Leggjast gegn smáhýsum fyrir heimilislausa í Laugardal Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2021 17:54 Smáhýsin eiga að rísa í Laugardalnum. vísir/vilhelm Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins líst ekkert á áform meirihlutans um að koma upp smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Laugardalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum“. Meirihlutinn vill koma þeim fyrir í Laugardalnum þar sem ekki hefur reynst auðvelt að ná sátt um slík úrræði fyrir heimilislausa í íbúðabyggð. Málið var rætt á fundi borgarráðs í dag og samþykkt með fjórum atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í bókun Sjálfstæðismanna segir: „Áform um smáhýsi í Laugardal stangast á við þau sjónarmið sem hafa ríkt um að Laugardalurinn verði griðastaður útvistar og íþrótta. Ekki á að heimila íbúðabyggð með neinum hætti í Laugardalnum enda verður enn meiri þörf fyrir dalinn sem útivistar- og íþróttasvæði í framtíðinni en nú er.“ Í bókuninni segir þó mikilvægt að taka á vanda húnsæðislauss fólks en það verði að gera með „raunhæfum og góðum lausnum“. Tímabundið úrræði Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. „Hafa ber í huga að þó þessi hús séu tímabundin í staðsetningu sinni þá eru þau heimili fólks, ekki dvalarheimili eða lokuð stofnun, og þurfa að vera nálægt þeirri þjónustu og samfélagsinnviðum sem borgarbúar þurfa að nýta. Ekki er auðvelt ná sátt um staðsetningu þeirra í íbúðabyggð eða blandaðri byggð og því þarf að leita á staði sem eru í námunda við sömu innviði á öðrum skipulagssvæðum,“ segir í bókun meirihlutans. Laugardalurinn sé opið svæði og samkvæmt gildandi aðalskipulagi megi koma búsetuúræðum fyrir á slíku svæði. Þó beri að hafa í huga að þau séu víkjandi og hafi ekki áhrif á langtímanotkunarmöguleika svæðisins. „Fulltrúar meirihlutans telja að nálægð við útivistarsvæði, almenningssamgöngur og samfélagsinnviði muni hafa jákvæð áhrif á þau sem þar munu koma til með að búa og vona að hverfið taki vel á móti þeim,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans; Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Píratar og Vinstri grænna. Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Málið var rætt á fundi borgarráðs í dag og samþykkt með fjórum atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í bókun Sjálfstæðismanna segir: „Áform um smáhýsi í Laugardal stangast á við þau sjónarmið sem hafa ríkt um að Laugardalurinn verði griðastaður útvistar og íþrótta. Ekki á að heimila íbúðabyggð með neinum hætti í Laugardalnum enda verður enn meiri þörf fyrir dalinn sem útivistar- og íþróttasvæði í framtíðinni en nú er.“ Í bókuninni segir þó mikilvægt að taka á vanda húnsæðislauss fólks en það verði að gera með „raunhæfum og góðum lausnum“. Tímabundið úrræði Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. „Hafa ber í huga að þó þessi hús séu tímabundin í staðsetningu sinni þá eru þau heimili fólks, ekki dvalarheimili eða lokuð stofnun, og þurfa að vera nálægt þeirri þjónustu og samfélagsinnviðum sem borgarbúar þurfa að nýta. Ekki er auðvelt ná sátt um staðsetningu þeirra í íbúðabyggð eða blandaðri byggð og því þarf að leita á staði sem eru í námunda við sömu innviði á öðrum skipulagssvæðum,“ segir í bókun meirihlutans. Laugardalurinn sé opið svæði og samkvæmt gildandi aðalskipulagi megi koma búsetuúræðum fyrir á slíku svæði. Þó beri að hafa í huga að þau séu víkjandi og hafi ekki áhrif á langtímanotkunarmöguleika svæðisins. „Fulltrúar meirihlutans telja að nálægð við útivistarsvæði, almenningssamgöngur og samfélagsinnviði muni hafa jákvæð áhrif á þau sem þar munu koma til með að búa og vona að hverfið taki vel á móti þeim,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans; Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Píratar og Vinstri grænna.
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira