Helgi Már: Finnst allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2021 23:30 Helgi Már Magnússon var ekki alltaf sáttur með dómarana í leik KR og Tindastóls. vísir/bára Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, sagði að það hafi verið sárt að kyngja tapinu fyrir Tindastóli í framlengdum leik í kvöld. Stólarnir sóttu sigur í Vesturbæinn, 82-83. „Þetta var hörkuleikur. Við hefðum getað tekið þetta og mér fannst við eiga að taka þetta en við lokuðum ekki leiknum og gerðum varnarmistök sem gerðu það að verkum að Sigtryggur endaði með opinn þrist,“ sagði Helgi og vísaði til þess þegar Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði sigurkörfu Tindastóls þegar sex sekúndur voru eftir af framlengingunni. KR-ingar voru mistækir í sókninni og gerðu mörg mistök. „Við töpuðum boltanum 24 sinnum sem er alltof mikið sem fyrir gott úrvalsdeildarlið,“ sagði Helgi. KR lék mjög vel í 2. leikhluta sem liðið vann, 31-18. „Við vorum ákveðnir í vörninni, héldum skipulaginu og þröngvuðum þá í þau skot sem við lögðum upp með,“ sagði Helgi. Stólarnir mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu undirtökunum. Helgi hefði viljað sjá sína menn svara ágengni Stólanna betur. „Þeir voru ákveðnir í vörninni og fengu að komast upp með að setja hendur á menn og þá þarf maður að bregðast við. Þú þarft að vera sá ágengi, ekki sá sem lúffar. Þeir náðu áhlaupi og það kom smá fát á okkur,“ sagði Helgi. „Þetta var hörkuleikur og við hefðum getað lokað þessu. En svo kom framlengingin. Stólarnir eru rosalega góðir og gerðu þetta vel.“ Undir lok leiksins henti Ísak Ernir Kristinsson Brynjari Þór Björnssyni út úr húsi þegar hann gaf honum sína aðra tæknivillu. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm. „Ég spurði hann og hann sagði að hann hefði tvisvar verið ágengur. Ég veit ekki. Persónulega finnst mér að undir lok leikja sé allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir. En það er eins og það er. Þeir fengu líka óíþróttamannslega villu sem ég sá ekki. Kannski núllast þetta út á endanum,“ sagði Helgi. „Ég var meira ósáttur við ruðninginn sem Thomas Kalmeba-Massamba fékk. Hann gerði mjög mikið úr þessari snertingu þegar hann var nýbúinn að fá aðvörun. En mögulega var þetta ruðningur.“ Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 14. október 2021 22:50 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur. Við hefðum getað tekið þetta og mér fannst við eiga að taka þetta en við lokuðum ekki leiknum og gerðum varnarmistök sem gerðu það að verkum að Sigtryggur endaði með opinn þrist,“ sagði Helgi og vísaði til þess þegar Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði sigurkörfu Tindastóls þegar sex sekúndur voru eftir af framlengingunni. KR-ingar voru mistækir í sókninni og gerðu mörg mistök. „Við töpuðum boltanum 24 sinnum sem er alltof mikið sem fyrir gott úrvalsdeildarlið,“ sagði Helgi. KR lék mjög vel í 2. leikhluta sem liðið vann, 31-18. „Við vorum ákveðnir í vörninni, héldum skipulaginu og þröngvuðum þá í þau skot sem við lögðum upp með,“ sagði Helgi. Stólarnir mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu undirtökunum. Helgi hefði viljað sjá sína menn svara ágengni Stólanna betur. „Þeir voru ákveðnir í vörninni og fengu að komast upp með að setja hendur á menn og þá þarf maður að bregðast við. Þú þarft að vera sá ágengi, ekki sá sem lúffar. Þeir náðu áhlaupi og það kom smá fát á okkur,“ sagði Helgi. „Þetta var hörkuleikur og við hefðum getað lokað þessu. En svo kom framlengingin. Stólarnir eru rosalega góðir og gerðu þetta vel.“ Undir lok leiksins henti Ísak Ernir Kristinsson Brynjari Þór Björnssyni út úr húsi þegar hann gaf honum sína aðra tæknivillu. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm. „Ég spurði hann og hann sagði að hann hefði tvisvar verið ágengur. Ég veit ekki. Persónulega finnst mér að undir lok leikja sé allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir. En það er eins og það er. Þeir fengu líka óíþróttamannslega villu sem ég sá ekki. Kannski núllast þetta út á endanum,“ sagði Helgi. „Ég var meira ósáttur við ruðninginn sem Thomas Kalmeba-Massamba fékk. Hann gerði mjög mikið úr þessari snertingu þegar hann var nýbúinn að fá aðvörun. En mögulega var þetta ruðningur.“
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 14. október 2021 22:50 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Umfjöllun: KR - Tindastóll 82-83 | Stólasigur í spennutrylli í Vesturbænum Tindastóll vann nauman sigur á KR, 82-83, í framlengdum leik í 2. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. 14. október 2021 22:50
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti