Ákærður fyrir að hafa nauðgað og ítrekað beitt unnustu sína ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 16:30 Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa margveist að þáverandi unnustu sinni, ráðist á hana og nauðgað henni í lok árs 2018 og byrjun árs 2019. Maðurinn hefur verið krafinn um að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur fyrir ofbeldið. Ákæran, sem fréttastofan hefur undir höndum, er í þremur liðum. Í fyrsta lið er maðurinn ákærður fyrir að hafa aðfaranótt 9. desember 2018 gerst sekur um brot í nánu sambandi með því að hafa hrint þáverandi unnustu sinni, hent henni utan í húsgögn og slegið hana með krepptum hnefa í bringuna. Afleiðingarnar hafi verið þær að hún hlaut mar á hægri olnboga, bringuna og víða um líkamann. Í öðrum lið er maðurinn ákærður fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi með því að hafa aðfaranótt 29. desember sama ár togað í hár konunnar, veitt henni hnéspark í vinstra læri og kvið og slegið hana í andlitið. Þá hafi hann tekið um háls hennar með báðum höndum þegar hún reyndi að forða sér úr íbúðinni, dregið hana aftur inn í íbúðina og farið með hana inn í svefnherbergi þar sem hann hafi klætt hana úr að neðan og sett fingur í leggöng hennar. Afleiðingarnar hafi verið þær að konan hlaut sár á vinstri kinn, mar á vinstri hluta kjálka, mar á báðum fram- og upphandleggjum, mar yfir vinstri olnboga, vinstri öxl og vinstri upphandlegg og fjölda marbletta á báðum fótleggjum og lærum. Í þriðja ákærulið er maðurinn ákærður fyrir að hafa sunnudaginn 20. janúar 2019 hent konunni á spegil, tekið um andlit hennar þar sem hann hélt henni niðri í gólfinu og hent henni á sjónvarpsskenk með þeim afleiðingum að konan hlaut mar á efri hluta baks og tognun í baki. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Reykjavík Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Ákæran, sem fréttastofan hefur undir höndum, er í þremur liðum. Í fyrsta lið er maðurinn ákærður fyrir að hafa aðfaranótt 9. desember 2018 gerst sekur um brot í nánu sambandi með því að hafa hrint þáverandi unnustu sinni, hent henni utan í húsgögn og slegið hana með krepptum hnefa í bringuna. Afleiðingarnar hafi verið þær að hún hlaut mar á hægri olnboga, bringuna og víða um líkamann. Í öðrum lið er maðurinn ákærður fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi með því að hafa aðfaranótt 29. desember sama ár togað í hár konunnar, veitt henni hnéspark í vinstra læri og kvið og slegið hana í andlitið. Þá hafi hann tekið um háls hennar með báðum höndum þegar hún reyndi að forða sér úr íbúðinni, dregið hana aftur inn í íbúðina og farið með hana inn í svefnherbergi þar sem hann hafi klætt hana úr að neðan og sett fingur í leggöng hennar. Afleiðingarnar hafi verið þær að konan hlaut sár á vinstri kinn, mar á vinstri hluta kjálka, mar á báðum fram- og upphandleggjum, mar yfir vinstri olnboga, vinstri öxl og vinstri upphandlegg og fjölda marbletta á báðum fótleggjum og lærum. Í þriðja ákærulið er maðurinn ákærður fyrir að hafa sunnudaginn 20. janúar 2019 hent konunni á spegil, tekið um andlit hennar þar sem hann hélt henni niðri í gólfinu og hent henni á sjónvarpsskenk með þeim afleiðingum að konan hlaut mar á efri hluta baks og tognun í baki. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Reykjavík Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira