Þýski ökuþórinn Max Verstappen kom annar í mark en hann á í harðri baráttu við ríkjandi heimsmeistarann Lewis Hamilton um fyrsta sæti í heildarkeppni ökuþóra. Hamilton varð fimmti í mark í dag og missti Verstappen því upp fyrir sig í heildarkeppninni.
Það rigndi sem hellt væri úr fötu í Tyrklandi í dag og setti það sinn svip á keppnina.
Hamilton byrjaði ellefti í dag en náði að vinna sig upp í 5.sæti. Hann var hins vegar ekki sáttur með ákvarðanir sem teknar voru á þjónustusvæði Mercedes liðsins í dag.
"We shouldn't have come in man"
— Formula 1 (@F1) October 10, 2021
With laps running out and running P5, Lewis Hamilton wonders about the wisdom of pitting for a new set of inters #TurkishGP #F1 pic.twitter.com/60FezdEXw7
Verstappen sem fyrr segir á toppnum í keppni ökuþóra eftir sextán keppnir.
From a 2-point deficit to a 6-point lead @Max33Verstappen leads after 16 rounds! #TurkishGP #F1 pic.twitter.com/bcFJRshYdR
— Formula 1 (@F1) October 10, 2021