Hópur Íslendinga handtekinn í Kaupmannahöfn Snorri Másson skrifar 4. október 2021 20:54 Tveir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna líkamsárásar. Nurphoto/GettyImages Hópur Íslendinga var handtekinn vegna líkamsárásar í Kaupmannahöfn um miðjan síðasta mánuð. Tveir þeirra hafa verið í haldi í rúmar tvær vikur vegna gruns um alvarlega líkamsárás og einn hefur þegar verið kærður. Árásin átti sér samkvæmt upplýsingum fréttastofu stað í Kaupmannahöfn helgina 17.-19. september. Alla vega einn á að hafa slasast mjög alvarlega í átökunum. Til mjög harðvítugra átaka kom á milli fjölda einstaklinga og fimm Íslendingar blönduðust í átökin. Þeir voru allir handteknir í fyrstu en eftir yfirheyrslur og nánari rannsókn var tveimur þeirra umsvifalaust sleppt án ákæru enda var ekki talið að hlutdeild þeirra að málinu hafi verið veruleg. Þrír urðu eftir í varðhaldi. Einn þeirra var látinn laus eftir að hafa verið ákærður en síðustu tveir eru enn í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Þeir hafa því verið það í rúmar tvær vikur, sem er gæsluvarðhald í lengra lagi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mennirnir flestir Íslendingar á þrítugsaldri, sem eru ekki búsettir í Kaupmannahöfn allajafna. Mál af þessum toga á borði utanríkisþjónustunnar Lögreglan í Kaupmannahöfn gaf upp í svörum til fréttastofu að sannarlega hefði Íslendingur verið tekinn höndum 20. september vegna líkamsárasar og þar er lögreglan trúlega að vísa til þess sem hefur verið ákærður en gengur laus. Ekki voru veittar upplýsingar um hina einstaklingana en rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi. Embætti ríkislögreglustjóra hér á landi hefur ekki getað staðfest málið þegar fréttastofa hefur óskað eftir því. Í svari frá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er það staðfest að mál af þessum toga er á borði skrifstofunnar, en ráðuneytið veitir ekki efnislegar upplýsingar um málið. Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Árásin átti sér samkvæmt upplýsingum fréttastofu stað í Kaupmannahöfn helgina 17.-19. september. Alla vega einn á að hafa slasast mjög alvarlega í átökunum. Til mjög harðvítugra átaka kom á milli fjölda einstaklinga og fimm Íslendingar blönduðust í átökin. Þeir voru allir handteknir í fyrstu en eftir yfirheyrslur og nánari rannsókn var tveimur þeirra umsvifalaust sleppt án ákæru enda var ekki talið að hlutdeild þeirra að málinu hafi verið veruleg. Þrír urðu eftir í varðhaldi. Einn þeirra var látinn laus eftir að hafa verið ákærður en síðustu tveir eru enn í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Þeir hafa því verið það í rúmar tvær vikur, sem er gæsluvarðhald í lengra lagi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mennirnir flestir Íslendingar á þrítugsaldri, sem eru ekki búsettir í Kaupmannahöfn allajafna. Mál af þessum toga á borði utanríkisþjónustunnar Lögreglan í Kaupmannahöfn gaf upp í svörum til fréttastofu að sannarlega hefði Íslendingur verið tekinn höndum 20. september vegna líkamsárasar og þar er lögreglan trúlega að vísa til þess sem hefur verið ákærður en gengur laus. Ekki voru veittar upplýsingar um hina einstaklingana en rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi. Embætti ríkislögreglustjóra hér á landi hefur ekki getað staðfest málið þegar fréttastofa hefur óskað eftir því. Í svari frá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er það staðfest að mál af þessum toga er á borði skrifstofunnar, en ráðuneytið veitir ekki efnislegar upplýsingar um málið.
Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira