Raðnauðgari í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2021 16:21 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. september en ekki birtur á vef dómstólsins fyrr en í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem endurtekið hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Konan hafði komið á dvalarstað hans til að sækja föt á barn þeirra. Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir 15 ára aldri áður en hann sjálfur náði átján ára aldri. Þá hlaut hann þriggja og hálfs árs fangelsis dóm fyrir nauðgun í febrúar fyrir tveimur árum. Tvær milljónir í miskabætur Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á dvalarstað sínum í Reykjavík þann 15. október 2019 haft samræði og önnur kynferðismök við barnsmóður sína og fyrrum sambúðarkonu með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Var honum gefið að sök að hafa án hennar samþykkis stungið fingri í leggöng hennar, hent henni á rúm, girt niður um hana, rifið í hár hennar og haft við hana samræði þar til hann hafði sáðlát. Hlaut barnsmóðirin eymsli á hnakka og grunn sár á innri skapabörmum. Farið var fram á fjórar milljónir í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konunni tvær milljónir í miskabætur. Baðst afsökunar í skilaboðum Konan og karlmaðurinn voru sammála um atvik varðandi komu hennar á dvalarstað hans, að hann hefði sett fingur í leggöng hennar, girt niður um hana og haft við hana samræði. Karlmaðurinn neitaði að hafa hent henni á rúmið og togað í hár hennar. Sömuleiðis að hún hefði sagt honum að hætta eða ýtt honum frá sér. Framburður konunnar var metinn trúverðugur en hún sagðist hafa nokkrum sinnum beðið barnsföður sinn um að hætta, ýtt honum frá sér og minnt hann á að þau væru ekki lengur saman. Þá reyndist konan með eymsli á kynfærum og hársverði við skoðun á Neyðarmóttöku. Þá lá fyrir útprentun á skilaboðum sem karlmaðurinn sendi henni um þremur klukkustundum eftir að hún fór. Þar baðst hann afsökunar en sagðist fyrir dómi ekki muna hvers vegna. Taldi hann konuna hafa hótað sér að hann fengi ekki að sjá barn þeirra og því brugðist svo við. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi stutt þá skýringu hans. Langvarandi andleg vanlíðan Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að brotið var gróft, olli líkamlegum áverkum og langvarandi andlegri vanlíðan. Þá leit dómurinn til hinna nánu tengsla en þau höfðu nýverið slitið sambúð. Þannig hafi karlmaðurinn brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar sem hann kynntist þegar hún var á sautjánda ári. Dráttur á málinu var metinn ákærða til mildunar við ákvörðun refsingu. Ekki kom til greina að skilorðsbinda dóminn að nokkru leyti vegna fyrri brota mannsins. Dóm héraðsdóms má lesa hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir 15 ára aldri áður en hann sjálfur náði átján ára aldri. Þá hlaut hann þriggja og hálfs árs fangelsis dóm fyrir nauðgun í febrúar fyrir tveimur árum. Tvær milljónir í miskabætur Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á dvalarstað sínum í Reykjavík þann 15. október 2019 haft samræði og önnur kynferðismök við barnsmóður sína og fyrrum sambúðarkonu með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Var honum gefið að sök að hafa án hennar samþykkis stungið fingri í leggöng hennar, hent henni á rúm, girt niður um hana, rifið í hár hennar og haft við hana samræði þar til hann hafði sáðlát. Hlaut barnsmóðirin eymsli á hnakka og grunn sár á innri skapabörmum. Farið var fram á fjórar milljónir í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konunni tvær milljónir í miskabætur. Baðst afsökunar í skilaboðum Konan og karlmaðurinn voru sammála um atvik varðandi komu hennar á dvalarstað hans, að hann hefði sett fingur í leggöng hennar, girt niður um hana og haft við hana samræði. Karlmaðurinn neitaði að hafa hent henni á rúmið og togað í hár hennar. Sömuleiðis að hún hefði sagt honum að hætta eða ýtt honum frá sér. Framburður konunnar var metinn trúverðugur en hún sagðist hafa nokkrum sinnum beðið barnsföður sinn um að hætta, ýtt honum frá sér og minnt hann á að þau væru ekki lengur saman. Þá reyndist konan með eymsli á kynfærum og hársverði við skoðun á Neyðarmóttöku. Þá lá fyrir útprentun á skilaboðum sem karlmaðurinn sendi henni um þremur klukkustundum eftir að hún fór. Þar baðst hann afsökunar en sagðist fyrir dómi ekki muna hvers vegna. Taldi hann konuna hafa hótað sér að hann fengi ekki að sjá barn þeirra og því brugðist svo við. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi stutt þá skýringu hans. Langvarandi andleg vanlíðan Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að brotið var gróft, olli líkamlegum áverkum og langvarandi andlegri vanlíðan. Þá leit dómurinn til hinna nánu tengsla en þau höfðu nýverið slitið sambúð. Þannig hafi karlmaðurinn brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar sem hann kynntist þegar hún var á sautjánda ári. Dráttur á málinu var metinn ákærða til mildunar við ákvörðun refsingu. Ekki kom til greina að skilorðsbinda dóminn að nokkru leyti vegna fyrri brota mannsins. Dóm héraðsdóms má lesa hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira