Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 16:57 Fríhöfnin er dótturfélag Isavia sem hefur notað hugtökin fríhöfn og duty free um árabil. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. Sante er víninnflytjandi sem rekur vefverslunina SanteWines en St flytur inn tóbak og rekur jafnframt vefverslunina Vindill.is. Töldu kvörtunaraðilarnir að Fríhöfnin hafi með notkun sinni á áðurnefndum hugtökum brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og skapað félaginu samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli. Átti brotið að grundvallast á því að Fríhöfnin hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem félagið hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Fullyrtu Sante og ST því að Fríhöfnin væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning að því leyti. Um að ræða alþekkta hugtakanotkun Fríhöfnin mótmælti þessu og hafnaði því að félagið væri að blekkja neytendur með notkun hugtakanna. Í svari Fríhafnarinnar til Neytendastofu segir að orðið fríhöfn merki verslun í flugstöð þar sem kaupa megi tollfrjálsan varning til innflutnings og duty free sé alþekkt tilvísun til fríhafnarverslanna um allan heim. Þá segir í svarinu að engin lög, hvorki íslensk né alþjóðleg geri kröfum að um að vörur sem seldar séu í fríhafnarverslunum séu án nokkurra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjöld séu eftirágreidd gjöld sem leggist ofan á vöruverð komufríhafna og gert sé ráð fyrir að rekstraraðilar greiði gjaldið með lækkun á álagningu. Vöruverð komufríhafna sé því án áfengis- og tóbaksgjalda og því séu neytendur ekki blekktir með villandi upplýsingum. Ekki sýnt fram á samkeppnisforskot Í niðurstöðu Neytendastofu segir að ekkert hafi komið fram sem sýni fram á að Fríhöfnin hafi skapað sér samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli gagnvart Sante og ST. Þá er vísað til þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og notkun heitanna fríhöfn og duty free sé rótgróin í íslenskri málhefð. „Telur Neytendastofa að neytendur leggi þann skilning í heitin að um sé að ræða verslun sem býður til sölu tollfrjálsan varning og vöruverð almennt lægra en í hefðbundnum verslunum.“ Þá segir í niðurstöðu Neytendastofu að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu skattsins þar sem tollur sé eingöngu innheimtur við innflutning á vöru. Er það álit stofnunarinnar að vísun Fríhafnarinnar til þess að verslanir félagsins séu fríhöfn og duty free sé eðlileg og rétt. Taldi Neytendastofa því ekki sé tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í þessu máli. Keflavíkurflugvöllur Verslun Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Sante er víninnflytjandi sem rekur vefverslunina SanteWines en St flytur inn tóbak og rekur jafnframt vefverslunina Vindill.is. Töldu kvörtunaraðilarnir að Fríhöfnin hafi með notkun sinni á áðurnefndum hugtökum brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og skapað félaginu samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli. Átti brotið að grundvallast á því að Fríhöfnin hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem félagið hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Fullyrtu Sante og ST því að Fríhöfnin væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning að því leyti. Um að ræða alþekkta hugtakanotkun Fríhöfnin mótmælti þessu og hafnaði því að félagið væri að blekkja neytendur með notkun hugtakanna. Í svari Fríhafnarinnar til Neytendastofu segir að orðið fríhöfn merki verslun í flugstöð þar sem kaupa megi tollfrjálsan varning til innflutnings og duty free sé alþekkt tilvísun til fríhafnarverslanna um allan heim. Þá segir í svarinu að engin lög, hvorki íslensk né alþjóðleg geri kröfum að um að vörur sem seldar séu í fríhafnarverslunum séu án nokkurra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjöld séu eftirágreidd gjöld sem leggist ofan á vöruverð komufríhafna og gert sé ráð fyrir að rekstraraðilar greiði gjaldið með lækkun á álagningu. Vöruverð komufríhafna sé því án áfengis- og tóbaksgjalda og því séu neytendur ekki blekktir með villandi upplýsingum. Ekki sýnt fram á samkeppnisforskot Í niðurstöðu Neytendastofu segir að ekkert hafi komið fram sem sýni fram á að Fríhöfnin hafi skapað sér samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli gagnvart Sante og ST. Þá er vísað til þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og notkun heitanna fríhöfn og duty free sé rótgróin í íslenskri málhefð. „Telur Neytendastofa að neytendur leggi þann skilning í heitin að um sé að ræða verslun sem býður til sölu tollfrjálsan varning og vöruverð almennt lægra en í hefðbundnum verslunum.“ Þá segir í niðurstöðu Neytendastofu að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu skattsins þar sem tollur sé eingöngu innheimtur við innflutning á vöru. Er það álit stofnunarinnar að vísun Fríhafnarinnar til þess að verslanir félagsins séu fríhöfn og duty free sé eðlileg og rétt. Taldi Neytendastofa því ekki sé tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í þessu máli.
Keflavíkurflugvöllur Verslun Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira