Áfram er þó vel fylgst með stöðu mála þar sem það sést enn hægfara hreyfing á flekanum sem er utan í stóra skriðusárinu við Búðará. Þetta segir Esther Hlíðar Jenssen, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu.
„Síðan erum við að sjá að það er von á úrkomu næsta sólarhringinn þannig við munum bara fylgjast nánar með því,“ segir Esther. Þrátt fyrir að vatnsþrýstingur í hlíðinni hafi minnkað er staðan enn varhugaverð og er beðið eftir frekari spám.
„Við eigum eftir að fá nýjustu keyrslu og þá sjáum við betur hversu mikil úrkoma er væntanleg. Það bendir allt til þess að það muni verða einhver úrkoma, ekkert endilega mjög mikil, en við eigum bara eftir að sjá,“ segir Esther enn fremur.
Lögreglan ákvað síðastliðinn mánudag að rýma níu hús vegna hættu á skriðu og er gert ráð fyrir að sú rýming vari fram yfir helgi. Húsin sem rýmd voru standa við Fossgötu og Hafnargötu en ekki er gert ráð fyrir frekari rýmingu.
„Við reiknum ekki með frekari rýmingu, þetta er það afmarkað svæði, og við reiknum ekki með að það áhrif neitt fyrir utan þetta sem er búið að afmarka,“ segir Esther Hlíðar Jensen, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni.
Gera ekki ráð fyrir frekari rýmingum

Hættustig almannavarna er enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu tvo sólarhringa þannig að dregið hefur úr hækkun á vatnshæð í borholum.
Tengdar fréttir

Engar tilkynningar um skriður en áfram hreyfingar á mælum
Enn hafa engar tilkynningar borist um aurskriður á Seyðisfirði, en áfram sýna mælar fram á hreyfingu í fjallinu.

Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu
Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi.