„Óneitanlega svolítið sérstakt að byrja gegn Real Madrid“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 11:31 Ásmundur stekkur beint út í djúpu laugina gegn Real Madrid í kvöld. vísir/vilhelm Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, viðurkennir að það sé nokkuð sérstakt að stýra liðinu í fyrsta sinn gegn stórliði Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Í 1. umferð riðlakeppninnar vann Real Madrid Kharkiv frá Úkraínu með einu marki gegn engu á meðan Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Paris Saint-Germain. Það var síðasti leikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Blika. Við starfi hans tók Ásmundur og hann stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í kvöld. „Það er óneitanlega svolítið sérstakt. Það er að mörgu að huga svona í byrjun og ýmislegt til að komast inn í en jafnframt gríðarlega spennandi. Ég hef fylgst með þessum stelpum undanfarið og þetta er geggjaður hópur. Það er virkilega gaman að koma inn í þetta, bæði inn í leikmannahópinn og Breiðablik sem félag. Þetta leggst vel í mig og er gríðarlega spennandi verkefni,“ sagði Ásmundur á blaðamannafundi í gær. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.vísir/vilhelm Hann býst ekki við að gera stórtækar breytingar á liði Breiðabliks frá leiknum gegn PSG fyrir viku. „Það er í raun enginn tími til að gera miklar breytingar. Fyrst og fremst verðum við að byggja á því sem hefur gengið vel undanfarið og frammistöðu síðasta leiks. Það er kannski smáatriði sem við getum tínt til og farið yfir en aðalatriðið er að safna kröftum og að allir séu tilbúnir á leikdegi,“ sagði Ásmundur. Real Madrid hefur farið illa af stað í spænsku úrvalsdeildinni, aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum þar og einungis skorað þrjú mörk. Ásmundur ítrekaði þó að Madrídarliðið væri gríðarlega sterkt. „Við höfum skoðað þær ágætlega og leikurinn leggst rosalega vel í okkur. Við vitum að þetta verður erfitt verkefni. Við erum að fara að spila við gott lið. Þær eru tæknilega góðar, mjög hreyfanlegar og þótt úrslitin í deildinni hafi ekki verið upp á það besta undanfarið virðast þær vera að finna taktinn. Við eigum von á erfiðum leik en hann leggst rosalega vel í okkur og við erum mjög spennt,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir verður væntanlega klár í leikinn í kvöld.vísir/Hulda Margrét Hann steig varlega til jarðar er hann var spurður hvort markmið Breiðabliks hefðu eitthvað breyst eftir frammistöðuna góðu gegn PSG. „Markmiðið er fyrst og síðast að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta leik og ná alvöru frammistöðu á morgun. Eftir þann leik skýrist þá betur hvar við stöndum upp á að setja sér markmið fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir gat ekki leikið gegn PSG vegna meiðsla en Ásmundur er bjartsýnn á að geta teflt henni fram í kvöld. Allir aðrir leikmenn Breiðabliks eru klárir í bátana. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Í 1. umferð riðlakeppninnar vann Real Madrid Kharkiv frá Úkraínu með einu marki gegn engu á meðan Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Paris Saint-Germain. Það var síðasti leikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Blika. Við starfi hans tók Ásmundur og hann stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í kvöld. „Það er óneitanlega svolítið sérstakt. Það er að mörgu að huga svona í byrjun og ýmislegt til að komast inn í en jafnframt gríðarlega spennandi. Ég hef fylgst með þessum stelpum undanfarið og þetta er geggjaður hópur. Það er virkilega gaman að koma inn í þetta, bæði inn í leikmannahópinn og Breiðablik sem félag. Þetta leggst vel í mig og er gríðarlega spennandi verkefni,“ sagði Ásmundur á blaðamannafundi í gær. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.vísir/vilhelm Hann býst ekki við að gera stórtækar breytingar á liði Breiðabliks frá leiknum gegn PSG fyrir viku. „Það er í raun enginn tími til að gera miklar breytingar. Fyrst og fremst verðum við að byggja á því sem hefur gengið vel undanfarið og frammistöðu síðasta leiks. Það er kannski smáatriði sem við getum tínt til og farið yfir en aðalatriðið er að safna kröftum og að allir séu tilbúnir á leikdegi,“ sagði Ásmundur. Real Madrid hefur farið illa af stað í spænsku úrvalsdeildinni, aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum þar og einungis skorað þrjú mörk. Ásmundur ítrekaði þó að Madrídarliðið væri gríðarlega sterkt. „Við höfum skoðað þær ágætlega og leikurinn leggst rosalega vel í okkur. Við vitum að þetta verður erfitt verkefni. Við erum að fara að spila við gott lið. Þær eru tæknilega góðar, mjög hreyfanlegar og þótt úrslitin í deildinni hafi ekki verið upp á það besta undanfarið virðast þær vera að finna taktinn. Við eigum von á erfiðum leik en hann leggst rosalega vel í okkur og við erum mjög spennt,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir verður væntanlega klár í leikinn í kvöld.vísir/Hulda Margrét Hann steig varlega til jarðar er hann var spurður hvort markmið Breiðabliks hefðu eitthvað breyst eftir frammistöðuna góðu gegn PSG. „Markmiðið er fyrst og síðast að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta leik og ná alvöru frammistöðu á morgun. Eftir þann leik skýrist þá betur hvar við stöndum upp á að setja sér markmið fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir gat ekki leikið gegn PSG vegna meiðsla en Ásmundur er bjartsýnn á að geta teflt henni fram í kvöld. Allir aðrir leikmenn Breiðabliks eru klárir í bátana. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira