Vilja öryggisúttekt á frágangi vegræsa eftir banaslys á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2021 19:34 Loftmynd af vettvangi. Örin sýnir hvar bifreiðin fór út af veginum. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að framkvæmd verði öryggisúttekt á frágangi vegræsa og að hönnun þeirra verði skoðuð með tilliti til umferðaröryggis vegfarenda. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Heydalsvegi á Vesturlandi í október á síðasta ári. Þar lést karlmaður eftir að bíll sem hann var í fór út af veginum rétt handan við vegræsi. Reyndi hann að aka bílnum aftur upp á veginn en tók ekki eftir vegræsinu. Endastakkst bíllinn ofan í hyl við ræsisopið. Tveir voru í bílnum og lést annar þeirra, karlmaður á sextugsaldri. Í skýrslunni kemur fram að bæði sá sem lést og hinn sem var í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis. Þar kemur einnig fram að þeir sem fyrst komu að slysinu hafi líklega komið á vettvang um hálftíma eftir að það gerðist. Sá sem lést sýndi engin lífsmörk en hinn var kaldur og hrakinn. Telja víst að alvarleiki slyssins hefði verið minni hefði bíllinn ekki fallið í ræsið Í skýrslunni segir að orsök slyssins megi rekja til þess að ökumaðurinn hafi verið ölvaður, hann hafi sennilega ekki séð vegræsið og því ekið ofan í ána. Tekið er fram að ræsið var bæði óvarið og ómerkt, og að erfitt sé að sjá það frá veginum. „Á slysstað var erfitt að sjá ræsið frá veginum, vegöxlinni eða vegfláanum. Í myrkri og slæmu skyggni var enn erfiðara að greina þetta ræsi. Ræsið var óvarið og ómerkt á slysstaðnum og töluverður hylur í ánni við veginn. Um tveggja metra fall var niður í ræsið og ána sem rennur um það. RNSA beinir því til Vegagerðarinnar að skoða hönnun á svona mannvirkjum eða gera öryggisúttekt á slíkum stöðum. Má teljast víst að ekki hefði orðið alvarlegt slys ef bifreiðin í máli þessu hefði ekki fallið niður í ræsið,“ segir í skýrslunni. Auk þess ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að þeir hafi neytt áfengis. Samgönguslys Umferðaröryggi Borgarbyggð Tengdar fréttir Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Heydalsvegi á Vesturlandi í október á síðasta ári. Þar lést karlmaður eftir að bíll sem hann var í fór út af veginum rétt handan við vegræsi. Reyndi hann að aka bílnum aftur upp á veginn en tók ekki eftir vegræsinu. Endastakkst bíllinn ofan í hyl við ræsisopið. Tveir voru í bílnum og lést annar þeirra, karlmaður á sextugsaldri. Í skýrslunni kemur fram að bæði sá sem lést og hinn sem var í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis. Þar kemur einnig fram að þeir sem fyrst komu að slysinu hafi líklega komið á vettvang um hálftíma eftir að það gerðist. Sá sem lést sýndi engin lífsmörk en hinn var kaldur og hrakinn. Telja víst að alvarleiki slyssins hefði verið minni hefði bíllinn ekki fallið í ræsið Í skýrslunni segir að orsök slyssins megi rekja til þess að ökumaðurinn hafi verið ölvaður, hann hafi sennilega ekki séð vegræsið og því ekið ofan í ána. Tekið er fram að ræsið var bæði óvarið og ómerkt, og að erfitt sé að sjá það frá veginum. „Á slysstað var erfitt að sjá ræsið frá veginum, vegöxlinni eða vegfláanum. Í myrkri og slæmu skyggni var enn erfiðara að greina þetta ræsi. Ræsið var óvarið og ómerkt á slysstaðnum og töluverður hylur í ánni við veginn. Um tveggja metra fall var niður í ræsið og ána sem rennur um það. RNSA beinir því til Vegagerðarinnar að skoða hönnun á svona mannvirkjum eða gera öryggisúttekt á slíkum stöðum. Má teljast víst að ekki hefði orðið alvarlegt slys ef bifreiðin í máli þessu hefði ekki fallið niður í ræsið,“ segir í skýrslunni. Auk þess ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að þeir hafi neytt áfengis.
Samgönguslys Umferðaröryggi Borgarbyggð Tengdar fréttir Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira
Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15