Segir ekkert óeðlilegt við að hagnast á áhættufjárfestingu Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2021 15:07 Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að áhættumikil fjárfesting hennar í Kviku banka hafi skilað hagnaði. Kaupréttarauki hennar í bankanum var til umfjöllunar í aðdraganda kosninganna. Þetta sagði Kristrún í Silfrinu í dag. Þar var hún að tala um mál sem varðaði hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka, þar sem hún starfaði sem aðalhagfræðingur frá byrjun árs 2018 til janúar 2021. Kristrún sagðist vilja hafa þetta allt á borðinu, fyrst hún væri að taka sér sæti á þingi. Í Silfrinu segir Kristrún að henni og öðrum starfsmönnum hafi verið boðið að kaupa bréf í bankanum. Einhverjir hafi ekki gert það, þar sem fjárfestingin hafi verið metin mjög áhættusöm. Kristún keypti fyrir þrjár milljónir króna og segir að framan af hafi lítið verið uppúr fjárfestingunni að fá. Kristrún fór nákvæmlega yfir hver hagnaður hennar var. Hagnaður sem hún gat innleyst á þremur dagsetningum fram í tímann. Fyrst seldi hún þriðjung af bréfum sínum í Kviku í janúar 2020 og þá fékk Kristrún átta milljónir króna, eftir skatta. Síðan hafi Covid skollið á og hlutabréfamarkaðir fallið í verði. Þá hafi verið útlit fyrir að afgangur bréfa hennar væru verðlaus. Kristrún segist hafa verið búin undir það því hún hafi frá upphafi vitað að þetta væri mikil áhættufjárfesting. Þá var tilkynnt um samruna Kviku og TM og miklar vaxtalækkanir hafi orðið á Íslandi. Sala númer tvö fór fram í janúar, rétt áður en Kristrún hætti í Kviku, og þá var hagnaður hennar orðinn um 30 milljónir króna, eftir skatta. Kristrún á enn þriðjung af bréfum sínum í Kviku og segir að miðað við stöðuna fyrir helgi væri hægt að verðmeta bréf hennar á 45 milljónir króna, eftir skatta. Það getur Kristrún ekki leyst út fyrr en eftir áramót og veit hún ekki hvert gengi Kviku verður þá. Í aðdraganda kosninganna í síðasta mánuði birti Kristrún færslu á Facebook þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Það ver eftir að miðlarnir fjölluðu um að hún hefði ekki svarað fyrirspurnum þeirra um kaupréttaraukann. Sjá einnig: Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Kristrún sagði í Silfrinu að hún hefði ekki vitað hvers virði bréfin væru þegar umræðan um kaupréttaraukann fór af stað fyrir kosningar. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í Silfrinu í dag. Þar var hún að tala um mál sem varðaði hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka, þar sem hún starfaði sem aðalhagfræðingur frá byrjun árs 2018 til janúar 2021. Kristrún sagðist vilja hafa þetta allt á borðinu, fyrst hún væri að taka sér sæti á þingi. Í Silfrinu segir Kristrún að henni og öðrum starfsmönnum hafi verið boðið að kaupa bréf í bankanum. Einhverjir hafi ekki gert það, þar sem fjárfestingin hafi verið metin mjög áhættusöm. Kristún keypti fyrir þrjár milljónir króna og segir að framan af hafi lítið verið uppúr fjárfestingunni að fá. Kristrún fór nákvæmlega yfir hver hagnaður hennar var. Hagnaður sem hún gat innleyst á þremur dagsetningum fram í tímann. Fyrst seldi hún þriðjung af bréfum sínum í Kviku í janúar 2020 og þá fékk Kristrún átta milljónir króna, eftir skatta. Síðan hafi Covid skollið á og hlutabréfamarkaðir fallið í verði. Þá hafi verið útlit fyrir að afgangur bréfa hennar væru verðlaus. Kristrún segist hafa verið búin undir það því hún hafi frá upphafi vitað að þetta væri mikil áhættufjárfesting. Þá var tilkynnt um samruna Kviku og TM og miklar vaxtalækkanir hafi orðið á Íslandi. Sala númer tvö fór fram í janúar, rétt áður en Kristrún hætti í Kviku, og þá var hagnaður hennar orðinn um 30 milljónir króna, eftir skatta. Kristrún á enn þriðjung af bréfum sínum í Kviku og segir að miðað við stöðuna fyrir helgi væri hægt að verðmeta bréf hennar á 45 milljónir króna, eftir skatta. Það getur Kristrún ekki leyst út fyrr en eftir áramót og veit hún ekki hvert gengi Kviku verður þá. Í aðdraganda kosninganna í síðasta mánuði birti Kristrún færslu á Facebook þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Það ver eftir að miðlarnir fjölluðu um að hún hefði ekki svarað fyrirspurnum þeirra um kaupréttaraukann. Sjá einnig: Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Kristrún sagði í Silfrinu að hún hefði ekki vitað hvers virði bréfin væru þegar umræðan um kaupréttaraukann fór af stað fyrir kosningar.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira