Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Snorri Másson skrifar 4. október 2021 15:21 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Stöð 2 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. Pandórulekinn, sem er sagður stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, hefur afhjúpað leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal eru þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn frá 91 landi. Þetta er um leið stærsta fjölmiðlasamstarf sögunnar; 600 blaðamenn frá 150 ólíkum fjölmiðlum í 117 löndum koma að verkefninu. Enn er óvíst hvort Ísland sé á meðal þessara landa, enda á fulltrúi íslenskra fjölmiðla í verkefninu eftir að birta sína umfjöllun. Stundin birtir sérblað um málið á föstudaginn í samstarfi við Reykjavík Media, en Jón Trausti Reynisson ritstjóri blaðsins kveðst í samtali við fréttastofu ekki geta upplýst um hvort þar sé fjallað um fjármál Íslendinga. Sjálfsagt að birta öll gögnin Kristinn Hrafnsson segir í samtali við Vísi að hann fagni vissulega birtingu Pandóruskjalanna en að á sama tíma sé í raun ekki hægt að fagna birtingunni fyrr en hún er öll. „Maður hefur ákveðinn skilning á að þetta sé gert í einhverjum skrefum yfir einhvern tíma, en kjarninn í þeirri stefnu sem við aðhyllumst er sá að þetta séu upplýsingar sem eigi bara að vera opinberar almenningi ef þær eru fréttnæmar yfir höfuð,“ segir Kristinn. Hann hvetur því alla sem eru aðilar að þessu samstarfi til að birta gögnin. „Mér finnst það sjálfsagt. Ef þú færð hrá gögn í hendurnar sem blaðamaður og vinnur síðan úr þeim fréttir, á í flestum tilvikum að vera auðvelt á tímum internetsins að gefa almenningi líka aðgang að frumgögnunum, það er bara vísindaleg nálgun,“ segir Kristinn. Kristinn bætir við að þegar ákveðið sé að hlífa valdafólki við svona birtingum í nafni persónuverndar afhjúpi það valdamisræmið sem ríki á milli almennings og fulltrúa ofurstétta. Almenningur geti lítið sem ekkert gert til að vernda eigin persónuupplýsingar, sem ganga kaupum og sölum án þess að hann fái nokkru um það ráðið, en valdafólk njóti verndar á borð við þessa. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá ólíkum löndum. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Hugsanlega er ástæða til að taka yfirlýsingum um „stærsta leka sögunnar“ með fyrirvara að mati Kristins, sem segir oft hægan leik að reikna sig upp í hæstu hæðir með því að leggja saman terabætin með útsmognum hætti. Að því sögðu dregur hann ekki í efa verulegt umfang málsins. Panama-skjölin WikiLeaks Fjölmiðlar Pandóruskjölin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Pandórulekinn, sem er sagður stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, hefur afhjúpað leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal eru þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn frá 91 landi. Þetta er um leið stærsta fjölmiðlasamstarf sögunnar; 600 blaðamenn frá 150 ólíkum fjölmiðlum í 117 löndum koma að verkefninu. Enn er óvíst hvort Ísland sé á meðal þessara landa, enda á fulltrúi íslenskra fjölmiðla í verkefninu eftir að birta sína umfjöllun. Stundin birtir sérblað um málið á föstudaginn í samstarfi við Reykjavík Media, en Jón Trausti Reynisson ritstjóri blaðsins kveðst í samtali við fréttastofu ekki geta upplýst um hvort þar sé fjallað um fjármál Íslendinga. Sjálfsagt að birta öll gögnin Kristinn Hrafnsson segir í samtali við Vísi að hann fagni vissulega birtingu Pandóruskjalanna en að á sama tíma sé í raun ekki hægt að fagna birtingunni fyrr en hún er öll. „Maður hefur ákveðinn skilning á að þetta sé gert í einhverjum skrefum yfir einhvern tíma, en kjarninn í þeirri stefnu sem við aðhyllumst er sá að þetta séu upplýsingar sem eigi bara að vera opinberar almenningi ef þær eru fréttnæmar yfir höfuð,“ segir Kristinn. Hann hvetur því alla sem eru aðilar að þessu samstarfi til að birta gögnin. „Mér finnst það sjálfsagt. Ef þú færð hrá gögn í hendurnar sem blaðamaður og vinnur síðan úr þeim fréttir, á í flestum tilvikum að vera auðvelt á tímum internetsins að gefa almenningi líka aðgang að frumgögnunum, það er bara vísindaleg nálgun,“ segir Kristinn. Kristinn bætir við að þegar ákveðið sé að hlífa valdafólki við svona birtingum í nafni persónuverndar afhjúpi það valdamisræmið sem ríki á milli almennings og fulltrúa ofurstétta. Almenningur geti lítið sem ekkert gert til að vernda eigin persónuupplýsingar, sem ganga kaupum og sölum án þess að hann fái nokkru um það ráðið, en valdafólk njóti verndar á borð við þessa. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá ólíkum löndum. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Hugsanlega er ástæða til að taka yfirlýsingum um „stærsta leka sögunnar“ með fyrirvara að mati Kristins, sem segir oft hægan leik að reikna sig upp í hæstu hæðir með því að leggja saman terabætin með útsmognum hætti. Að því sögðu dregur hann ekki í efa verulegt umfang málsins.
Panama-skjölin WikiLeaks Fjölmiðlar Pandóruskjölin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent