„Óneitanlega svolítið sérstakt að byrja gegn Real Madrid“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 11:31 Ásmundur stekkur beint út í djúpu laugina gegn Real Madrid í kvöld. vísir/vilhelm Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, viðurkennir að það sé nokkuð sérstakt að stýra liðinu í fyrsta sinn gegn stórliði Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Í 1. umferð riðlakeppninnar vann Real Madrid Kharkiv frá Úkraínu með einu marki gegn engu á meðan Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Paris Saint-Germain. Það var síðasti leikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Blika. Við starfi hans tók Ásmundur og hann stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í kvöld. „Það er óneitanlega svolítið sérstakt. Það er að mörgu að huga svona í byrjun og ýmislegt til að komast inn í en jafnframt gríðarlega spennandi. Ég hef fylgst með þessum stelpum undanfarið og þetta er geggjaður hópur. Það er virkilega gaman að koma inn í þetta, bæði inn í leikmannahópinn og Breiðablik sem félag. Þetta leggst vel í mig og er gríðarlega spennandi verkefni,“ sagði Ásmundur á blaðamannafundi í gær. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.vísir/vilhelm Hann býst ekki við að gera stórtækar breytingar á liði Breiðabliks frá leiknum gegn PSG fyrir viku. „Það er í raun enginn tími til að gera miklar breytingar. Fyrst og fremst verðum við að byggja á því sem hefur gengið vel undanfarið og frammistöðu síðasta leiks. Það er kannski smáatriði sem við getum tínt til og farið yfir en aðalatriðið er að safna kröftum og að allir séu tilbúnir á leikdegi,“ sagði Ásmundur. Real Madrid hefur farið illa af stað í spænsku úrvalsdeildinni, aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum þar og einungis skorað þrjú mörk. Ásmundur ítrekaði þó að Madrídarliðið væri gríðarlega sterkt. „Við höfum skoðað þær ágætlega og leikurinn leggst rosalega vel í okkur. Við vitum að þetta verður erfitt verkefni. Við erum að fara að spila við gott lið. Þær eru tæknilega góðar, mjög hreyfanlegar og þótt úrslitin í deildinni hafi ekki verið upp á það besta undanfarið virðast þær vera að finna taktinn. Við eigum von á erfiðum leik en hann leggst rosalega vel í okkur og við erum mjög spennt,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir verður væntanlega klár í leikinn í kvöld.vísir/Hulda Margrét Hann steig varlega til jarðar er hann var spurður hvort markmið Breiðabliks hefðu eitthvað breyst eftir frammistöðuna góðu gegn PSG. „Markmiðið er fyrst og síðast að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta leik og ná alvöru frammistöðu á morgun. Eftir þann leik skýrist þá betur hvar við stöndum upp á að setja sér markmið fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir gat ekki leikið gegn PSG vegna meiðsla en Ásmundur er bjartsýnn á að geta teflt henni fram í kvöld. Allir aðrir leikmenn Breiðabliks eru klárir í bátana. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira
Í 1. umferð riðlakeppninnar vann Real Madrid Kharkiv frá Úkraínu með einu marki gegn engu á meðan Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Paris Saint-Germain. Það var síðasti leikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Blika. Við starfi hans tók Ásmundur og hann stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í kvöld. „Það er óneitanlega svolítið sérstakt. Það er að mörgu að huga svona í byrjun og ýmislegt til að komast inn í en jafnframt gríðarlega spennandi. Ég hef fylgst með þessum stelpum undanfarið og þetta er geggjaður hópur. Það er virkilega gaman að koma inn í þetta, bæði inn í leikmannahópinn og Breiðablik sem félag. Þetta leggst vel í mig og er gríðarlega spennandi verkefni,“ sagði Ásmundur á blaðamannafundi í gær. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.vísir/vilhelm Hann býst ekki við að gera stórtækar breytingar á liði Breiðabliks frá leiknum gegn PSG fyrir viku. „Það er í raun enginn tími til að gera miklar breytingar. Fyrst og fremst verðum við að byggja á því sem hefur gengið vel undanfarið og frammistöðu síðasta leiks. Það er kannski smáatriði sem við getum tínt til og farið yfir en aðalatriðið er að safna kröftum og að allir séu tilbúnir á leikdegi,“ sagði Ásmundur. Real Madrid hefur farið illa af stað í spænsku úrvalsdeildinni, aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum þar og einungis skorað þrjú mörk. Ásmundur ítrekaði þó að Madrídarliðið væri gríðarlega sterkt. „Við höfum skoðað þær ágætlega og leikurinn leggst rosalega vel í okkur. Við vitum að þetta verður erfitt verkefni. Við erum að fara að spila við gott lið. Þær eru tæknilega góðar, mjög hreyfanlegar og þótt úrslitin í deildinni hafi ekki verið upp á það besta undanfarið virðast þær vera að finna taktinn. Við eigum von á erfiðum leik en hann leggst rosalega vel í okkur og við erum mjög spennt,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir verður væntanlega klár í leikinn í kvöld.vísir/Hulda Margrét Hann steig varlega til jarðar er hann var spurður hvort markmið Breiðabliks hefðu eitthvað breyst eftir frammistöðuna góðu gegn PSG. „Markmiðið er fyrst og síðast að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta leik og ná alvöru frammistöðu á morgun. Eftir þann leik skýrist þá betur hvar við stöndum upp á að setja sér markmið fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir gat ekki leikið gegn PSG vegna meiðsla en Ásmundur er bjartsýnn á að geta teflt henni fram í kvöld. Allir aðrir leikmenn Breiðabliks eru klárir í bátana. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira