Englendingar fengu áhorfendabann vegna ólátanna fyrir úrslitaleik EM Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2021 15:37 Fjölmennt lið lögreglu reyndi að hafa hemil á stuðningsmönnum í kringum úrslitaleik EM í sumar, þar sem Ítalía vann England. Getty Enska karlalandsliðið í fótbolta verður að spila næsta heimaleik sinn án áhorfenda vegna ólátanna miklu í kringum úrslitaleik EM á Wembley í sumar. UEFA úrskurðaði að enska landsliðið yrði án áhorfenda í tveimur heimaleikjum en seinni leikurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá fékk enska knattspyrnusambandið 100.000 evru sekt, sem jafngildir tæplega 15 milljónum króna. Knattspyrnusamband Evrópu tók þessa ákvörðun vegna þess hve illa tókst til við að halda uppi röð og reglu á Wembley og við leikvanginn í aðdraganda úrslitaleiks Englands og Ítalíu á EM. Reminder of what we re talking about here pic.twitter.com/uG2URKHk1g— tariq panja (@tariqpanja) October 18, 2021 Lögregla handtók 51 manns í tengslum við ólæti vegna úslitaleiksins. Þar af voru 26 handteknir á Wembley. Í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins segir að þó að sambandið sé vonsvikið yfir úrskurðinum þá verði honum unað. „Við hörmum hræðilega hegðun þeirra einstaklinga sem stóðu að skammarlegum atvikum á og við Wembley-leikvanginn á úrslitaleik EM, og erum algjörlega miður okkar yfir að sumum þeirra hafi tekist að komast inn á leikvanginn,“ sagði í yfirlýsingu enska sambandsins. Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu í von um að draga af því lærdóm svo að sagan endurtaki sig ekki. Einnig vinnur sambandið með lögregluyfirvöldum að því að draga þá sem brutu af sér til ábyrgðar. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
UEFA úrskurðaði að enska landsliðið yrði án áhorfenda í tveimur heimaleikjum en seinni leikurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá fékk enska knattspyrnusambandið 100.000 evru sekt, sem jafngildir tæplega 15 milljónum króna. Knattspyrnusamband Evrópu tók þessa ákvörðun vegna þess hve illa tókst til við að halda uppi röð og reglu á Wembley og við leikvanginn í aðdraganda úrslitaleiks Englands og Ítalíu á EM. Reminder of what we re talking about here pic.twitter.com/uG2URKHk1g— tariq panja (@tariqpanja) October 18, 2021 Lögregla handtók 51 manns í tengslum við ólæti vegna úslitaleiksins. Þar af voru 26 handteknir á Wembley. Í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins segir að þó að sambandið sé vonsvikið yfir úrskurðinum þá verði honum unað. „Við hörmum hræðilega hegðun þeirra einstaklinga sem stóðu að skammarlegum atvikum á og við Wembley-leikvanginn á úrslitaleik EM, og erum algjörlega miður okkar yfir að sumum þeirra hafi tekist að komast inn á leikvanginn,“ sagði í yfirlýsingu enska sambandsins. Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu í von um að draga af því lærdóm svo að sagan endurtaki sig ekki. Einnig vinnur sambandið með lögregluyfirvöldum að því að draga þá sem brutu af sér til ábyrgðar.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira