Lukkudýr Seahawks er haukurinn Taima. Fyrir alla heimaleiki flýgur hann út með liðinu og hefur gert síðan 2006.
Í leiknum gegn Rams í gær flaug Taima upp í stúku og settist á höfuð stuðningsmanns liðsins. Allt virtist í góðu lagi þar til Taima byrjaði að klóra stuðningsmanninn eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Meanwhile in Seattle
— NFL (@NFL) October 8, 2021
: #LARvsSEA on NFLN/FOX/PRIME VIDEO
: NFL App pic.twitter.com/6IT5mqKnfE
Stuðningsmanninum var skiljanlega brugðið en varð sem betur fer ekki meint af eftir þessi viðskipti við haukinn.
Stuðningusmaðurinn fékk ekki sigur í sárabót frá Seahawks því liðið tapaði leiknum í gær, 26-17. Ekki nóg með það heldur meiddist leikstjórnandinn Russell Wilson í leiknum.