Watford er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og ákvað að reka þjálfarann Xisco Muñoz um helgina. Liðið er með sjö stig að loknum sjö leikjum sem væri talið ágætt á mörgum stöðum en hjá Watford þarf ekki mikið til að menn fái sparkið.
Ranieri verður 15. stjóri liðsins á síðustu 10 árum.
Ásamt Ranieri hafa þeir Paulo Benetti, Carlo Cornacchia og Carlo Pignoli verið ráðnir til félagsins en allir koma þeir frá Ítalíu. Þeirra fyrsti leikur verður gegn Liverpool á Vicarage Road þann 16. október.
Ranieri er margreyndur þjálfari en hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Leicester City þar sem hann gerði liðið óvænt að Englandsmeisturum árið 2016. Hann hefur einnig þjálfað lið á borð við Valencia, Atlético Madrid, Chelsea, Juventus, Roma, Inter Milan ásamt fjölda annarra liða.
Watford FC is delighted to confirm the appointment of Claudio Ranieri as the club s new Head Coach.
— Watford Football Club (@WatfordFC) October 4, 2021
Welcome to Watford, Claudio!
Síðast þjálfaði hann Sampdoria á Ítalíu en hann var látinn fara þaðan fyrr á þessu ári. Hann var ekki lengi að finna sér nýtt starf og mun stýra Watford næstu misserin, það er ef eigandi félagsins telur hann standa sig nægilega vel.