Taki tvö ár að vinda ofan af vandanum Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2021 19:00 Frá framkvæmdum á Hlíðarenda. Vísir/Vilhelm Forstjóri eins stærsta verktakafyrirtækis landsins segir húsnæðisskortinn í Reykjavík hafa verið fyrirséðan í langan tíma og telur að það muni taka allt að tvö ár að vinda ofan af vandanum. Fyrir fimm árum bauðst hann til að reisa þúsund íbúðir til að mæta þessum vanda, en það mætti daufum eyrum borgaryfirvalda. Húsnæðisskortur í Reykjavík hefur verið talsvert til umfjöllunar undanfarið en forstjóri ÞG Verks segir skortinn hafa verið fyrirséðan. Árið 2016 bauðst fyrirtækið til að reisa 1000 íbúðir í tengslum við verkefni í Bryggjuhverfinu. „Það verkefni var skoðað en lognaðist út af. Það var ekki áhugi af hálfu borgarinnar til að vinna með okkur í því,“ segir Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verks. Þorvaldur segir að hefja hefði þurft byggingu mun fleiri íbúða fyrir allt að fjórum árum. „Það má kannski segja að það sé ekki lóðaskortur í dag en hann var það á þeim tíma sem hefði þurft að fara af stað,“ segir Þorvaldur. Í dag er ÞG Verk með 600 íbúðir í byggingu en mikið af því er á þéttingareitum í tengslum við fyrirhugaða borgarlínu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks.Vísir/Arnar „Að mínu viti hefði mátt leggja áherslu á aðra reiti samhliða fyrir fjórum árum síðar. Þá mögulega værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í dag.“ Talsverður tími getur liðið frá því byggingaráform liggja fyrir og þar til íbúðir eru tilbúnir. Því gæti tekið einhvern tíma að vinda ofan af þeirri stöðu sem eru uppi í dag. „Hversu langan tíma mun taka að koma jafnvægi á markaðinn? Ég myndi segja svona tvö ár.“ Borgarstjóri sagði á dögunum að hik bankanna við að veita lán til íbúðaframkvæmda væri að hluta húsnæðisskortinum að kenna. Þorvaldur segir bankanna hafa verið misduglega síðustu ár að lána til íbúðaframkvæmda. „En eins og staðan er í dag get ég ekki sé að það sé eitt einasta hik á þeim bænum.“ Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fyrir fimm árum bauðst hann til að reisa þúsund íbúðir til að mæta þessum vanda, en það mætti daufum eyrum borgaryfirvalda. Húsnæðisskortur í Reykjavík hefur verið talsvert til umfjöllunar undanfarið en forstjóri ÞG Verks segir skortinn hafa verið fyrirséðan. Árið 2016 bauðst fyrirtækið til að reisa 1000 íbúðir í tengslum við verkefni í Bryggjuhverfinu. „Það verkefni var skoðað en lognaðist út af. Það var ekki áhugi af hálfu borgarinnar til að vinna með okkur í því,“ segir Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verks. Þorvaldur segir að hefja hefði þurft byggingu mun fleiri íbúða fyrir allt að fjórum árum. „Það má kannski segja að það sé ekki lóðaskortur í dag en hann var það á þeim tíma sem hefði þurft að fara af stað,“ segir Þorvaldur. Í dag er ÞG Verk með 600 íbúðir í byggingu en mikið af því er á þéttingareitum í tengslum við fyrirhugaða borgarlínu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks.Vísir/Arnar „Að mínu viti hefði mátt leggja áherslu á aðra reiti samhliða fyrir fjórum árum síðar. Þá mögulega værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í dag.“ Talsverður tími getur liðið frá því byggingaráform liggja fyrir og þar til íbúðir eru tilbúnir. Því gæti tekið einhvern tíma að vinda ofan af þeirri stöðu sem eru uppi í dag. „Hversu langan tíma mun taka að koma jafnvægi á markaðinn? Ég myndi segja svona tvö ár.“ Borgarstjóri sagði á dögunum að hik bankanna við að veita lán til íbúðaframkvæmda væri að hluta húsnæðisskortinum að kenna. Þorvaldur segir bankanna hafa verið misduglega síðustu ár að lána til íbúðaframkvæmda. „En eins og staðan er í dag get ég ekki sé að það sé eitt einasta hik á þeim bænum.“
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira