Laporta vonaðist til að Messi mynda spila launalaust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 09:31 Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona eftir 21 árs dvöl hjá félaginu. Eric Alonso/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, vonaðist til þess að Lionel Messi myndi spila fyrir félagið launalaust í vetur. Allt kom fyrir ekki og Messi samdi við París Saint-Germain. Eftir 21 ár hjá Barcelona ákvað Lionel Messi að söðla um og halda til Parísar er samningur hans rann út. Laporta lifði í þeirri von um að Messi myndi spila launalaust fyrir félagið þar sem skuldastaða þess er einkar slæm og félagið gat ekki boðið Argentínumanninum nýjan samning vegna launaþaks deildarinnar. „Það kom tími þar sem báðir aðilar sáu að það væri ekki mögulegt. Það voru mikil vonbrigði fyrir báða aðila. Hann vildi vera áfram en það var líka mikil pressa vegna tilboðsins sem þeir fengu, “ sagði Laporta í útvarpsviðtali á dögunum. Messi í treyju PSG.Chloe Knott/Getty Images Messi fór á endanum til Parísar þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. „Ég vonaðist til að Messi myndi taka U-beygju og hann sagði að hann myndi spila launalaust fyrir okkur. Ég hefði ekki sett mig upp á móti því og það er minn skilningur að La Liga (spænska úrvalsdeildin) hefði leyft það en við getum ekki leyft leikmanni á borð við Messi að gera slíkt,“ sagði Laporta einnig í viðtalinu. Það stenst ekki alveg þær kröfur sem La Liga gerir en samkvæmt reglugerð deildarinnar hefði Messi ekki mátt spila frítt. Laporta sagði einnig að La Liga hefði verið tilbúið að leyfa Barcelona að halda Messi ef féagið myndi samþykkja samning við fjárfestingarsjóðinn CVC Capital Partners. Slíkur samningur hefði þýdd að spænska úrvalsdeildin myndi gefa frá sér hluta auglýsingatekna í fyrsta skipti í næstum 50 ár. Barcelona neitaði þeim samningi – ásamt Real Madríd og Athletic Bilbao – en Laporta segir félagið opið fyrir slíkum samning í framtíðinni. „Við þurfum ekki á meiri skuld að halda. Ég skil að félög í La Liga eigi erfitt uppdráttar. Við höfum ekki neitað slíkum samning alfarið en það þarf að breyta honum. Þeir eru að reyna endur skipuleggja samninginn.“ President, Joan Laporta Of FC Barcelona Press Conference BARCELONA, SPAIN - AUGUST 06: President of FC Barcelona Joan Laporta attends a press conference after the announcement that Lionel Messi will be leaving the club at Camp Nou on August 06, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images)Pedro Salado/Getty Images Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
Eftir 21 ár hjá Barcelona ákvað Lionel Messi að söðla um og halda til Parísar er samningur hans rann út. Laporta lifði í þeirri von um að Messi myndi spila launalaust fyrir félagið þar sem skuldastaða þess er einkar slæm og félagið gat ekki boðið Argentínumanninum nýjan samning vegna launaþaks deildarinnar. „Það kom tími þar sem báðir aðilar sáu að það væri ekki mögulegt. Það voru mikil vonbrigði fyrir báða aðila. Hann vildi vera áfram en það var líka mikil pressa vegna tilboðsins sem þeir fengu, “ sagði Laporta í útvarpsviðtali á dögunum. Messi í treyju PSG.Chloe Knott/Getty Images Messi fór á endanum til Parísar þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. „Ég vonaðist til að Messi myndi taka U-beygju og hann sagði að hann myndi spila launalaust fyrir okkur. Ég hefði ekki sett mig upp á móti því og það er minn skilningur að La Liga (spænska úrvalsdeildin) hefði leyft það en við getum ekki leyft leikmanni á borð við Messi að gera slíkt,“ sagði Laporta einnig í viðtalinu. Það stenst ekki alveg þær kröfur sem La Liga gerir en samkvæmt reglugerð deildarinnar hefði Messi ekki mátt spila frítt. Laporta sagði einnig að La Liga hefði verið tilbúið að leyfa Barcelona að halda Messi ef féagið myndi samþykkja samning við fjárfestingarsjóðinn CVC Capital Partners. Slíkur samningur hefði þýdd að spænska úrvalsdeildin myndi gefa frá sér hluta auglýsingatekna í fyrsta skipti í næstum 50 ár. Barcelona neitaði þeim samningi – ásamt Real Madríd og Athletic Bilbao – en Laporta segir félagið opið fyrir slíkum samning í framtíðinni. „Við þurfum ekki á meiri skuld að halda. Ég skil að félög í La Liga eigi erfitt uppdráttar. Við höfum ekki neitað slíkum samning alfarið en það þarf að breyta honum. Þeir eru að reyna endur skipuleggja samninginn.“ President, Joan Laporta Of FC Barcelona Press Conference BARCELONA, SPAIN - AUGUST 06: President of FC Barcelona Joan Laporta attends a press conference after the announcement that Lionel Messi will be leaving the club at Camp Nou on August 06, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images)Pedro Salado/Getty Images
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira