Ákærður fyrir að birta kynferðislegt efni af fyrrverandi á Facebook og í kommentakerfi DV Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 17:32 Maðurinn er ákærður fyrir alls átján liði en flestir snúa þeir að því að maðurinn hafi birt kynferðislegar myndir og myndbönd af fyrrverandi eiginkonu sinni á netinu. Getty/Vísir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Þetta kemur fram í ákæru gegn manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Ákæran er í átján liðum. Málið er nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ítrekað frá byrjun febrúar til lok marsmánaðar árið 2019 sent ítrekaða tölvupósta á ýmsa aðila en allir innihéldu póstarnir kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu hans. Póstarnir hafi verið til þess fallnir að særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Þá hafi hann sent pósta sem innihéldu hlekki á vefsíður þar sem mátti finna kynferðislegar myndir og myndbönd af konunni. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í mars 2019 sent öðrum í gegn um samfélagsmiðilinn Messenger hlekk á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af fyrrverandi eiginkonunni með skilaboðunum „X was a porn actress“ eða „X var klámleikkona.“ Maðurinn hafi jafnframt í mars 2019 skrifað inn athugasemd við frétt á fréttamiðli DV en í athugasemdinni var hlekkur á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af konunni. Sendi fyrrverandi eiginkonu: „Ógeðslegasta mamma heims“ Maðurinn hafi þá sett eftirfarandi innlegg á Facebook-síðuna Matartips í mars sama ár. Í færslunni stóð: „Ok. Klám sem finnst á netinu er klám og öllum sýnilegt. X sem vinnur nú með börum í […] var að selja af sér klám á netinu og það er ekki við mig að sakast að konan gerði þetta. Það er hins vegar skrýtið og furðulegt að ríða banana og éta hann svo.“ Í kjölfarið hafi maðurinn sett athugasemd við færsluna þar sem hann sýndi meðal annars kynferðislega ljósmynd af konunni og skrifaði: „Bara vona innilega að börnin ykkar eru ekki skólanum hennar.“ Maðurinn hafi þá daginn eftir þetta hlaðið kynferðislegri ljósmynd og myndskeiðum af konunni inn á opinbera vefsíðu. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa stofnað Facebook-aðgang undir öðru nafni en sínu þar sem hann birti kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu sinni. Þá setti hann inn tvær færslur á síðuna þar sem hann auglýsti að hann ætti fleiri kynferðislegar myndir af konunni. Hann hafi jafnframt í janúar 2019 sent konunni niðrandi skilaboð og kynferðislegar ljósmyndir af henni. Skilaboðin hafi meðal annars verið: „Farðu og dreptu þig“, „Rotta“, „Ógeðslegasta mamma heims“ og fleiri niðrandi skilaboð. Konan hefur farið fram á að maðurinn greiði henni 4,5 milljónir í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þetta kemur fram í ákæru gegn manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Ákæran er í átján liðum. Málið er nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ítrekað frá byrjun febrúar til lok marsmánaðar árið 2019 sent ítrekaða tölvupósta á ýmsa aðila en allir innihéldu póstarnir kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu hans. Póstarnir hafi verið til þess fallnir að særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Þá hafi hann sent pósta sem innihéldu hlekki á vefsíður þar sem mátti finna kynferðislegar myndir og myndbönd af konunni. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í mars 2019 sent öðrum í gegn um samfélagsmiðilinn Messenger hlekk á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af fyrrverandi eiginkonunni með skilaboðunum „X was a porn actress“ eða „X var klámleikkona.“ Maðurinn hafi jafnframt í mars 2019 skrifað inn athugasemd við frétt á fréttamiðli DV en í athugasemdinni var hlekkur á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af konunni. Sendi fyrrverandi eiginkonu: „Ógeðslegasta mamma heims“ Maðurinn hafi þá sett eftirfarandi innlegg á Facebook-síðuna Matartips í mars sama ár. Í færslunni stóð: „Ok. Klám sem finnst á netinu er klám og öllum sýnilegt. X sem vinnur nú með börum í […] var að selja af sér klám á netinu og það er ekki við mig að sakast að konan gerði þetta. Það er hins vegar skrýtið og furðulegt að ríða banana og éta hann svo.“ Í kjölfarið hafi maðurinn sett athugasemd við færsluna þar sem hann sýndi meðal annars kynferðislega ljósmynd af konunni og skrifaði: „Bara vona innilega að börnin ykkar eru ekki skólanum hennar.“ Maðurinn hafi þá daginn eftir þetta hlaðið kynferðislegri ljósmynd og myndskeiðum af konunni inn á opinbera vefsíðu. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa stofnað Facebook-aðgang undir öðru nafni en sínu þar sem hann birti kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu sinni. Þá setti hann inn tvær færslur á síðuna þar sem hann auglýsti að hann ætti fleiri kynferðislegar myndir af konunni. Hann hafi jafnframt í janúar 2019 sent konunni niðrandi skilaboð og kynferðislegar ljósmyndir af henni. Skilaboðin hafi meðal annars verið: „Farðu og dreptu þig“, „Rotta“, „Ógeðslegasta mamma heims“ og fleiri niðrandi skilaboð. Konan hefur farið fram á að maðurinn greiði henni 4,5 milljónir í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira