Fyrr um kvöldið, eða klukkan 22.10. kom annar sem var 3,2 stig að stærð.
Alls hafa sjö skjálftar verið yfir þremur stigum á svæðinu suðvestur af Keili eftir að hrinan hófst þann 27. september síðastliðinn.
Í gær mældust um 1.600 jarðskjálftar á svæðinu og frá miðnætti hafa um 120 skjálftar riðið yfir.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands sjást þó engin merki um gosóróa.