Þjóðarbúið gæti orðið af tugmilljarða tekjum vegna sóttvarna á landamærum Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2021 19:30 Farþegum til landsins fjölgaði í sumar eftir að farið var að hleypa fullbólusettu fólki frá Bandaríkjunum til Íslands. Nú ber hins vegar á því að flugfélög séu að draga úr sætaframboði sínu í vetur og næsta sumar vegna harðari aðgerða á landamærunum hér en í flestum öðrum samkeppnislöndum. Stöð 2/Egill Harðari sóttvarnareglur á landamærunum hér en í samkeppnislöndum gætu kostað þjóðarbúið tugi milljarða króna sem annars kæmu frá ferðaþjónustunni og seinkað stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli að mati Ísavía. Mikilvægt sé að hér gildi svipaðar reglur og annars staðar í samkeppni við önnur ríki um farþega. Áform Isavia um stórkostlega uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fóru í biðstöðu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia segir umferð um flugvöllinn hafa á skömmum tíma farið niður í nánast ekki neitt. Guðmundur Daði Rúnarsson segir skipta miklu máli að stjórnvöld skapi fyrirsjáanleika varðandi sóttvarnaaðgerðir því flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki skipuleggi sig með átta til tólf mánaða fyrirvara.Stöð 2/Egill „Við urðum fyrir algjöru tekjufalli þegar umferðin um flugvöllinn dróst saman. Nánast hundrað prósent tekjufall í gegnum faraldurinn. Þegar við vissum heldur ekki hvernig við myndum koma út úr faraldrinum og vitum ekki enn,“ segir Guðmundur Daði. Þótt farþegafjöldinn hafi tekið við sér í sumar ríki enn mikil óvissa um veturinn og næsta sumar. Sérstaklega vegna strangari sóttvarnaaðgerða hér á landi en í helstu samkeppnislöndum. Félagið sendi frá sér þrjár sviðsmyndir um horfurnar framundan í dag. Minnsti vöxturinn miðar við óbreytt ástand. Miklu munar á þeirri mynd en ef slakað yrði á sóttvarnareglum til samræmis við aðra flugvelli, eða milljónum farþega á þremur árum. Það munar sem nemur nokkrum góðum loðnuvertíðum á útflutningstekjum ferðaþjónustunnar sem voru um 400 milljarðar árið 2019. Guðmundur Daði segir skipta miklu máli að ná strax til flugfélaga og ferðamanna fyrir næsta sumar enda skipuleggi þau sig og ferðaþjónustan almennt langt fram í tímann. Stækkun flugstöðvarinnar gæti seinkað Á Keflavíkurflugvelli er nú verið að grafa grunninn að fyrsta áfanganum af fjórum að stækkun flugstöðvarinnar. Þetta er áfangi upp á tuttugu þúsund fermetra sem kostar rúma tuttugu milljarða króna. Til samanburðar þá er þessi áfangi jafn stór og Kringlan var í upphafi. Guðmundur Daði segir þess viðbót verða á fjórum hæðum og eigi að vera lokið vorið 2024. Nú standa yfir framkvæmdir við flugstöðina þar sem í fyrsta áfanga að byggja tuttugu þúsund fermetra viðbót á fjórum hæðum.Stöð 2/Egill „Við erum að fara að stækka tösku og móttökusalinn. Næst um því tvöfalda afköstin í honum. Byggja fjögur ný hlið með landgöngubrúm á annarri hæð. Erum svo að undirbúa tengingu til austurs með nýjum landamærum á þriðju hæð,“ segir Guðmundur Daði. Nú þegar heimurinn sé að opnast á ný ríki mikil samkeppni um farþega. Vegna stöðunnar hér hafi þegar dregið úr sætaframboði flugfélaga hingað á næsta ári og þeim fækkað. Framtíðaráætlanir um enn frekari stækkun flugstöðvarinnar gætu dregist ef ekki takist að koma farþegafjöldanum sem fyrst upp í þær rúmu sjö milljónir sem hann hafi verið árið 2019. „Masterplanið eða þróunaráætlunin okkar gerir ráð fyrir því að hér verði 13,8 milljónir farþega árið 2040. Við erum að áfangaskipta framkvæmdunum í áttina að því markmiði,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Áform Isavia um stórkostlega uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fóru í biðstöðu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia segir umferð um flugvöllinn hafa á skömmum tíma farið niður í nánast ekki neitt. Guðmundur Daði Rúnarsson segir skipta miklu máli að stjórnvöld skapi fyrirsjáanleika varðandi sóttvarnaaðgerðir því flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki skipuleggi sig með átta til tólf mánaða fyrirvara.Stöð 2/Egill „Við urðum fyrir algjöru tekjufalli þegar umferðin um flugvöllinn dróst saman. Nánast hundrað prósent tekjufall í gegnum faraldurinn. Þegar við vissum heldur ekki hvernig við myndum koma út úr faraldrinum og vitum ekki enn,“ segir Guðmundur Daði. Þótt farþegafjöldinn hafi tekið við sér í sumar ríki enn mikil óvissa um veturinn og næsta sumar. Sérstaklega vegna strangari sóttvarnaaðgerða hér á landi en í helstu samkeppnislöndum. Félagið sendi frá sér þrjár sviðsmyndir um horfurnar framundan í dag. Minnsti vöxturinn miðar við óbreytt ástand. Miklu munar á þeirri mynd en ef slakað yrði á sóttvarnareglum til samræmis við aðra flugvelli, eða milljónum farþega á þremur árum. Það munar sem nemur nokkrum góðum loðnuvertíðum á útflutningstekjum ferðaþjónustunnar sem voru um 400 milljarðar árið 2019. Guðmundur Daði segir skipta miklu máli að ná strax til flugfélaga og ferðamanna fyrir næsta sumar enda skipuleggi þau sig og ferðaþjónustan almennt langt fram í tímann. Stækkun flugstöðvarinnar gæti seinkað Á Keflavíkurflugvelli er nú verið að grafa grunninn að fyrsta áfanganum af fjórum að stækkun flugstöðvarinnar. Þetta er áfangi upp á tuttugu þúsund fermetra sem kostar rúma tuttugu milljarða króna. Til samanburðar þá er þessi áfangi jafn stór og Kringlan var í upphafi. Guðmundur Daði segir þess viðbót verða á fjórum hæðum og eigi að vera lokið vorið 2024. Nú standa yfir framkvæmdir við flugstöðina þar sem í fyrsta áfanga að byggja tuttugu þúsund fermetra viðbót á fjórum hæðum.Stöð 2/Egill „Við erum að fara að stækka tösku og móttökusalinn. Næst um því tvöfalda afköstin í honum. Byggja fjögur ný hlið með landgöngubrúm á annarri hæð. Erum svo að undirbúa tengingu til austurs með nýjum landamærum á þriðju hæð,“ segir Guðmundur Daði. Nú þegar heimurinn sé að opnast á ný ríki mikil samkeppni um farþega. Vegna stöðunnar hér hafi þegar dregið úr sætaframboði flugfélaga hingað á næsta ári og þeim fækkað. Framtíðaráætlanir um enn frekari stækkun flugstöðvarinnar gætu dregist ef ekki takist að koma farþegafjöldanum sem fyrst upp í þær rúmu sjö milljónir sem hann hafi verið árið 2019. „Masterplanið eða þróunaráætlunin okkar gerir ráð fyrir því að hér verði 13,8 milljónir farþega árið 2040. Við erum að áfangaskipta framkvæmdunum í áttina að því markmiði,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18