Rýmingum ekki aflétt fyrr en búið er að verja svæðið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2021 19:15 Mikið tjón varð í skriðuföllunum í desember í fyrra. Vísir/Arnar Halldórsson Ekki er útilokað að rýmingar á Seyðisfirði muni standa þar til búið er að tryggja byggðina með fullnægjandi hætti. Þá verði íbúum á svæðum sem ekki er hægt að tryggja ekki heimilað að snúa aftur heim. Enn mælist hreyfing á hrygg á hlíðinni á Seyðisfirði milli skriðusársins sem myndaðist í desember í fyrra og Búðarár. Hryggurinn er talsvert sprunginn og talið er hugsanlegt að hann fari niður í smærri brotum en allur í einu. Unnið er að gerð nýs hættumats en það mun stýra ákvörðun sem verða teknar um framtíðarvarnir en fyrir liggur að hægt er að verja að minnsta kosti hluta svæðisins. „Það eru skilaboð sem mig léttir við að sjá,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Múlaþings. „En það eru svæði sem við höfum ekki heimilað að flytja inn á ný vegna þess að menn treysta sér ekki til þess að gefa það út að það sé hægt að verja þau. Og þá erum við að horfa til þess að þá er ekki hægt að heimila að fólk búi þar áfram,“ bætir hann við.Hann segir að frekari rýmingar á B og C svæðum séu vel hugsanlegar. „Það er mjög líklegt að það muni koma til rýminga á þessum svæðum, þar til hægt hefur verið að ráðast í framkvæmdir við varanlegar lausnir. Þá muni koma upp sú staða að það muni þurfa að rýma tímabundið, það er bara svo.“ Björn segir að fólk hafi tekið rýmingunum misvel, sem sé mjög skiljanlegt. „Ég skil það vel að fólk sé ekki sátt. En öryggi íbúanna er stóra málið og þess vegna er gripið til rýmingar. Ef það er einhver vafi þá rýmum við frekar en að segja „kannski er þetta í lagi“.“ Hann segir að hlutir muni skýrast eftir helgi og að haldinn verði íbúafundur um miðja viku. „Í ljósi þess sem gerðist á sínum tíma þá verðum við að sýna fyllstu aðgát og það er það sem við erum að gera.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Enn mælist hreyfing á hrygg á hlíðinni á Seyðisfirði milli skriðusársins sem myndaðist í desember í fyrra og Búðarár. Hryggurinn er talsvert sprunginn og talið er hugsanlegt að hann fari niður í smærri brotum en allur í einu. Unnið er að gerð nýs hættumats en það mun stýra ákvörðun sem verða teknar um framtíðarvarnir en fyrir liggur að hægt er að verja að minnsta kosti hluta svæðisins. „Það eru skilaboð sem mig léttir við að sjá,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Múlaþings. „En það eru svæði sem við höfum ekki heimilað að flytja inn á ný vegna þess að menn treysta sér ekki til þess að gefa það út að það sé hægt að verja þau. Og þá erum við að horfa til þess að þá er ekki hægt að heimila að fólk búi þar áfram,“ bætir hann við.Hann segir að frekari rýmingar á B og C svæðum séu vel hugsanlegar. „Það er mjög líklegt að það muni koma til rýminga á þessum svæðum, þar til hægt hefur verið að ráðast í framkvæmdir við varanlegar lausnir. Þá muni koma upp sú staða að það muni þurfa að rýma tímabundið, það er bara svo.“ Björn segir að fólk hafi tekið rýmingunum misvel, sem sé mjög skiljanlegt. „Ég skil það vel að fólk sé ekki sátt. En öryggi íbúanna er stóra málið og þess vegna er gripið til rýmingar. Ef það er einhver vafi þá rýmum við frekar en að segja „kannski er þetta í lagi“.“ Hann segir að hlutir muni skýrast eftir helgi og að haldinn verði íbúafundur um miðja viku. „Í ljósi þess sem gerðist á sínum tíma þá verðum við að sýna fyllstu aðgát og það er það sem við erum að gera.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira