Alvarlegt að gallar hjá Skipulagsstofnun hafi litað málið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. október 2021 20:31 Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets. vísir/egill Talsverðir gallar eru á áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmd Suðurnesjalínu 2 að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landsnet telur mjög slæmt að gallað álit hafi haft áhrif á allan feril málsins. Nefndin birti úrskurði sína í fjórum kærumálum vegna framkvæmdarinnar í morgun. Leyfisveitingar Grindavíkur og Reykjanesbæjar voru ekki felldar úr gildi en því var beint til Hafnarfjarðar að bæta rökstuðning sinn fyrir leyfinu. Loks ógilti nefndin ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfi og þarf sveitarfélagið nú að taka málið aftur fyrir. Það hefur eitt viljað leggja jarðstreng en verður nú að endurskoða þá afstöðu sína. Nokkrir gallar á álitinu Í úrskurðum nefndarinnar kemur þá fram að álit Skipulagsstofnunar, sem sveitarfélögin tóku mið af í ákvörðunartöku sinni, sé gallað. „Auðvitað er það mjög slæmt þegar ágallar eru á opinberu áliti eins og í þessu tilviki. Og sérstaklega ef þetta álit hefur áhrif á áframhaldið í verkefninu eins og ég held að það hafi gert í þessu tilviki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Nefndin telur upp nokkra galla við mat Skipulagsstofnunar og telur hana meðal annars hafa farið út fyrir sitt verksmið með því að taka kostnað mismunandi leiða með í reikninginn. Þá horfi stofnunin um of til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. „Þau benda líka á það að Landsnet hefur miklar skyldur og flutningskerfið gegnir mikilvægu öryggishlutverki, til dæmis í samfélaginu og stofnunin þurfi að horfa svona á heildarhagsmunina líka,“ segir Guðmundur Ingi. Landsnet hefur að sögn Guðmundar mjög ríkar skyldur til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjunum.vísir/egill Sagan endalausa Framkvæmdir á annarri tengingu til Suðurnesja hafa verið í bígerð síðan snemma á áratugnum og farið fram og aftur í kerfinu síðan. Eru menn ekki orðnir þreyttir á þessari hringavitleysu? „Ég get nú ekki sagt að ég sé orðinn þreyttur á þessu máli, þetta er vinnan mín,“ segir Guðmundur og glottir við. „En það er rétt sem þú segir að þetta mál á sér langan og flókinn aðdraganda og ýmis sjónarmið komið fram í gegn um tíðina. Ég vona bara að við förum að sjá fyrir endann á þessu og klára þetta svo að allir gangi svona sæmilega sáttir frá borði.“ Aðalvalkostur Landsnets er að leggja loftlínu eftir þessari leið.Vísir/Helgi Hreinn Suðurnesjalína 2 Orkumál Vogar Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Nefndin birti úrskurði sína í fjórum kærumálum vegna framkvæmdarinnar í morgun. Leyfisveitingar Grindavíkur og Reykjanesbæjar voru ekki felldar úr gildi en því var beint til Hafnarfjarðar að bæta rökstuðning sinn fyrir leyfinu. Loks ógilti nefndin ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfi og þarf sveitarfélagið nú að taka málið aftur fyrir. Það hefur eitt viljað leggja jarðstreng en verður nú að endurskoða þá afstöðu sína. Nokkrir gallar á álitinu Í úrskurðum nefndarinnar kemur þá fram að álit Skipulagsstofnunar, sem sveitarfélögin tóku mið af í ákvörðunartöku sinni, sé gallað. „Auðvitað er það mjög slæmt þegar ágallar eru á opinberu áliti eins og í þessu tilviki. Og sérstaklega ef þetta álit hefur áhrif á áframhaldið í verkefninu eins og ég held að það hafi gert í þessu tilviki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Nefndin telur upp nokkra galla við mat Skipulagsstofnunar og telur hana meðal annars hafa farið út fyrir sitt verksmið með því að taka kostnað mismunandi leiða með í reikninginn. Þá horfi stofnunin um of til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. „Þau benda líka á það að Landsnet hefur miklar skyldur og flutningskerfið gegnir mikilvægu öryggishlutverki, til dæmis í samfélaginu og stofnunin þurfi að horfa svona á heildarhagsmunina líka,“ segir Guðmundur Ingi. Landsnet hefur að sögn Guðmundar mjög ríkar skyldur til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjunum.vísir/egill Sagan endalausa Framkvæmdir á annarri tengingu til Suðurnesja hafa verið í bígerð síðan snemma á áratugnum og farið fram og aftur í kerfinu síðan. Eru menn ekki orðnir þreyttir á þessari hringavitleysu? „Ég get nú ekki sagt að ég sé orðinn þreyttur á þessu máli, þetta er vinnan mín,“ segir Guðmundur og glottir við. „En það er rétt sem þú segir að þetta mál á sér langan og flókinn aðdraganda og ýmis sjónarmið komið fram í gegn um tíðina. Ég vona bara að við förum að sjá fyrir endann á þessu og klára þetta svo að allir gangi svona sæmilega sáttir frá borði.“ Aðalvalkostur Landsnets er að leggja loftlínu eftir þessari leið.Vísir/Helgi Hreinn
Suðurnesjalína 2 Orkumál Vogar Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11
Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16