Kardinálarnir tróna á toppnum en mörg lið að hitna í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 14:31 Tyreek Hill hjá Kansas City Chiefs fagnar með liðsfélögum sínum Demarcus Robinson og KDarrel Williams. AP/Matt Rourke Arizona Cardinals hélt sigurgöngu sinni áfram í NFL-deildinni í gær því að bursta Los Angeles Rams í uppgjöri tveggja taplausra liða. New York liðin unnu bæði í framlengingu. Fimm lið voru með þrjá sigra í fyrstu þremur umferðunum en þrjú þeirra töpuðu í fyrsta sinn í gær. Það voru lið Los Angeles Rams, Denver Broncos og Carolina Panthers. Arizona Cardinals vann sinn leik og Las Vegas Raiders spilar síðan í nótt. Check out EVERY TD from EVERY game from Week 4 on NFL RedZone! pic.twitter.com/Wt44GBHHeh— NFL (@NFL) October 4, 2021 Fjögur lið eru aftur á móti á þriggja leikja sigurgöngu en það eru Buffalo Bills, Baltimore Ravens, Dallas Cowboys og Green Bay Packers. Öll töpuðu þau í fyrstu umferðinni en hafa svarað því með þremur góðum sigrum. Hér fyrir neðan má sjá öll snertimörkin í leikjunum í gær. Mest sannfærandi sigur gærdagsins var án efa 40-0 sigur Buffalo Bills á Houston Texans. Bills liðið er á svaka skriði en liðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína 35-0, 43-21 og svo 40-0 í gær. 118-21 í þremur leikjum. .@JamesConner_ does his best @KingJames impersonation #RedSea : #AZvsLAR on FOX : NFL app pic.twitter.com/VDTJDDF5Ap— NFL (@NFL) October 3, 2021 Kardinálarnir fengu alvöru próf á útivelli á móti öðru ósigruðu liði en fóru á kostum undir forystu leikstjórnandans Kyler Murray. Arizona Cardinals vann 37-20 sigur á Los Angeles Rams þar sem hlauparinn James Conner skoraði tvö snertimörk. MAHOMES: 5 TDSHILL: 3 TDSThis combo is unstoppable. #ChiefsKingdom : #KCvsPHI on CBS : NFL app pic.twitter.com/08iD36jULH— NFL (@NFL) October 3, 2021 Maður dagsins var kannski Tyreek Hill, útherji Kansas City Chiefs, sem var með þrjú snertimörk og 186 jarda í 42-23 sigri liðsins á Philadelphia Eagles. Eins gott að vera ekki með hann á bekknum í Fantasy. Patrick Mahomes átti alls fimm snertimarkssendingar en Höfðingjarnir höfðu tapað tveimur fyrstu þremur leikjum sínum. The @Ravens keep the streak of 100-yard rushing games alive, tying the NFL record of 43 games. #RavensFlock pic.twitter.com/aluv7h4y03— NFL (@NFL) October 3, 2021 Baltimore Ravens endaði sigurgöngu Denver Broncos með 23-7 sigri og Pittsburgh Steelers tapaði sínum þriðja leik í röð nú á móti Green Bay Packers. Kúrekarnir frá Dallas enduðu þriggja leikja sigurgöngu Carolina Panthers með 26-28 sigur og hafa unnið alla þrjá leiki sína nema þann fyrsta á móti meisturunum í Tampa Bay Buccaneers. Tom Brady setti nýtt met í sendingajördum í 19-17 sigri Tampa Bay Buccaneers á hans gamla heimavelli hjá New England Patriots en Buccaneers vann á vallarmerki. Heimamenn í Patriots fengu vallarmarkstilraun í lokin en sparkið fór í stöngina og út. THE @NYJETS WIN IN OT. #TakeFlight #TENvsNYJ pic.twitter.com/wCnrbw0wg1— NFL (@NFL) October 3, 2021 New York liðin unnu bæði í framlengingu en þetta var fyrsti sigur tímabilsins hjá þeim báðum. New York Jets vann 27-24 sigur á Tennessee Titans þökk sé vallarmarki Matt Ammendola sem og því að Randy Bullock klikkaði á 49 jarda vallarmarki þegar fáar sekúndur voru eftir. Hlauparinn Saquon Barkley tryggði 27-21 sigur á New York Giants með því að skora laglegt snertimark í framlengingunni. Giants lenti 21-10 undir í leiknum en skoraði sautján síðustu stig leiksins þar af var Barkley með tvö snertimörk. SAQUON FOR THE WIN! #TogetherBlue pic.twitter.com/8yLyoD6tcR— NFL (@NFL) October 3, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: New England Patriots 17-19 Tampa Bay Buccaneers Houston Texans 0-40 Buffalo Bills Tennessee Titans 24-27 New York Jets (Framlenging) Carolina Panthers 28-36 Dallas Cowboys New York Giants 27-21 New Orleans Saints (Framlenging) Cleveland Browns 14-7 Minnesota Vikings Detroit Lions 14-24 Chicago Bears Kansas City Chiefs 42-30 Philadelphia Eagles Indianapolis Colts 27-17 Miami Dolphins Washington 34-30 Atlanta Falcons Seattle Seahawks 28-21 San Francisco 49ers Arizona Cardinals 37-20 Los Angeles Rams Pitsburgh Steelers 17-27 Green Bay Packers Baltimore Ravens 23-7 Denver Broncos NFL Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Fimm lið voru með þrjá sigra í fyrstu þremur umferðunum en þrjú þeirra töpuðu í fyrsta sinn í gær. Það voru lið Los Angeles Rams, Denver Broncos og Carolina Panthers. Arizona Cardinals vann sinn leik og Las Vegas Raiders spilar síðan í nótt. Check out EVERY TD from EVERY game from Week 4 on NFL RedZone! pic.twitter.com/Wt44GBHHeh— NFL (@NFL) October 4, 2021 Fjögur lið eru aftur á móti á þriggja leikja sigurgöngu en það eru Buffalo Bills, Baltimore Ravens, Dallas Cowboys og Green Bay Packers. Öll töpuðu þau í fyrstu umferðinni en hafa svarað því með þremur góðum sigrum. Hér fyrir neðan má sjá öll snertimörkin í leikjunum í gær. Mest sannfærandi sigur gærdagsins var án efa 40-0 sigur Buffalo Bills á Houston Texans. Bills liðið er á svaka skriði en liðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína 35-0, 43-21 og svo 40-0 í gær. 118-21 í þremur leikjum. .@JamesConner_ does his best @KingJames impersonation #RedSea : #AZvsLAR on FOX : NFL app pic.twitter.com/VDTJDDF5Ap— NFL (@NFL) October 3, 2021 Kardinálarnir fengu alvöru próf á útivelli á móti öðru ósigruðu liði en fóru á kostum undir forystu leikstjórnandans Kyler Murray. Arizona Cardinals vann 37-20 sigur á Los Angeles Rams þar sem hlauparinn James Conner skoraði tvö snertimörk. MAHOMES: 5 TDSHILL: 3 TDSThis combo is unstoppable. #ChiefsKingdom : #KCvsPHI on CBS : NFL app pic.twitter.com/08iD36jULH— NFL (@NFL) October 3, 2021 Maður dagsins var kannski Tyreek Hill, útherji Kansas City Chiefs, sem var með þrjú snertimörk og 186 jarda í 42-23 sigri liðsins á Philadelphia Eagles. Eins gott að vera ekki með hann á bekknum í Fantasy. Patrick Mahomes átti alls fimm snertimarkssendingar en Höfðingjarnir höfðu tapað tveimur fyrstu þremur leikjum sínum. The @Ravens keep the streak of 100-yard rushing games alive, tying the NFL record of 43 games. #RavensFlock pic.twitter.com/aluv7h4y03— NFL (@NFL) October 3, 2021 Baltimore Ravens endaði sigurgöngu Denver Broncos með 23-7 sigri og Pittsburgh Steelers tapaði sínum þriðja leik í röð nú á móti Green Bay Packers. Kúrekarnir frá Dallas enduðu þriggja leikja sigurgöngu Carolina Panthers með 26-28 sigur og hafa unnið alla þrjá leiki sína nema þann fyrsta á móti meisturunum í Tampa Bay Buccaneers. Tom Brady setti nýtt met í sendingajördum í 19-17 sigri Tampa Bay Buccaneers á hans gamla heimavelli hjá New England Patriots en Buccaneers vann á vallarmerki. Heimamenn í Patriots fengu vallarmarkstilraun í lokin en sparkið fór í stöngina og út. THE @NYJETS WIN IN OT. #TakeFlight #TENvsNYJ pic.twitter.com/wCnrbw0wg1— NFL (@NFL) October 3, 2021 New York liðin unnu bæði í framlengingu en þetta var fyrsti sigur tímabilsins hjá þeim báðum. New York Jets vann 27-24 sigur á Tennessee Titans þökk sé vallarmarki Matt Ammendola sem og því að Randy Bullock klikkaði á 49 jarda vallarmarki þegar fáar sekúndur voru eftir. Hlauparinn Saquon Barkley tryggði 27-21 sigur á New York Giants með því að skora laglegt snertimark í framlengingunni. Giants lenti 21-10 undir í leiknum en skoraði sautján síðustu stig leiksins þar af var Barkley með tvö snertimörk. SAQUON FOR THE WIN! #TogetherBlue pic.twitter.com/8yLyoD6tcR— NFL (@NFL) October 3, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: New England Patriots 17-19 Tampa Bay Buccaneers Houston Texans 0-40 Buffalo Bills Tennessee Titans 24-27 New York Jets (Framlenging) Carolina Panthers 28-36 Dallas Cowboys New York Giants 27-21 New Orleans Saints (Framlenging) Cleveland Browns 14-7 Minnesota Vikings Detroit Lions 14-24 Chicago Bears Kansas City Chiefs 42-30 Philadelphia Eagles Indianapolis Colts 27-17 Miami Dolphins Washington 34-30 Atlanta Falcons Seattle Seahawks 28-21 San Francisco 49ers Arizona Cardinals 37-20 Los Angeles Rams Pitsburgh Steelers 17-27 Green Bay Packers Baltimore Ravens 23-7 Denver Broncos
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: New England Patriots 17-19 Tampa Bay Buccaneers Houston Texans 0-40 Buffalo Bills Tennessee Titans 24-27 New York Jets (Framlenging) Carolina Panthers 28-36 Dallas Cowboys New York Giants 27-21 New Orleans Saints (Framlenging) Cleveland Browns 14-7 Minnesota Vikings Detroit Lions 14-24 Chicago Bears Kansas City Chiefs 42-30 Philadelphia Eagles Indianapolis Colts 27-17 Miami Dolphins Washington 34-30 Atlanta Falcons Seattle Seahawks 28-21 San Francisco 49ers Arizona Cardinals 37-20 Los Angeles Rams Pitsburgh Steelers 17-27 Green Bay Packers Baltimore Ravens 23-7 Denver Broncos
NFL Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira