Beit sig til blóðs við tökur á einu þekktasta atriði Fóstbræðra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2021 22:48 Egill þurfti að setja myndavélina á upptöku og hreinlega hlaupa út úr herberginu þar sem Fóstbræðrasketsinn frægi var tekinn, og halda fyrir munninn. Svo fyndið þótti honum atriðið. Kvikmyndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson hefur starfað hjá Stöð 2 síðan stöðin fór í loftið árið 1986. Hann rifjaði upp eftirminnileg augnablik á ferlinum í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardaginn með Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni. Aðspurður hvað stæði upp úr á svo löngum ferli nefndi Egill meðal annars eldgosaferðir með Kristjáni Má, þegar gaus í Holuhrauni og jánkar því að mögulega hafi hann jafnvel verið örlítið hræddur í þeim ferðum. „Og svo náttúrulega Grímsvatnagosið. Svo þegar ég fór með Sunnu Karen [Sigurþórsdóttur] á Seyðisfjörð, í skriðurnar. Þegar skriðan kom og ég er þarna bara á sokkaleistunum og skyrtunni í hamfararigningu, að mynda á síma skriðuna koma niður. Það var rosalegt,“ sagði Egill. Egill hefur þó ekki eingöngu myndað fyrir fréttastofuna, heldur komið að gerð fjölmargra þátta á Stöð 2. Hann segir það mikið ævintýri að hafa tekið upp þættina Hvar er best að búa? með Lóu Pind Aldísardóttur, sem og Leitina að upprunanum með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Egill tók þá upp fyrstu þrjár þáttaraðirnar af hinum goðsagnakenndu grínþáttum Fóstbræðrum, og lýsir því meðal annars hvernig hann eyðilagði tvær tökur af einum þekktasta Fósbræðrasketsinum, sem margir þekkja í tengslum við frasann „Þú ert drekinn.“ Honum hafi einfaldlega þótt atriðið svo fyndið að hann réði ekki við sig „Ég var búinn að bíta mig í tunguna, til blóðs og allt. Mig minnir að þetta hafi verið á endanum þannig að ég þurfti að setja myndavélina á upptöku, fara út fyrir og bara, þú veist,“ sagði Egill áður en hann setti höndina fyrir munninn á sér. Grín og gaman Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Aðspurður hvað stæði upp úr á svo löngum ferli nefndi Egill meðal annars eldgosaferðir með Kristjáni Má, þegar gaus í Holuhrauni og jánkar því að mögulega hafi hann jafnvel verið örlítið hræddur í þeim ferðum. „Og svo náttúrulega Grímsvatnagosið. Svo þegar ég fór með Sunnu Karen [Sigurþórsdóttur] á Seyðisfjörð, í skriðurnar. Þegar skriðan kom og ég er þarna bara á sokkaleistunum og skyrtunni í hamfararigningu, að mynda á síma skriðuna koma niður. Það var rosalegt,“ sagði Egill. Egill hefur þó ekki eingöngu myndað fyrir fréttastofuna, heldur komið að gerð fjölmargra þátta á Stöð 2. Hann segir það mikið ævintýri að hafa tekið upp þættina Hvar er best að búa? með Lóu Pind Aldísardóttur, sem og Leitina að upprunanum með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Egill tók þá upp fyrstu þrjár þáttaraðirnar af hinum goðsagnakenndu grínþáttum Fóstbræðrum, og lýsir því meðal annars hvernig hann eyðilagði tvær tökur af einum þekktasta Fósbræðrasketsinum, sem margir þekkja í tengslum við frasann „Þú ert drekinn.“ Honum hafi einfaldlega þótt atriðið svo fyndið að hann réði ekki við sig „Ég var búinn að bíta mig í tunguna, til blóðs og allt. Mig minnir að þetta hafi verið á endanum þannig að ég þurfti að setja myndavélina á upptöku, fara út fyrir og bara, þú veist,“ sagði Egill áður en hann setti höndina fyrir munninn á sér.
Grín og gaman Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira