„Konur sem eiga ekki í nein hús að venda“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2021 10:30 Hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir segir að konur í fíknivanda þurfi mikla aðstoð og stuðning á meðgöngu, í fæðingu og eftir að barnið kemur í heiminn. Vísir/Vilhelm „Ég áttaði mig ekki á því að þetta vandamál væri yfir höfuð á Íslandi, að konur gætu verið í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu á meðgöngu,“ segir hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir. Í dag er hún forstöðukona Urðarbrunns, sem er úrræði fyrir konur í þessari stöðu, ásamt því að vera í teyminu sem sinnir þessum hóp á Landspítalanum. „Við erum fjórar í þessu teymi inni á Landspítala í áhættumæðravernd,“ útskýrir Elísabet. „Við höfum séð að neyslan er orðin harðari. Við erum að díla við erfiðari félagslegri vanda og erfiðari neyslu.“ Elísabet ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar. Hún vann fyrst með konum í fíknivanda þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku og var hluti af teyminu sem var þeim innan handar á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu árin í lífi barnsins. Hún vonar að einn daginn verði boðið upp á slíka fjölskyldugöngudeild fyrir þennan hóp hér á landi. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Elísabet segir að þungaðar konur í fíknivanda séu týndur hópur sem samfélagið virðist ekki hafa nægan áhuga á að hjálpa eða veita aðstoð. Staðreyndin er átakanleg, þessar konur verða fyrir fordómum vegna veikinda sinna og lítil börn þeirra finna fyrir afleiðingum þess. „Konur sem eiga ekki í nein hús að venda. Þær eru í þeirri stöðu að þær eru fara að eignast barn en þær búa á götunni. Þetta er ógeðslega sorglegt, því þarna eigum við að grípa þær,“ segir Elísabet. „Ég get fullyrt að ef þessar konur hafa athvarf þar sem er tekið á móti þeim, þær fá heimili og öruggt skjól, góðan mat, þjálfun, kennslu og stuðning í að halda sér edrú, þá eru miklu fleiri konur og miklu fleiri börn sem að koma miklu betur út sem manneskjur í framtíðinni.“ Elísabet Ósk Vigfúsdóttir stofnaði í frítíma sínum úrræði fyrir konur í barneignum sem eru í fíknivanda. Vísir/Vilhelm Hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að koma af stað þessu úrræði fyrir þennan hóp og líkir því við að vera í völundarhúsi. Húin hefur tekið íbúð á leigu og gert allt klárt og er komin með öll tilskilin leyfi en nú vantar fjármagn til þess að opna Urðarbrunn fyrir konur í fíknivanda sem eiga von á barni eða eru nýbúnar að eignast barn. „Svona úrræði kostar tíu milljónir á mánuði,“ segir Elísabet, sem gerir ráð fyrir því að geta haft þrjár konur í einu í úrræðinu til að byrja með. Hún telur að tíu til tuttugu konur á ári myndu nýta sér þessa sértæku þjónustu, með starfsfólk á vakt í húsinu allan sólarhringinn. „Þetta er ekki kostnaður, þetta er fjárfesting. Þetta er fjárfesting í einstaklingum. Ef við getum hjálpað og gert þessi litlu börn að einstaklingum framtíðarinnar þá erum við að ná langt.“ Elísabet segir að hún sé ákveðin að gefast ekki upp þó að hún komi að mörgum lokuðum dyrum varðandi fjármögnun. „Ég ætla að reyna allt hvað ég get.“ Hægt er að kynna sér verkefnið á síðunni Urðarbrunnur. Kviknar Kvenheilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Í dag er hún forstöðukona Urðarbrunns, sem er úrræði fyrir konur í þessari stöðu, ásamt því að vera í teyminu sem sinnir þessum hóp á Landspítalanum. „Við erum fjórar í þessu teymi inni á Landspítala í áhættumæðravernd,“ útskýrir Elísabet. „Við höfum séð að neyslan er orðin harðari. Við erum að díla við erfiðari félagslegri vanda og erfiðari neyslu.“ Elísabet ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar. Hún vann fyrst með konum í fíknivanda þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku og var hluti af teyminu sem var þeim innan handar á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu árin í lífi barnsins. Hún vonar að einn daginn verði boðið upp á slíka fjölskyldugöngudeild fyrir þennan hóp hér á landi. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Elísabet segir að þungaðar konur í fíknivanda séu týndur hópur sem samfélagið virðist ekki hafa nægan áhuga á að hjálpa eða veita aðstoð. Staðreyndin er átakanleg, þessar konur verða fyrir fordómum vegna veikinda sinna og lítil börn þeirra finna fyrir afleiðingum þess. „Konur sem eiga ekki í nein hús að venda. Þær eru í þeirri stöðu að þær eru fara að eignast barn en þær búa á götunni. Þetta er ógeðslega sorglegt, því þarna eigum við að grípa þær,“ segir Elísabet. „Ég get fullyrt að ef þessar konur hafa athvarf þar sem er tekið á móti þeim, þær fá heimili og öruggt skjól, góðan mat, þjálfun, kennslu og stuðning í að halda sér edrú, þá eru miklu fleiri konur og miklu fleiri börn sem að koma miklu betur út sem manneskjur í framtíðinni.“ Elísabet Ósk Vigfúsdóttir stofnaði í frítíma sínum úrræði fyrir konur í barneignum sem eru í fíknivanda. Vísir/Vilhelm Hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að koma af stað þessu úrræði fyrir þennan hóp og líkir því við að vera í völundarhúsi. Húin hefur tekið íbúð á leigu og gert allt klárt og er komin með öll tilskilin leyfi en nú vantar fjármagn til þess að opna Urðarbrunn fyrir konur í fíknivanda sem eiga von á barni eða eru nýbúnar að eignast barn. „Svona úrræði kostar tíu milljónir á mánuði,“ segir Elísabet, sem gerir ráð fyrir því að geta haft þrjár konur í einu í úrræðinu til að byrja með. Hún telur að tíu til tuttugu konur á ári myndu nýta sér þessa sértæku þjónustu, með starfsfólk á vakt í húsinu allan sólarhringinn. „Þetta er ekki kostnaður, þetta er fjárfesting. Þetta er fjárfesting í einstaklingum. Ef við getum hjálpað og gert þessi litlu börn að einstaklingum framtíðarinnar þá erum við að ná langt.“ Elísabet segir að hún sé ákveðin að gefast ekki upp þó að hún komi að mörgum lokuðum dyrum varðandi fjármögnun. „Ég ætla að reyna allt hvað ég get.“ Hægt er að kynna sér verkefnið á síðunni Urðarbrunnur.
Kviknar Kvenheilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning