Skjálftinn fannst ágætlega á höfuðborgarsvæðinu og hefur Veðurstofunn borist tilkynningar um a hann hafi einnig fundist á Akranesi.
Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 1,7 kílómetra suðsuðvestur frá Keili.