Rafmagn komið á og upptök brunalyktar fundin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2021 19:23 Allar líkur eru á að brunalyktin hafi komið frá gamalli dísilrafstöð Landsbankans. vísir/viktor Rafmagn er komið aftur á í Vesturbænum og víðast hvar í miðbæ Reykjavíkur. Slökkviliðið telur að mikil brunalykt sem lagði yfir nokkuð stórt svæði við Pósthússtræti hafi komið frá gamalli varaaflsstöð sem fór í gang þegar rafmagnið sló út. „Við höldum að þessi lykt hafi komið frá dísilrafstöð, sem er í porti í Hafnarstrætinu, og er hugsuð sem varaaflsstöð fyrir Landsbankann,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við fréttastofu. „Þetta er svona öryggisbúnaður, sem er hjá mörgum svona fyrirtækjum og við erum til dæmis með hérna hjá okkur líka, og eru oft kallaðir ufsar. Þeir eru hugsaðir sem öryggisventill svo að allt tölvukerfið hrynji ekki þegar rafmagnið slær út.“ Dísilrafstöðin í Hafnarstrætinu sé gömul og hafi líklega ekki farið í gang svo árum skipti. „Svo þegar hún hrekkur allt í einu í gang þegar það slær út þá hefur komið svona reykjarlykt frá henni.“ Enn rafmagnslaust á litlu svæði Enn er rafmagnslaust í kring um Tryggvagötu, Mýrargötu og Geirsgötu en samkvæmt Veitum verður það svæði vonandi aftur komið með rafmagn fyrir klukkan 20 í kvöld. Rafmagnið fór af rétt fyrir klukkan 18 vegna háspennubilunar í aðspennustöð á Barónsstíg. Uppfært 8.10.2021 Landsbankinn sendi áréttingu um að varaaflstöðvar bankans sem fjallað er um í fréttinni séu ræstar og prófaðar einu sinni í mánuði. Vélarnar séu í góðu ásigkomulagi og hafi ávallt virkað vel þegar á hefur reynt. Reykjavík Orkumál Slökkvilið Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Við höldum að þessi lykt hafi komið frá dísilrafstöð, sem er í porti í Hafnarstrætinu, og er hugsuð sem varaaflsstöð fyrir Landsbankann,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við fréttastofu. „Þetta er svona öryggisbúnaður, sem er hjá mörgum svona fyrirtækjum og við erum til dæmis með hérna hjá okkur líka, og eru oft kallaðir ufsar. Þeir eru hugsaðir sem öryggisventill svo að allt tölvukerfið hrynji ekki þegar rafmagnið slær út.“ Dísilrafstöðin í Hafnarstrætinu sé gömul og hafi líklega ekki farið í gang svo árum skipti. „Svo þegar hún hrekkur allt í einu í gang þegar það slær út þá hefur komið svona reykjarlykt frá henni.“ Enn rafmagnslaust á litlu svæði Enn er rafmagnslaust í kring um Tryggvagötu, Mýrargötu og Geirsgötu en samkvæmt Veitum verður það svæði vonandi aftur komið með rafmagn fyrir klukkan 20 í kvöld. Rafmagnið fór af rétt fyrir klukkan 18 vegna háspennubilunar í aðspennustöð á Barónsstíg. Uppfært 8.10.2021 Landsbankinn sendi áréttingu um að varaaflstöðvar bankans sem fjallað er um í fréttinni séu ræstar og prófaðar einu sinni í mánuði. Vélarnar séu í góðu ásigkomulagi og hafi ávallt virkað vel þegar á hefur reynt.
Reykjavík Orkumál Slökkvilið Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira