Enska götublaðið The Sun nafngreindi Bissouma fyrst allra blaða og fjölmiðla. Myndband hafði verið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem Bissouma sást leiddur út í handjárnum aðfaranótt miðvikudags.
Premier League star Yves Bissouma bailed after being arrested in bar https://t.co/hb2ZsHuDq5 pic.twitter.com/oumO0mGh8V
— The Sun (@TheSun) October 7, 2021
Hinn 25 ára gamli Bissouma eyddi sólahring í varðhaldi en var svo látinn laus gegn tryggingu og ku vera aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Hann var handtekinn ásamt öðrum karlmanni á fimmtugsaldri.
Fyrstu fréttir sem bárust af málinu sögðu að báðir menn væru grunaði um að hafa brotið á konu á skemmtistað í Brighton.
Rannsókn stendur yfir og mun koma í ljós á næstu dögum hver framvinda málsins verður.