Bíður enn eftir rétta kaupandanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2021 16:25 Árni Aðalbjarnarson bakari með nýbakaðar kringlur fyrir framan myndavegginn fræga í Gamla bakaríinu. Vísir/Sigurjón Enn hefur ekki tekist að selja Gamla bakaríið á Ísafirði, sem sett var á sölu fyrir rúmu ári. Bakaranum hefur þrátt fyrir það ekki tekist að slíta sig frá starfi sínu. Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 en hefur verið í eigu fjölskyldu Árna Aðalbjarnarsonar bakara síðan 1920, í heila öld. Hann hóf störf í bakaríinu við hlið foreldra sinna árið 1969 - og er raunar alls ekki hættur. Þegar fréttastofa hitti Árna á efri hæð myrkvaðs bakarísins var hann með ilmandi kringlur í ofninum, sem sendar eru til sölu í stórmörkuðum í bænum. Árni kveðst núorðið taka sér frí á sunnudögum en halda sér við efnið hina dagana. „Það gekk svolítið illa hjá mér í byrjun að sofa út, svo ég læddist út eina nóttina og hérna niður í bakarí og bakaði eitthvað smávegis svo hefur það undið upp á sig,“ segir Árni. Myndirnar á myndaveggnum fræga eru flestar af heldri borgurum Ísafjarðar, margar teknar eftir bíltúr með Árna á forláta Ford, árgerð 1930. Hátt í tvö hundruð manns hafi farið með honum á rúntinn. „Maður heldur náttúrulega soldið mikið upp á elsta fólkið en það eru allir mjög góðir vinir mínir og ég held upp á allt þetta fólk,“ segir Árni. Gamla bakaríið var sett á sölu í fyrrahaust.Vísir/Sigurjón Húsnæði bakarísins er til sölu eins og það leggur sig. Árni segir áhugasama kaupendur hafa haft samband en ekkert bitastætt sé þó í hendi. „Mér finnst alveg ómögulegt að hætta að baka hérna í Gamla bakaríinu svo ég bíð bara eftir þvi að það komi hérna ungur maður og kaupi bakaríið og haldi þessu áfram. Við vonum að Ísfirðingar fái gamla bakaríið sitt aftur.“ Og það er auðvitað ekki hægt að gera sér ferð í Gamla bakaríið án þess að bragða á ylvolgri kringlu, sem fréttamaður einmitt gerði. Horfa má á heimsókn fréttastofu í Gamla bakaríið í spilaranum hér fyrir ofan. Bakarí Ísafjarðarbær Matvælaframleiðsla Verslun Fasteignamarkaður Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 en hefur verið í eigu fjölskyldu Árna Aðalbjarnarsonar bakara síðan 1920, í heila öld. Hann hóf störf í bakaríinu við hlið foreldra sinna árið 1969 - og er raunar alls ekki hættur. Þegar fréttastofa hitti Árna á efri hæð myrkvaðs bakarísins var hann með ilmandi kringlur í ofninum, sem sendar eru til sölu í stórmörkuðum í bænum. Árni kveðst núorðið taka sér frí á sunnudögum en halda sér við efnið hina dagana. „Það gekk svolítið illa hjá mér í byrjun að sofa út, svo ég læddist út eina nóttina og hérna niður í bakarí og bakaði eitthvað smávegis svo hefur það undið upp á sig,“ segir Árni. Myndirnar á myndaveggnum fræga eru flestar af heldri borgurum Ísafjarðar, margar teknar eftir bíltúr með Árna á forláta Ford, árgerð 1930. Hátt í tvö hundruð manns hafi farið með honum á rúntinn. „Maður heldur náttúrulega soldið mikið upp á elsta fólkið en það eru allir mjög góðir vinir mínir og ég held upp á allt þetta fólk,“ segir Árni. Gamla bakaríið var sett á sölu í fyrrahaust.Vísir/Sigurjón Húsnæði bakarísins er til sölu eins og það leggur sig. Árni segir áhugasama kaupendur hafa haft samband en ekkert bitastætt sé þó í hendi. „Mér finnst alveg ómögulegt að hætta að baka hérna í Gamla bakaríinu svo ég bíð bara eftir þvi að það komi hérna ungur maður og kaupi bakaríið og haldi þessu áfram. Við vonum að Ísfirðingar fái gamla bakaríið sitt aftur.“ Og það er auðvitað ekki hægt að gera sér ferð í Gamla bakaríið án þess að bragða á ylvolgri kringlu, sem fréttamaður einmitt gerði. Horfa má á heimsókn fréttastofu í Gamla bakaríið í spilaranum hér fyrir ofan.
Bakarí Ísafjarðarbær Matvælaframleiðsla Verslun Fasteignamarkaður Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira