunargjald). Á meðan eru Háskólinn í Reykjavík að rukka bakkalárnema sína um 514.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst rukka bakkalárnema sína um u.þ.b. 600.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira. Þetta eru skólagjöld sem margir háskólanemar geta ekki borgað án mikillar vinnu með skóla eða námslána, sem er ekki kjörstaða fyrir neinn. Sú þróun sem er að eiga sér stað í menntakerfinu er því augljóslega sú að einkareknu háskólarnir eru hægt og rólega á leiðinni fram úr þeim ríkisreknu vegna skipulags stjórnvalda á fjárveitingum skólanna. Að mínu viti er einungis ein leið til að stöðva þessa slæmu þróun menntakerfisins og þar með að stöðva þá þróun að það ríki ekki jöfn tækifæri allra til hvaða náms sem er. Sú leið er einfaldlega að banna einkareknu skólunum að rukka meira en þeim ríkisreknu (75.000 kr. á ári). Ef einkareknu skólarnir vilja ekki vinna með stjórnvöldum að þeim breytingum þá skulu stjórnvöld hætta að veita þeim ríkisframlög. Kæri næsti mennta- og menningarmálaráðherra, stöðvaðu einkavæðingu háskólanna, stöðvaðu einkavæðingu menntakerfisins! Höfundur er 2. árs sálfræðinemi við Háskóla Íslands
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar