Ertu til? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 9. október 2021 09:00 Allt of oft þarf því miður alvarleg veikindi til að minna okkur á hvað skiptir máli í lífinu. Þó árangur í baráttunni við krabbamein sé stöðugt að batna eru krabbamein samt sem áður orsök flestra ótímabærra dauðsfalla hér á landi eða um 300 talsins og að meðaltali deyja rúmlega 600 manns á hverju ári úr krabbameinum. Þetta eru allt of margir. Alvarleg veikindi fá flesta til að staldra við, líta yfir farinn veg og hugsa um ferðalagið framundan. Enn hef ég ekki hitt þann einstakling sem hefur komist að þeirri niðurstöðu í tengslum við alvarleg veikindi sín eða sinna nánustu að hafa viljað eyða meiri tíma í vinnunni. Langflestir meta stundirnar með ástvinum sínum mest og oft eru það hversdagslegu hlutirnir sem standa upp úr, ekki síður en heimsreisurnar eða meistaratitlarnir. Með einkunnarorðum Bleiku slaufunnar í ár verum til minnir Krabbameinsfélagið okkur á gildi þess að lifa lífinu, að vera til, í orðanna fyllstu merkingu og leyfa ekki lífinu að líða hugsunarlaust hjá. En það er ekki eina merkingin. Einkunnarorðin minna okkur líka á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á okkur að halda þegar við höfum möguleika á. Stuðningur fólksins í kring, bæði við þá sem veikjast og þá sem næstir þeim standa er ómetanlegur og getur fleytt fólki yfir margar hindranir. En við getum líka verið til staðar með því að leggja góðum málefnum lið. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá konum og fjáröflun fyrir Krabbameinsfélagið. Starfsemi félagsins er fjölbreytt. Við erum til staðar fyrir sjúklinga og aðstandendur með stuðning og ráðgjöf fagfólks og sjálfboðaliða sem getur sparað fólki sporin og létt lífið og við erum líka til fyrir æsku landsins til framtíðar í gegnum öflugt forvarnarstarf. Við hjá félaginu erum einnig til staðar fyrir vísindamenn í landinu, með öflugum Vísindasjóði sem hefur veitt 316 milljónum til 37 krabbameinsrannsókna. Starfsemin er rekin fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu sem í gegnum tíðina hafa sannarlega verið til í að styðja góðan málstað. Með kaupum á Bleiku slaufunni ert þú til fyrir konurnar í landinu. Fyrir þær 850 konur sem greinast með krabbamein á hverju ári og þær 9000 konur sem í dag eru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Verum til! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Allt of oft þarf því miður alvarleg veikindi til að minna okkur á hvað skiptir máli í lífinu. Þó árangur í baráttunni við krabbamein sé stöðugt að batna eru krabbamein samt sem áður orsök flestra ótímabærra dauðsfalla hér á landi eða um 300 talsins og að meðaltali deyja rúmlega 600 manns á hverju ári úr krabbameinum. Þetta eru allt of margir. Alvarleg veikindi fá flesta til að staldra við, líta yfir farinn veg og hugsa um ferðalagið framundan. Enn hef ég ekki hitt þann einstakling sem hefur komist að þeirri niðurstöðu í tengslum við alvarleg veikindi sín eða sinna nánustu að hafa viljað eyða meiri tíma í vinnunni. Langflestir meta stundirnar með ástvinum sínum mest og oft eru það hversdagslegu hlutirnir sem standa upp úr, ekki síður en heimsreisurnar eða meistaratitlarnir. Með einkunnarorðum Bleiku slaufunnar í ár verum til minnir Krabbameinsfélagið okkur á gildi þess að lifa lífinu, að vera til, í orðanna fyllstu merkingu og leyfa ekki lífinu að líða hugsunarlaust hjá. En það er ekki eina merkingin. Einkunnarorðin minna okkur líka á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á okkur að halda þegar við höfum möguleika á. Stuðningur fólksins í kring, bæði við þá sem veikjast og þá sem næstir þeim standa er ómetanlegur og getur fleytt fólki yfir margar hindranir. En við getum líka verið til staðar með því að leggja góðum málefnum lið. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá konum og fjáröflun fyrir Krabbameinsfélagið. Starfsemi félagsins er fjölbreytt. Við erum til staðar fyrir sjúklinga og aðstandendur með stuðning og ráðgjöf fagfólks og sjálfboðaliða sem getur sparað fólki sporin og létt lífið og við erum líka til fyrir æsku landsins til framtíðar í gegnum öflugt forvarnarstarf. Við hjá félaginu erum einnig til staðar fyrir vísindamenn í landinu, með öflugum Vísindasjóði sem hefur veitt 316 milljónum til 37 krabbameinsrannsókna. Starfsemin er rekin fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu sem í gegnum tíðina hafa sannarlega verið til í að styðja góðan málstað. Með kaupum á Bleiku slaufunni ert þú til fyrir konurnar í landinu. Fyrir þær 850 konur sem greinast með krabbamein á hverju ári og þær 9000 konur sem í dag eru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Verum til! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun