Finnur Freyr: Við trúum því að þetta lið sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann Árni Jóhannsson skrifar 14. október 2021 22:33 Finnur var ánægður með sína menn í kvöld Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Finnur var spurður að því hvað hafi skilið liðin að og svaraði hann um hæl „fjögur stig“ og brosti áður en hann hélt áfram í greiningu á leiknum. „Nokkur stopp í leiknum. Við náðum að byggja upp ágætis mun nokkrum sinnum í leiknum en missum hann alltaf til baka og kredit á sérstaklega Kidda að setja niður stór skot í lokin en við við kláruðum þetta fyrst og fremst með smá iðnaði. Sterk fráköst og varnarstopp þegar það skipti máli.“ Sóknarleikur beggja liða var mjög stífur framan af og var Finnur spurður út í hvað hann hafi séð í sínu liði sem batnaði þegar leið á leikinn. „Mér finnst við vera að læra betur inn á hvorn annan eftir því sem líður á. Grindvíkingarnir eru þéttir og hávaxnir og geta skipt á stöðum. Ivan er svo gríðarlega grimmur undir körfunni þannig að ég var mjög ánægður með að við fórum að finna lausnir og fórum t.d. að finna Callum á fleiri stöðum. Það hefur vantað í fyrstu tveimur leikjunum og svo er jákvætt að strákar eins og Sveinn Búi komi inn og þori þegar mest á reynir.“ Áður nefndur Sveinn Búi Birgisson átti flotta innkomu af bekknum og skoraði átta stig og var Finnur inntur eftir því hvort það væru ekki jákvæð teikn að hann fengi framlag frá mörgum leikmönnum og þar á meðal ungum leikmanni eins og Sveini. „Þetta er það sem ég hef séð frá Sveini Búa á undirbúningstímabilinu og svo hefur Ástþór einnig verið að sýna þetta. Það er krafan að þeir geri eitthvða svona þegar þeir koma inn. Kannski ekki í hverjum leik en að þeir séu tilbúnir að koma inn og vera ógn. Þeir eru báðir góðir skotmenn og frábærir sóknarmenn og eru að batna varnarlega og eftir því sem við þjöppum okkur meira saman og lærum meira inn á hvern annann að þá fer flæðið að koma og menn finna meira og meira svigrúm til að gera sína hluti.“ Að lokum var spurt að því hvort eitthvað væri að frétta af leikmanni sem telst til kanaígildis hjá Valsmönnum en það hefur verið rætt hvort þannig leikmaður sé á leið til liðsins. „Nei, við trúum því að þetta lið sem við erum með sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og það er náttúrlega okkar markmið. Okkur dreymir en við vitum að til þess að það gerist þá þurfum við að leggja gríðarlega mikið á okkur og hlutirnir þurfa að falla fyrir okkur. Við skoðum þau mál bara ef þau koma upp og ef það þróast þannig en við erum ánægðir með hópinn eins og hann er í dag.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Miklar væntingar eru gerðar til Valsmanna í vetur og liðið þarf að sanna sig eftir skella á Króknum í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Nú koma Grindvíkingar í heimsókn á Hlíðarenda. 14. október 2021 22:15 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Finnur var spurður að því hvað hafi skilið liðin að og svaraði hann um hæl „fjögur stig“ og brosti áður en hann hélt áfram í greiningu á leiknum. „Nokkur stopp í leiknum. Við náðum að byggja upp ágætis mun nokkrum sinnum í leiknum en missum hann alltaf til baka og kredit á sérstaklega Kidda að setja niður stór skot í lokin en við við kláruðum þetta fyrst og fremst með smá iðnaði. Sterk fráköst og varnarstopp þegar það skipti máli.“ Sóknarleikur beggja liða var mjög stífur framan af og var Finnur spurður út í hvað hann hafi séð í sínu liði sem batnaði þegar leið á leikinn. „Mér finnst við vera að læra betur inn á hvorn annan eftir því sem líður á. Grindvíkingarnir eru þéttir og hávaxnir og geta skipt á stöðum. Ivan er svo gríðarlega grimmur undir körfunni þannig að ég var mjög ánægður með að við fórum að finna lausnir og fórum t.d. að finna Callum á fleiri stöðum. Það hefur vantað í fyrstu tveimur leikjunum og svo er jákvætt að strákar eins og Sveinn Búi komi inn og þori þegar mest á reynir.“ Áður nefndur Sveinn Búi Birgisson átti flotta innkomu af bekknum og skoraði átta stig og var Finnur inntur eftir því hvort það væru ekki jákvæð teikn að hann fengi framlag frá mörgum leikmönnum og þar á meðal ungum leikmanni eins og Sveini. „Þetta er það sem ég hef séð frá Sveini Búa á undirbúningstímabilinu og svo hefur Ástþór einnig verið að sýna þetta. Það er krafan að þeir geri eitthvða svona þegar þeir koma inn. Kannski ekki í hverjum leik en að þeir séu tilbúnir að koma inn og vera ógn. Þeir eru báðir góðir skotmenn og frábærir sóknarmenn og eru að batna varnarlega og eftir því sem við þjöppum okkur meira saman og lærum meira inn á hvern annann að þá fer flæðið að koma og menn finna meira og meira svigrúm til að gera sína hluti.“ Að lokum var spurt að því hvort eitthvað væri að frétta af leikmanni sem telst til kanaígildis hjá Valsmönnum en það hefur verið rætt hvort þannig leikmaður sé á leið til liðsins. „Nei, við trúum því að þetta lið sem við erum með sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og það er náttúrlega okkar markmið. Okkur dreymir en við vitum að til þess að það gerist þá þurfum við að leggja gríðarlega mikið á okkur og hlutirnir þurfa að falla fyrir okkur. Við skoðum þau mál bara ef þau koma upp og ef það þróast þannig en við erum ánægðir með hópinn eins og hann er í dag.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Miklar væntingar eru gerðar til Valsmanna í vetur og liðið þarf að sanna sig eftir skella á Króknum í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Nú koma Grindvíkingar í heimsókn á Hlíðarenda. 14. október 2021 22:15 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Miklar væntingar eru gerðar til Valsmanna í vetur og liðið þarf að sanna sig eftir skella á Króknum í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Nú koma Grindvíkingar í heimsókn á Hlíðarenda. 14. október 2021 22:15