Innlent

Börn á íþróttaæfingu áreitt tvo daga í röð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglu barst tilkynning í gær um grunsamlegar mannaferðir í umdæminu Kópavogur/Breiðholt. Var viðkomandi sagður hafa reynst að komast inn í húsnæði en fannst ekki við leit lögreglu.
Lögreglu barst tilkynning í gær um grunsamlegar mannaferðir í umdæminu Kópavogur/Breiðholt. Var viðkomandi sagður hafa reynst að komast inn í húsnæði en fannst ekki við leit lögreglu. Vísir/Vilhelm

Um klukkan 17.30 í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að maður væri að áreita krakka sem voru á íþróttaæfingu. Var hann farinn þegar lögreglu bar að en sams konar tilkynning barst einnig í fyrradag.

Í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram hvar atvikin áttu sér stað.

Lögreglu var einnig tilkynnt um mann sem staðinn var að þjófnaði í verslun. Var málið afgreitt á staðnum. Þá voru afskipti höfð af manni og konu vegna brota á lyfjalögum og vörslu fíkniefna. 

Afskipti voru einnig höfð af ölvuðu ungmenni sem var að reyna að komast inn á skólaball. Sýndi viðkomandi ógnandi hegðun í garð lögreglu og var færður á lögreglustöð þar sem hann dvaldi þar til hann var sóttur af foreldrum.

Þrír voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn af þeim var kærður fyrir brot á vopnalögum og fyrir vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×