Danir og Þjóðverjar sækja ellefu konur með tengsl við Ríki íslams og 37 börn Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2021 08:39 Í flóttamannabúðunum í Roj í norðausturhluta Sýrlands dvelja nú um 60 þúsund manns og þar af 40 þúsund börn. EPA Yfirvöld í Þýskalandi og Danmörku hafa með aðstoð Bandaríkjahers sótt ellefu konur, sem áður höfðu gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, og 37 börn, frá norðurhluta Sýrlands. Konurnar og börnin komu til Þýskalands og Danmerkur í gærkvöldi og í nótt. „Börnin voru ekki ábyrð fyrir þeirri stöðu sem þau voru í,“ segir þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas í yfirlýsingu. Ráðherrann segir hins vegar nauðsynlegt að konurnar svari fyrir gjörðir sínar. Átta konur og 23 börn þeirra voru flutt til Þýskalands, en um er að ræða stærsta slíka flutning landsins frá árinu 2019. Stór hluti kvennanna var handtekinn við komuna. Konurnar yfirgáfu á sínum tíma Danmörku og Þýskaland til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Erfið staða Maas segir stöðuna í heimshlutanum vera mjög erfiða. „Milljónir manna hafa þörf fyrir mannúðaraðstoð,“ segir ráðherrann og bætir við að heimsfaraldurinn og efnahagshrun hafi gert stöðuna enn erfiðari. Konurnar og börnin voru sótt í flóttamannabúðirnar Roj í norðausturhluta Sýrlands, þar sem Kúrdar ráða ríkjum. Var þeim flogið með bandarískri herflugvél til Kúveit og svo til Frankfurt. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að flugvél með dönsku konurnar þrjár og börnin fjórtán hefði lent á flugvelli í Karup á Jótlandi í nótt. Ein konan verður svo leidd fyrir dómara á næstu klukkustundum. I sag vedrørende en af de hjemtagne kvinder fra Syrien afholdes grundlovsforhør ved retten i Kolding kl. 11.30. Der begæres lukkede døre. Yderligere oplysninger i pressemeddelelse https://t.co/kL3BJiHBoY #politidk pic.twitter.com/wzvp4TJhg1— SydøstjyllandsPoliti (@SydOjylPoliti) October 7, 2021 Tugþúsundir í flóttamannabúðum Fjölmörg ríki hafa glímt við hvernig best sé að taka á málum þeirra sem yfirgáfu landið til að ganga til liðs við Ríki íslams. Sömuleiðis hvernig skuli taka á málum barna þeirra. Í flóttamannabúðunum í Roj dvelja nú um 60 þúsund manns og þar af 40 þúsund börn. Sýrland Danmörk Þýskaland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
„Börnin voru ekki ábyrð fyrir þeirri stöðu sem þau voru í,“ segir þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas í yfirlýsingu. Ráðherrann segir hins vegar nauðsynlegt að konurnar svari fyrir gjörðir sínar. Átta konur og 23 börn þeirra voru flutt til Þýskalands, en um er að ræða stærsta slíka flutning landsins frá árinu 2019. Stór hluti kvennanna var handtekinn við komuna. Konurnar yfirgáfu á sínum tíma Danmörku og Þýskaland til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Erfið staða Maas segir stöðuna í heimshlutanum vera mjög erfiða. „Milljónir manna hafa þörf fyrir mannúðaraðstoð,“ segir ráðherrann og bætir við að heimsfaraldurinn og efnahagshrun hafi gert stöðuna enn erfiðari. Konurnar og börnin voru sótt í flóttamannabúðirnar Roj í norðausturhluta Sýrlands, þar sem Kúrdar ráða ríkjum. Var þeim flogið með bandarískri herflugvél til Kúveit og svo til Frankfurt. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að flugvél með dönsku konurnar þrjár og börnin fjórtán hefði lent á flugvelli í Karup á Jótlandi í nótt. Ein konan verður svo leidd fyrir dómara á næstu klukkustundum. I sag vedrørende en af de hjemtagne kvinder fra Syrien afholdes grundlovsforhør ved retten i Kolding kl. 11.30. Der begæres lukkede døre. Yderligere oplysninger i pressemeddelelse https://t.co/kL3BJiHBoY #politidk pic.twitter.com/wzvp4TJhg1— SydøstjyllandsPoliti (@SydOjylPoliti) October 7, 2021 Tugþúsundir í flóttamannabúðum Fjölmörg ríki hafa glímt við hvernig best sé að taka á málum þeirra sem yfirgáfu landið til að ganga til liðs við Ríki íslams. Sömuleiðis hvernig skuli taka á málum barna þeirra. Í flóttamannabúðunum í Roj dvelja nú um 60 þúsund manns og þar af 40 þúsund börn.
Sýrland Danmörk Þýskaland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira