Smutty Smiff fær sögufrægan bassa í hendur eftir 40 ár Þorgils Jónsson skrifar 14. október 2021 15:53 Smutty Smiff var löngu orðinn úrkula vonar um að finna bassann sinn aftur eftir að honum var stolið árið 1982. Hann er nú kominn í leitirnar og Smutty mun nota hann að nýju á tónleikaferð með gömlu félögum sínum í rokkabillíbandinu Rockats á næsta ári. Á myndinni er hann með annan bassa sem hefur þó reynst honum vel. Vísir/Vilhelm „Þetta er alveg klikkað!“ Þannig eru fyrstu viðbrögð rokkabíllímeistarans og útvarpsmannsins Smutty Smiff þegar hann kemst að því að hann er að fara að fá í hendurnar forláta kontrabassa sem stolið var af honum árið 1982, ásamt öðrum búnaði frá félögum hans í sveitinni Rockats. Í 39 ár hafði hann verið úrkula vonar um að fá að sjá gripinn aftur, en síðustu þrjár vikur hafa verið mikil rússíbanareið þar sem bassinn fannst fyrir tilviljun í veðlánabúð í Jersey og varð tilefni til heljarinnar umfjöllunar í stórblaðinu New York Times. Vísir heyrði í Smutty í morgun, en þá hafði rétt áður komið í ljós að búðareigandinn hafði látið undan þrýstingi og samþykkt að afhenda Smutty bassann á ný, án greiðslu. Sögufrægt hljóðfæri Baksaga málsins nær allt aftur til ársins 1980 þegar Smutty fær þennan bassa og lætur útbúa hann með rafmagnspikkupum, en hann segir að þetta sé í fyrsta sinn í rokksögunni sem slíkt var gert við hefðbundinn kontrabassa. Bassinn er svartur að mestu en merktur Smutty og með mjög einkennandi flúr á köntum. Þennan bassa notaði Smutty svo með Rockats á rokksenunni í New York í upphafi níunda áratugarins. Hann má meðal annars sjá á umslagi plötunnar Live at the Ritz. Smutty Smiff sést handleika bassann umrædda á umslagi Live at the Ritz. Svo reið áfallið yfir árið 1982. „Við vorum nýbúnir að spila í Passaic í New Jersey. Það var hávetur og hörkufrost. Einn rótarinn átti að skila rútunni með græjunum okkar í bílageymslu í New Jersey, en stoppar fyrir utan matsölustað þar sem hann sótti sér kaffibolla og pylsu, en um leið og hann sneri sér við var rútan horfin. Við erum að tala um Jersey árið 1982 – þetta er Soprano-land, bæði mafía og götuklíkur. Þau hafa líklega séð rútuna í gangi og hugsað sér gott til glóðarinnar með að stela fínum bíl en ekki fattað að þarna væru líka mjög verðmætar hljómsveitargræjur. Bleikt trommusett, Gretch Country Gentleman gítar og 1957 árgerð af Fender Stratocaster og fleira. Við vorum algerlega eyðilagðir.“ Hélstu að þú myndir sjá bassann einhvern tíma aftur? „Nei, aldrei. Ég leitaði að honum í tíu ár. Löggan var líka í málinu. Við fórum reglulega í allar veðlánasjoppur í New York og Jersey og dreifðum auglýsingum, en vorum vissir um að þetta væri búið spil. Græjurnar væru komnar eitthvert suður í New Orleans eða eitthvað.“ Uppgötvast fyrir tilviljun Svo vill svo til að aðdáandi Rockats, Steve Ulrich að nafni fer inn í þessa búð og rekur augun í afar sérstakan bassa sem er til sýnis uppi á vegg, merktur Smutty. Ulrich spyr hvað gripurinn kosti en verslunareigandinn, Manny Vidal að nafni, segir að hann sé ekki til sölu. Hann hafi átt hann lengi og vilji ekki skilja við hann, heldur hafi hann til skrauts. „Þetta vakti upp grunsemdir hjá Steve, þannig að hann tók mynd og sendi mér á Facebook Messenger. Þetta var fyrir um þremur vikum síðan og ég sá strax að þetta var bassinn minn. Ég sendi honum til baka að þarna sé kominn bassinn sem var stolið af mér fyrir löngu síðan. Hvar í fjandanum væri þetta. Hann sagði að þetta væri í veðlánabúllu í Jersey og lét mig fá númerið þar. Ég hringdi og gaf fyrst upp alvöru nafnið mitt, Stephen Dennis Smith. Svo sagði ég manninum að ég gengi í raun undir nafninu Smutty Smiff og að hann væri með bassann minn í búðinni sinni.“ „Kommon...!“ Smutty segir Vidal hafa reynt að afsaka sig með því að hann hafi átt bassann frá árinu 1982 þegar hann skipti eigin bassa fyrir þennan. „Ég sagði honum að það væri sama ár og honum hafi verið stolið. Það væru til lögregluskýrslur og allt, auk þess sem allir sem þekka Rockats myndu kannast við hann.“ „Hann reyndi að halda því fram að hann hafi ekkert vitað um að bassinn hafi verið stolinn, en hann keypti hann um hánótt á bílastæði í Jersey. Kommon…! Hversu sennilega hljómar það?“ Smutty segir að eftir það hafi þeir tveir reynt að ná lendingu í málið. „Hann sagði að honum þætti mjög vænt um bassann. Hann hefði átt hann lengi og dóttir hans hafi alist upp með hann inni á heimilinu. Ég svaraði því til að ég gæti sent honum mynd af umslaginu á fyrstu plötunni okkar í Rockats, Live at the Ritz og þá gæti hann séð bassann. Þetta hljóðfæri verður ekki metið til fjár. Þetta er bassi sem ég notaði þegar við skrifuðum undir okkar fyrsta plötusamning þegar ég var tvítugur. Þá fór hann að biðja mig um peninga.“ Vidal bað fyrst um 4.000 dali fyrir bassann en Smutty sagðist ekki eiga slíkar fjárhæðir fyrirliggjandi. Hann væri fjölskyldufaðir í Reykjavík og ynni í athvarfi fyrir heimilislausa. Vidal lækkaði boðið í 1.000 dali og svo 700. „Ég bara spurði hann svo af hverju hann væri að halda þessu til streitu. Ég ætti bassann. Þá sagðist hann vilja bætur fyrir bassann sem hann lét fyrir þennan á sínum tíma. Þá hafði ég fengið mig fullsaddan á þessu, og bauð honum 500 dali, sem hann samþykkti. Ég er nýbúinn að kaupa hús og á tvö ung börn og gat ekki boðið hærra.“ Smutty fagnaði vel þegar málið var loks í höfn.Vísir/Vilhelm Lét undan pressu og afhendir bassann Þegar þar var komið sögu var Smutty búinn að sætta sig við að greiða þessa upphæð, en þá birtist fyrrnefnd grein um málið í New York Times. Ekki er ofsögum sagt að þarna hafi málið sprungið. Smutty fór meðal annars í Zoom-viðtal í vinsælum tónlistarþætti á útvarpsstöðinni SiriusXM talaði við Rás 1 og er á leiðinni í enn fleiri viðtöl. Athugasemdakerfi NYT hreinlega logaði þar sem heldur var farið hörðum orðum um að Vidal væri að krefja Smutty um greiðslu fyrir eigið hljóðfæri. „Þessi athygli varð til þess að lögfræðingurinn okkar frá Rockats-árunum var á leiðinni til Jersey til að borga fyrir bassann og sækja hann. En svo þegar greinin í New York Times birtist, hætti gaurinn við að reyna að rukka mig fyrir bassann.“ Mögulega er vinur Smuttys þegar búinn að sækja bassann í búðina þegar þessi grein birtist. Bassinn endurvígður á túr á næsta ári Bassinn fer þó ekki beint í flug til Íslands heldur munu endurfundirnir fara fram ytra í upphafi næsta árs. Rockats eru búnir að vera að taka upp nýja plötu, þar sem Smutty hefur tekið upp sinn hluta hér á landi, og eru að fara á tónleikaferð eftir að hún kemur út snemma á næsta ári. „Á tónleikaferðinni mun ég nota stolna bassann, sem ég hef ekki snert á í 39 ár, og er meira að segja þegar búinn að kaupa nýja strengi“, segir Smutty og hlær. „Við byrjum sennilega í Bowery Electric í East Village á Manhattan og erum að vinna að því að komast í sjónvarpþætti.“ Þegar Smutty er beðinn um að lýsa tilfinningunni við að finna hljóðfærið sitt eftir öll þessi ár er ekki laust við að okkar maður komist við. „Það sem mér dettur helst í hug sem sambærilegt er að finna týndan giftingarhring látinnar móður sinnar í buxnavasa þegar maður er í þvottinum. Eða kannski eins og að finna medalíur afa þíns úr stríðinu, í kassa undir rúminu. Ég táraðist næstum því, vegna þess að ég var sannfærður um að ég mundi aldrei sjá hann aftur. Hann er mér svo undurkær.“ „Ég var alveg: Vá, ertu að fokking grínast í mér?!“ „Ég er kominn með bassann minn aftur. Bassann sem ég notaði á fyrstu plötunni okkar. Bassann sem ég er með á umslaginu að Live at the Ritz, á myndinni sem Mick Rock tók, en Mick tók líka myndir fyrir Queen, Bowie Roxy Music og Rocky Horror.“ Gleymdi gripnum aldrei Bassinn góði hefur aldrei horfið Smutty úr minni þar sem hann er með plötuumslagið að Live at the Ritz innrammað uppi á vegg heima hjá sér. Bassinn er sögufrægur fyrir margra hluta sakir. Þetta var fyrsti kontrabassinn sem var útbúinn rafmagnspikkuppum og má meðal annars sjá Smutty sveifla honum á umslagi plötunnar Live at the Ritz. Ljósmyndarinn frægi Mick Rock tók þá mynd, en umslagið er innrammað á vegg heima hjá Smutty.Vísir/Vilhelm „Ramminn er á veggnum við baðherbergið hjá mér og ég sé myndina oft á dag. Ég hef margoft hugsað hvar bassinn gæti verið niðurkominn og óskað þess að ég væri með hann. Nú er ég kominn með hann aftur og það eru miklar tilfinningar í þessu.“ Smutty var annálaður fyrir líflega sviðsframkomu og óhætt að segja að það hafi mætt talsvert á bössunum hans, þar sem hann sveiflaði þeim og stóð uppi á þeim. Það sótti hann í gamla rokkara eins og hljómsveit Bill Haleys og Little Richard. En Rockats sóttu líka mikið í pönksveitir eins og Stooges, Clash og Ramones, sem þeir spiluðu mikið með. „Þarna var ég með þennan bassa og líka á tónleikunum með Clash á Times Square. Og nú er gítarleikarinn okkar að fara að sækja gripinn í dag og loks komið að farsælum sögulokum. Þetta tók bara 40 ár að fá hann heim“, segir Smutty og hlær. Hvað hélstu að gæti hafa orðið af honum? „Það voru ýmsir möguleikar sem ég sá fyrir mér. Að hann hafi verið málaður þannig að nafnið mitt sæist ekki, eða kannski að hann hafi verið tekinn í sundur og seldur í pörtum. Það eru verðmæti í þessu, strengirnir, brúin og fleira.“ Spurður hvort hann beri kala í brjósti til Vidals, sem lá á bassanum í alla þessa áratugi segist Smutty hálfvorkenna gæjanum. „En ég trúi á Karma. Ef hann hefði bara hætt að hugsa eins og veðlánari og gefið sér að þetta væri bassinn minn, sem var stolið af mér, og látið mig fá hann til að byrja með, hefði hann getað komið út úr þessu sem góði gæinn. Hann hefði jafnvel getað grætt á athyglinni, en núna endar hann sem skúrkurinn.“ Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Í 39 ár hafði hann verið úrkula vonar um að fá að sjá gripinn aftur, en síðustu þrjár vikur hafa verið mikil rússíbanareið þar sem bassinn fannst fyrir tilviljun í veðlánabúð í Jersey og varð tilefni til heljarinnar umfjöllunar í stórblaðinu New York Times. Vísir heyrði í Smutty í morgun, en þá hafði rétt áður komið í ljós að búðareigandinn hafði látið undan þrýstingi og samþykkt að afhenda Smutty bassann á ný, án greiðslu. Sögufrægt hljóðfæri Baksaga málsins nær allt aftur til ársins 1980 þegar Smutty fær þennan bassa og lætur útbúa hann með rafmagnspikkupum, en hann segir að þetta sé í fyrsta sinn í rokksögunni sem slíkt var gert við hefðbundinn kontrabassa. Bassinn er svartur að mestu en merktur Smutty og með mjög einkennandi flúr á köntum. Þennan bassa notaði Smutty svo með Rockats á rokksenunni í New York í upphafi níunda áratugarins. Hann má meðal annars sjá á umslagi plötunnar Live at the Ritz. Smutty Smiff sést handleika bassann umrædda á umslagi Live at the Ritz. Svo reið áfallið yfir árið 1982. „Við vorum nýbúnir að spila í Passaic í New Jersey. Það var hávetur og hörkufrost. Einn rótarinn átti að skila rútunni með græjunum okkar í bílageymslu í New Jersey, en stoppar fyrir utan matsölustað þar sem hann sótti sér kaffibolla og pylsu, en um leið og hann sneri sér við var rútan horfin. Við erum að tala um Jersey árið 1982 – þetta er Soprano-land, bæði mafía og götuklíkur. Þau hafa líklega séð rútuna í gangi og hugsað sér gott til glóðarinnar með að stela fínum bíl en ekki fattað að þarna væru líka mjög verðmætar hljómsveitargræjur. Bleikt trommusett, Gretch Country Gentleman gítar og 1957 árgerð af Fender Stratocaster og fleira. Við vorum algerlega eyðilagðir.“ Hélstu að þú myndir sjá bassann einhvern tíma aftur? „Nei, aldrei. Ég leitaði að honum í tíu ár. Löggan var líka í málinu. Við fórum reglulega í allar veðlánasjoppur í New York og Jersey og dreifðum auglýsingum, en vorum vissir um að þetta væri búið spil. Græjurnar væru komnar eitthvert suður í New Orleans eða eitthvað.“ Uppgötvast fyrir tilviljun Svo vill svo til að aðdáandi Rockats, Steve Ulrich að nafni fer inn í þessa búð og rekur augun í afar sérstakan bassa sem er til sýnis uppi á vegg, merktur Smutty. Ulrich spyr hvað gripurinn kosti en verslunareigandinn, Manny Vidal að nafni, segir að hann sé ekki til sölu. Hann hafi átt hann lengi og vilji ekki skilja við hann, heldur hafi hann til skrauts. „Þetta vakti upp grunsemdir hjá Steve, þannig að hann tók mynd og sendi mér á Facebook Messenger. Þetta var fyrir um þremur vikum síðan og ég sá strax að þetta var bassinn minn. Ég sendi honum til baka að þarna sé kominn bassinn sem var stolið af mér fyrir löngu síðan. Hvar í fjandanum væri þetta. Hann sagði að þetta væri í veðlánabúllu í Jersey og lét mig fá númerið þar. Ég hringdi og gaf fyrst upp alvöru nafnið mitt, Stephen Dennis Smith. Svo sagði ég manninum að ég gengi í raun undir nafninu Smutty Smiff og að hann væri með bassann minn í búðinni sinni.“ „Kommon...!“ Smutty segir Vidal hafa reynt að afsaka sig með því að hann hafi átt bassann frá árinu 1982 þegar hann skipti eigin bassa fyrir þennan. „Ég sagði honum að það væri sama ár og honum hafi verið stolið. Það væru til lögregluskýrslur og allt, auk þess sem allir sem þekka Rockats myndu kannast við hann.“ „Hann reyndi að halda því fram að hann hafi ekkert vitað um að bassinn hafi verið stolinn, en hann keypti hann um hánótt á bílastæði í Jersey. Kommon…! Hversu sennilega hljómar það?“ Smutty segir að eftir það hafi þeir tveir reynt að ná lendingu í málið. „Hann sagði að honum þætti mjög vænt um bassann. Hann hefði átt hann lengi og dóttir hans hafi alist upp með hann inni á heimilinu. Ég svaraði því til að ég gæti sent honum mynd af umslaginu á fyrstu plötunni okkar í Rockats, Live at the Ritz og þá gæti hann séð bassann. Þetta hljóðfæri verður ekki metið til fjár. Þetta er bassi sem ég notaði þegar við skrifuðum undir okkar fyrsta plötusamning þegar ég var tvítugur. Þá fór hann að biðja mig um peninga.“ Vidal bað fyrst um 4.000 dali fyrir bassann en Smutty sagðist ekki eiga slíkar fjárhæðir fyrirliggjandi. Hann væri fjölskyldufaðir í Reykjavík og ynni í athvarfi fyrir heimilislausa. Vidal lækkaði boðið í 1.000 dali og svo 700. „Ég bara spurði hann svo af hverju hann væri að halda þessu til streitu. Ég ætti bassann. Þá sagðist hann vilja bætur fyrir bassann sem hann lét fyrir þennan á sínum tíma. Þá hafði ég fengið mig fullsaddan á þessu, og bauð honum 500 dali, sem hann samþykkti. Ég er nýbúinn að kaupa hús og á tvö ung börn og gat ekki boðið hærra.“ Smutty fagnaði vel þegar málið var loks í höfn.Vísir/Vilhelm Lét undan pressu og afhendir bassann Þegar þar var komið sögu var Smutty búinn að sætta sig við að greiða þessa upphæð, en þá birtist fyrrnefnd grein um málið í New York Times. Ekki er ofsögum sagt að þarna hafi málið sprungið. Smutty fór meðal annars í Zoom-viðtal í vinsælum tónlistarþætti á útvarpsstöðinni SiriusXM talaði við Rás 1 og er á leiðinni í enn fleiri viðtöl. Athugasemdakerfi NYT hreinlega logaði þar sem heldur var farið hörðum orðum um að Vidal væri að krefja Smutty um greiðslu fyrir eigið hljóðfæri. „Þessi athygli varð til þess að lögfræðingurinn okkar frá Rockats-árunum var á leiðinni til Jersey til að borga fyrir bassann og sækja hann. En svo þegar greinin í New York Times birtist, hætti gaurinn við að reyna að rukka mig fyrir bassann.“ Mögulega er vinur Smuttys þegar búinn að sækja bassann í búðina þegar þessi grein birtist. Bassinn endurvígður á túr á næsta ári Bassinn fer þó ekki beint í flug til Íslands heldur munu endurfundirnir fara fram ytra í upphafi næsta árs. Rockats eru búnir að vera að taka upp nýja plötu, þar sem Smutty hefur tekið upp sinn hluta hér á landi, og eru að fara á tónleikaferð eftir að hún kemur út snemma á næsta ári. „Á tónleikaferðinni mun ég nota stolna bassann, sem ég hef ekki snert á í 39 ár, og er meira að segja þegar búinn að kaupa nýja strengi“, segir Smutty og hlær. „Við byrjum sennilega í Bowery Electric í East Village á Manhattan og erum að vinna að því að komast í sjónvarpþætti.“ Þegar Smutty er beðinn um að lýsa tilfinningunni við að finna hljóðfærið sitt eftir öll þessi ár er ekki laust við að okkar maður komist við. „Það sem mér dettur helst í hug sem sambærilegt er að finna týndan giftingarhring látinnar móður sinnar í buxnavasa þegar maður er í þvottinum. Eða kannski eins og að finna medalíur afa þíns úr stríðinu, í kassa undir rúminu. Ég táraðist næstum því, vegna þess að ég var sannfærður um að ég mundi aldrei sjá hann aftur. Hann er mér svo undurkær.“ „Ég var alveg: Vá, ertu að fokking grínast í mér?!“ „Ég er kominn með bassann minn aftur. Bassann sem ég notaði á fyrstu plötunni okkar. Bassann sem ég er með á umslaginu að Live at the Ritz, á myndinni sem Mick Rock tók, en Mick tók líka myndir fyrir Queen, Bowie Roxy Music og Rocky Horror.“ Gleymdi gripnum aldrei Bassinn góði hefur aldrei horfið Smutty úr minni þar sem hann er með plötuumslagið að Live at the Ritz innrammað uppi á vegg heima hjá sér. Bassinn er sögufrægur fyrir margra hluta sakir. Þetta var fyrsti kontrabassinn sem var útbúinn rafmagnspikkuppum og má meðal annars sjá Smutty sveifla honum á umslagi plötunnar Live at the Ritz. Ljósmyndarinn frægi Mick Rock tók þá mynd, en umslagið er innrammað á vegg heima hjá Smutty.Vísir/Vilhelm „Ramminn er á veggnum við baðherbergið hjá mér og ég sé myndina oft á dag. Ég hef margoft hugsað hvar bassinn gæti verið niðurkominn og óskað þess að ég væri með hann. Nú er ég kominn með hann aftur og það eru miklar tilfinningar í þessu.“ Smutty var annálaður fyrir líflega sviðsframkomu og óhætt að segja að það hafi mætt talsvert á bössunum hans, þar sem hann sveiflaði þeim og stóð uppi á þeim. Það sótti hann í gamla rokkara eins og hljómsveit Bill Haleys og Little Richard. En Rockats sóttu líka mikið í pönksveitir eins og Stooges, Clash og Ramones, sem þeir spiluðu mikið með. „Þarna var ég með þennan bassa og líka á tónleikunum með Clash á Times Square. Og nú er gítarleikarinn okkar að fara að sækja gripinn í dag og loks komið að farsælum sögulokum. Þetta tók bara 40 ár að fá hann heim“, segir Smutty og hlær. Hvað hélstu að gæti hafa orðið af honum? „Það voru ýmsir möguleikar sem ég sá fyrir mér. Að hann hafi verið málaður þannig að nafnið mitt sæist ekki, eða kannski að hann hafi verið tekinn í sundur og seldur í pörtum. Það eru verðmæti í þessu, strengirnir, brúin og fleira.“ Spurður hvort hann beri kala í brjósti til Vidals, sem lá á bassanum í alla þessa áratugi segist Smutty hálfvorkenna gæjanum. „En ég trúi á Karma. Ef hann hefði bara hætt að hugsa eins og veðlánari og gefið sér að þetta væri bassinn minn, sem var stolið af mér, og látið mig fá hann til að byrja með, hefði hann getað komið út úr þessu sem góði gæinn. Hann hefði jafnvel getað grætt á athyglinni, en núna endar hann sem skúrkurinn.“
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira