Gosið legið niðri í tvær vikur Tryggvi Páll Tryggvason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 2. október 2021 13:00 Eldgosið hefur verið með rólegasta móti síðustu tvær vikur. Vísir/Vilhelm Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. Í yfirferð á stöðu gossins á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er vísað í nýjustu mælingar á eldgosinu og hraunflæðinu, sem gerðar voru þann 30. september. Þar kemur fram að gosið hefur legið alveg niðri frá 18. september. Einhver tilfærsla hefur þó orðið á hrauninu. „Eftir að uppstreymi í gígnum hætti að kvöldi 18. september hefur orðið nokkurra metra þykknun í sunnanverðum Geldingadölum og niður í framanverðan Nátthaga. Á sama tíma hefur sléttan í hrauninu vestan gígsins, nyrst í Geldingadölum, sigið um 5-7 metra. Rúmmál þess efnis sem horfið hefur úr norðurenda Geldingadala er álíka mikið og það rúmmál sem bæst hefur við í suðurhlutanum og niðri í Nátthaga. Þarna hefur því orðið tilfærsla innan hraunsins.“ „Á sama tíma og kvikustreymi frá gígnum hefur ekkert verið, hefur rennslið innan hraunsins síðustu 12 daga numið að meðaltali 1 m3/s. Þarna er vissulega bráðin kvika á ferð en aðeins vegna tilfærslu innan hraunsins. Hún skýrir þá glóð sem öðru hverju hefur sést í hrauninu. Tilfærsla af þessu tagi er þekkt í hraungosum,“ segir enn fremur. Myndir sýna glóð sem þó er líklega gömul Vísir fékk sendar myndir sem farþegi í flugi Þyrluþjónustunni Helo sem tók yfir gígnum í gærmorgun þar sem sá má glóð í börmum gígsins. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði segir þó að þarna líti aðeins út fyrir að gömul ókólnuð glóð hafi komið í ljós eftir hrun úr gígbarminum. Glóðin er í gígbarminum.Þyrluþjónustan HELO/Donna McAfee „Þetta eru þykkir veggir og þegar hrynur úr þeim kemur glóð í ljós. Þetta er mjög einangrandi efni, sérstaklega gígarnir. Þannig að glóð í hlíðunum eru bara leifar, það tekur töluverðan tíma fyrir þetta að kólna,“ segir Magnús Tumi. „Ef það væri glóð og tjörn í botninum þá væri það merki um að væri kvika að koma upp“ Þrátt fyrir að gosið hafi látið lítið fyrir sér fara síðustu tvær vikur eða svo er enn of snemmt að lýsa yfir goslokum. „Maður sér að það gufar mikið upp. Mikil móða þarna upp á gossvæðinu þannig það er alveg líklegt að það sé eitthvað kraumandi þarna undir þó það renni ekki hraun þarna út úr gígnum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, vakthafandi náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. 2. október 2021 08:14 Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Í yfirferð á stöðu gossins á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er vísað í nýjustu mælingar á eldgosinu og hraunflæðinu, sem gerðar voru þann 30. september. Þar kemur fram að gosið hefur legið alveg niðri frá 18. september. Einhver tilfærsla hefur þó orðið á hrauninu. „Eftir að uppstreymi í gígnum hætti að kvöldi 18. september hefur orðið nokkurra metra þykknun í sunnanverðum Geldingadölum og niður í framanverðan Nátthaga. Á sama tíma hefur sléttan í hrauninu vestan gígsins, nyrst í Geldingadölum, sigið um 5-7 metra. Rúmmál þess efnis sem horfið hefur úr norðurenda Geldingadala er álíka mikið og það rúmmál sem bæst hefur við í suðurhlutanum og niðri í Nátthaga. Þarna hefur því orðið tilfærsla innan hraunsins.“ „Á sama tíma og kvikustreymi frá gígnum hefur ekkert verið, hefur rennslið innan hraunsins síðustu 12 daga numið að meðaltali 1 m3/s. Þarna er vissulega bráðin kvika á ferð en aðeins vegna tilfærslu innan hraunsins. Hún skýrir þá glóð sem öðru hverju hefur sést í hrauninu. Tilfærsla af þessu tagi er þekkt í hraungosum,“ segir enn fremur. Myndir sýna glóð sem þó er líklega gömul Vísir fékk sendar myndir sem farþegi í flugi Þyrluþjónustunni Helo sem tók yfir gígnum í gærmorgun þar sem sá má glóð í börmum gígsins. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði segir þó að þarna líti aðeins út fyrir að gömul ókólnuð glóð hafi komið í ljós eftir hrun úr gígbarminum. Glóðin er í gígbarminum.Þyrluþjónustan HELO/Donna McAfee „Þetta eru þykkir veggir og þegar hrynur úr þeim kemur glóð í ljós. Þetta er mjög einangrandi efni, sérstaklega gígarnir. Þannig að glóð í hlíðunum eru bara leifar, það tekur töluverðan tíma fyrir þetta að kólna,“ segir Magnús Tumi. „Ef það væri glóð og tjörn í botninum þá væri það merki um að væri kvika að koma upp“ Þrátt fyrir að gosið hafi látið lítið fyrir sér fara síðustu tvær vikur eða svo er enn of snemmt að lýsa yfir goslokum. „Maður sér að það gufar mikið upp. Mikil móða þarna upp á gossvæðinu þannig það er alveg líklegt að það sé eitthvað kraumandi þarna undir þó það renni ekki hraun þarna út úr gígnum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, vakthafandi náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. 2. október 2021 08:14 Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58
Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. 2. október 2021 08:14
Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36