Frumtak fjárfestir í Ankeri fyrir 300 milljónir Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. október 2021 10:44 Mynd fv., stjórnendur Ankeri: Óskar Sigþórsson, Leifur Kristjánsson, Kristinn Aspelund, Nanna Einarsdottir og Helgi Benediktsson Vísir/Aðsend Fyrirtækið Ankeri, sem þróar hugbúnaðarlausnir fyrir skipaiðnaðinn, tilkynnti í dag 300 milljón króna fjármögnun frá Frumtaki. Fjármagnið mun nýtast félaginu við áframhaldandi þróun hugbúnaðarins og uppbyggingu sölustarfs á alþjóðlegum mörkuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér. Þar kemur fram að Ankeri hefur þegar haslað sér völl á þessum markaði og er þýski skiparisinn Hapag-Lloyd á meðal viðskiptavina þess. Hugbúnaðarlausn Ankeri gerir viðskiptavinum sínum kleift að nálgast mikilvægar rekstrarupplýsingar á auðveldan hátt með það að leiðarljósi að taka hagkvæmar og sjálfbærar ákvarðanir varðandi rekstur skiptaflutninga. Félagið hefur þróað skýjalausn sem tvinnar saman hagsmuni eigenda og leigjenda skipa með bættri upplýsingagjöf, betri orkunýtingu og minni útblæstri skipaflotans. Þannig leggur Ankeri sitt af mörkum í grænni þróun og orkuskiptum heimsflotans. Félagið var stofnað árið 2016 af Kristni Aspelund og Leifi Kristjánssyni sem hvor um sig hafa yfir fimmtán ára reynslu í skipaiðnaðinum. Félagið hefur áður verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og meðal hluthafa eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hermann Kristjánsson. Hlutafjáraukningin verður nýtt til að tvö- til þrefalda starfsmannafjölda í vöruþróun og sölustarfi á næstu tólf mánuðum. Reiknað er með að tekjur félagsins tífaldist á næstu tveimur árum. Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeris: „Það eru mjög áhugaverð tækifæri í skipaiðnaðinum. Hingað til hefur stafræn þróun og sjálfvirknivæðing þar verið eftirbátur annarra greina. Eftirspurn eftir lausnum sem veita auðvelt aðgengi að nauðsynlegum gögnum til ákvarðanatöku er mikil. Í dag er algengt að gögn séu slegin inn handvirkt og upplýsingar vistaðar víða og oft í vanþróuðum kerfum. Sífellt aukin áhersla á umhverfismál og fyrirsjáanleg aukning á regluverki samhliða því felur líka í sér tækifæri fyrir okkur. Um 90% af öllum vörum eru á einhverjum tímapunkti fluttar með einhverju af 50.000 flutningaskipum heimsins. Jafnvel þótt skipaiðnaðurinn sé umhverfisvænasti máti flutninga þá má samt sem áður rekja um 3% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda til hans sem og notkun á um 300 milljón tonnum af jarðefnaeldsneyti árlega.” Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Frumtaks: „Við vitum að sumar af stærstu áskorununum í alþjóðlegum virðiskeðjum tengjast óhagkvæmni í flutningum og stopulum tengingum upplýsingakerfa. Þetta veldur auknum kostnaði og öðru óhagræði. Hugbúnaðarlausnir Ankeris gera viðskiptavinum þess kleift að takast á við þessar áskoranir, auka hagkvæmni í rekstri og á sama tíma leggja sitt af mörkum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum skipaiðnarins. Við sjáum mikil tækifæri í lausnum félagsins.” Nýsköpun Tækni Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Sjá meira
Fjármagnið mun nýtast félaginu við áframhaldandi þróun hugbúnaðarins og uppbyggingu sölustarfs á alþjóðlegum mörkuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér. Þar kemur fram að Ankeri hefur þegar haslað sér völl á þessum markaði og er þýski skiparisinn Hapag-Lloyd á meðal viðskiptavina þess. Hugbúnaðarlausn Ankeri gerir viðskiptavinum sínum kleift að nálgast mikilvægar rekstrarupplýsingar á auðveldan hátt með það að leiðarljósi að taka hagkvæmar og sjálfbærar ákvarðanir varðandi rekstur skiptaflutninga. Félagið hefur þróað skýjalausn sem tvinnar saman hagsmuni eigenda og leigjenda skipa með bættri upplýsingagjöf, betri orkunýtingu og minni útblæstri skipaflotans. Þannig leggur Ankeri sitt af mörkum í grænni þróun og orkuskiptum heimsflotans. Félagið var stofnað árið 2016 af Kristni Aspelund og Leifi Kristjánssyni sem hvor um sig hafa yfir fimmtán ára reynslu í skipaiðnaðinum. Félagið hefur áður verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og meðal hluthafa eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hermann Kristjánsson. Hlutafjáraukningin verður nýtt til að tvö- til þrefalda starfsmannafjölda í vöruþróun og sölustarfi á næstu tólf mánuðum. Reiknað er með að tekjur félagsins tífaldist á næstu tveimur árum. Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeris: „Það eru mjög áhugaverð tækifæri í skipaiðnaðinum. Hingað til hefur stafræn þróun og sjálfvirknivæðing þar verið eftirbátur annarra greina. Eftirspurn eftir lausnum sem veita auðvelt aðgengi að nauðsynlegum gögnum til ákvarðanatöku er mikil. Í dag er algengt að gögn séu slegin inn handvirkt og upplýsingar vistaðar víða og oft í vanþróuðum kerfum. Sífellt aukin áhersla á umhverfismál og fyrirsjáanleg aukning á regluverki samhliða því felur líka í sér tækifæri fyrir okkur. Um 90% af öllum vörum eru á einhverjum tímapunkti fluttar með einhverju af 50.000 flutningaskipum heimsins. Jafnvel þótt skipaiðnaðurinn sé umhverfisvænasti máti flutninga þá má samt sem áður rekja um 3% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda til hans sem og notkun á um 300 milljón tonnum af jarðefnaeldsneyti árlega.” Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Frumtaks: „Við vitum að sumar af stærstu áskorununum í alþjóðlegum virðiskeðjum tengjast óhagkvæmni í flutningum og stopulum tengingum upplýsingakerfa. Þetta veldur auknum kostnaði og öðru óhagræði. Hugbúnaðarlausnir Ankeris gera viðskiptavinum þess kleift að takast á við þessar áskoranir, auka hagkvæmni í rekstri og á sama tíma leggja sitt af mörkum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum skipaiðnarins. Við sjáum mikil tækifæri í lausnum félagsins.”
Nýsköpun Tækni Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Sjá meira