„Förum á fullu inn í leikinn og höfum fulla trú á okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 13:30 Agla María Albertsdóttir í besta færi Breiðabliks í leiknum gegn Paris Saint-Germain fyrir viku. vísir/vilhelm Agla María Albertsdóttir segir að leikmenn Breiðabliks mæti fullir sjálfstrausts til leiks gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppninnar en tapaði 0-2. Agla María segir að frammistaðan í þeim leik hafi gefið Blikum aukna trú á eigin getu fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Við tökum aðallega sjálfstraust út úr PSG-leiknum. Við allar áttuðum okkur á því að við eigum raunhæfa möguleika gegn þessum liðum og við eigum klárlega möguleika á morgun [í dag],“ sagði Agla María á blaðamannafundi í Madríd í gær. En hvað lærðu Blikar aðallega af leiknum gegn PSG fyrir viku? „Að við getum alveg staðið í þessum leikmönnum og það þýðir ekki að bera of mikla virðingu fyrir þeim. Bara fara á fullu inn í leikinn og hafa fulla trú á okkur. Og þá getur allt gerst í þessu,“ sagði Agla María. Hún segir liðsandann hjá Breiðabliki vera fyrsta flokks. „Það er mjög góður andi í hópnum. Eftir því sem liðið hefur á sumarið hefur hópurinn orðið þéttari og það er geggjað að vera í þessu liði,“ sagði kantmaðurinn sem var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Agla María hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn Breiðabliks verði yfirspenntir í leiknum stóra í kvöld. „Auðvitað er spennustigið hærra fyrir svona leiki. En flestar í hópnum eru með ágætis reynslu og erum vanar að spila nokkuð stóra leiki, þannig að við höndlum það alveg. Það er ótrúlega skemmtilegt að spila á móti svona stóru liði og eins og ég hef oft áður sagt eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við erum fyrst og fremst komnar til að njóta og auðvitað að ná í úrslit,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppninnar en tapaði 0-2. Agla María segir að frammistaðan í þeim leik hafi gefið Blikum aukna trú á eigin getu fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Við tökum aðallega sjálfstraust út úr PSG-leiknum. Við allar áttuðum okkur á því að við eigum raunhæfa möguleika gegn þessum liðum og við eigum klárlega möguleika á morgun [í dag],“ sagði Agla María á blaðamannafundi í Madríd í gær. En hvað lærðu Blikar aðallega af leiknum gegn PSG fyrir viku? „Að við getum alveg staðið í þessum leikmönnum og það þýðir ekki að bera of mikla virðingu fyrir þeim. Bara fara á fullu inn í leikinn og hafa fulla trú á okkur. Og þá getur allt gerst í þessu,“ sagði Agla María. Hún segir liðsandann hjá Breiðabliki vera fyrsta flokks. „Það er mjög góður andi í hópnum. Eftir því sem liðið hefur á sumarið hefur hópurinn orðið þéttari og það er geggjað að vera í þessu liði,“ sagði kantmaðurinn sem var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Agla María hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn Breiðabliks verði yfirspenntir í leiknum stóra í kvöld. „Auðvitað er spennustigið hærra fyrir svona leiki. En flestar í hópnum eru með ágætis reynslu og erum vanar að spila nokkuð stóra leiki, þannig að við höndlum það alveg. Það er ótrúlega skemmtilegt að spila á móti svona stóru liði og eins og ég hef oft áður sagt eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við erum fyrst og fremst komnar til að njóta og auðvitað að ná í úrslit,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira