Launakostnaður sveitarfélaga gæti valdið stórslysi Þorgils Jónsson skrifar 7. október 2021 12:05 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í ræðu sinni í morgun að aukinn launakostnaður sveitarfélaga væri áhyggjuefni sem þyfrti að taka tillit til í komandi kjaraviðræðum. Vísir/Vilhelm Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í setningarræðu sinni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í morgun að aukin launakostnaður gæti valdið stórslysi fyrir fjármál sveitarfélaganna. „Hið opinbera á ekki að leiða launaþróun í landinu. Þar á hinn almenni markaður að draga vagninn og þá sérstaklega hinar gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar,“ sagði hún. „Hið opinbera á svo að fylgja í kjölfarið í sama takti. Það eru takmörk fyrir því hvað launakostnaður getur vaxið án þess að stórslys verði raunin. Það verður við öll að hafa í huga í komandi kjaraviðræðum.“ Aldís sagði að mörg sveitarfélög stæðu enn vel en sum stæðu þó höllum fæti. Líkur væru á að fjárhagsstaða sveitarfélaga myndi versna í ár frá fyrra ári, „meðal annars vegna aukinna launaútgjalda, sem virðast vera langt umfram tekjuaukningu vegna útsvars.“ Hún hafði áður getið þess að fjárhagsstaða sveitarfélaganna hafi farið versnandi þegar árið 2019, en aftur á móti hafi svartsýnustu spár um neikvæða þróun vegna Covid-faraldursins ekki ræst á síðasta ári. Því þakkaði hún „víðtækum og markvissum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar og Alþingis í efnahagsmálum sem komu sveitarfélögunum mjög til góða“. Fjármálaráðstefnan stendur yfir fram eftir degi á Hilton Reykjavík Nordica og er í beinni útsendingu sem má sjá hér að neðan. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og hvaða áskoranir séu helst framundan. 7. október 2021 09:31 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Hið opinbera á ekki að leiða launaþróun í landinu. Þar á hinn almenni markaður að draga vagninn og þá sérstaklega hinar gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar,“ sagði hún. „Hið opinbera á svo að fylgja í kjölfarið í sama takti. Það eru takmörk fyrir því hvað launakostnaður getur vaxið án þess að stórslys verði raunin. Það verður við öll að hafa í huga í komandi kjaraviðræðum.“ Aldís sagði að mörg sveitarfélög stæðu enn vel en sum stæðu þó höllum fæti. Líkur væru á að fjárhagsstaða sveitarfélaga myndi versna í ár frá fyrra ári, „meðal annars vegna aukinna launaútgjalda, sem virðast vera langt umfram tekjuaukningu vegna útsvars.“ Hún hafði áður getið þess að fjárhagsstaða sveitarfélaganna hafi farið versnandi þegar árið 2019, en aftur á móti hafi svartsýnustu spár um neikvæða þróun vegna Covid-faraldursins ekki ræst á síðasta ári. Því þakkaði hún „víðtækum og markvissum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar og Alþingis í efnahagsmálum sem komu sveitarfélögunum mjög til góða“. Fjármálaráðstefnan stendur yfir fram eftir degi á Hilton Reykjavík Nordica og er í beinni útsendingu sem má sjá hér að neðan.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og hvaða áskoranir séu helst framundan. 7. október 2021 09:31 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og hvaða áskoranir séu helst framundan. 7. október 2021 09:31