Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 20:31 Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku. Vísir/Egill Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin. Það hefur komið sérfræðingum á óvart hversu þrálatur vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir af völdum kórónuveirufaraldursins hafa verið. Íslenskir neytendur hafa ekki farið varhluta af þessu - en staðan er misgóð eftir vöruflokkum. Ástandið hefur ekki og mun líklega ekki hafa áhrif á matvöruframboð en það hafa þó komið upp dæmi, gámaskortur í Kína olli því til dæmis á tímabili að það var vöntun á ákveðinni tegund af núðlusúpu. Fyrirtæki sem versla með innfluttar vörur frá Asíu hafa fundið hvað mest fyrir þessu; húsgagna- og fataverslanir til að mynda. En það eru ekki bara risar á borð við IKEA sem glíma við tómar hillur; Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku á Laugavegi fullyrðir að hreinlega allir í stéttinni finni fyrir vandanum. Stálskortur sé helsti steinn í hennar götu. „Við erum búin að vera að nota gott gengi síðasta árs til að byggja í haginn og höfum verið að hamstra í allt sumar og allt haust. Þegar eftirspurnin eykst svona mikið þá náttúrulega lætur eitthvað undan.“ Jólavertíðin í ár gæti því litast nokkuð af gámaskorti og brotalömum í flutningskeðjum úti í heimi - og gjafavöruúrval þannig kannski fábrotnara en oft áður. Ætti fólk að huga að jólagjafainnkaupum í fyrra fallinu? „Ég myndi alveg mæla með því og maður sér að fólk er alveg byrjað, það var einhver hérna í morgun sem kom og sagði: „Ég ætla að fá alla þessa ostaskera,“ og ég myndi alveg mæla með því að bíða ekki alveg fram á Þorláksmessu. En hjá okkur verður allavega eitthvað til, ég er búin að hamstra og hamstra og hamstra.“ Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11 Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00 Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Það hefur komið sérfræðingum á óvart hversu þrálatur vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir af völdum kórónuveirufaraldursins hafa verið. Íslenskir neytendur hafa ekki farið varhluta af þessu - en staðan er misgóð eftir vöruflokkum. Ástandið hefur ekki og mun líklega ekki hafa áhrif á matvöruframboð en það hafa þó komið upp dæmi, gámaskortur í Kína olli því til dæmis á tímabili að það var vöntun á ákveðinni tegund af núðlusúpu. Fyrirtæki sem versla með innfluttar vörur frá Asíu hafa fundið hvað mest fyrir þessu; húsgagna- og fataverslanir til að mynda. En það eru ekki bara risar á borð við IKEA sem glíma við tómar hillur; Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku á Laugavegi fullyrðir að hreinlega allir í stéttinni finni fyrir vandanum. Stálskortur sé helsti steinn í hennar götu. „Við erum búin að vera að nota gott gengi síðasta árs til að byggja í haginn og höfum verið að hamstra í allt sumar og allt haust. Þegar eftirspurnin eykst svona mikið þá náttúrulega lætur eitthvað undan.“ Jólavertíðin í ár gæti því litast nokkuð af gámaskorti og brotalömum í flutningskeðjum úti í heimi - og gjafavöruúrval þannig kannski fábrotnara en oft áður. Ætti fólk að huga að jólagjafainnkaupum í fyrra fallinu? „Ég myndi alveg mæla með því og maður sér að fólk er alveg byrjað, það var einhver hérna í morgun sem kom og sagði: „Ég ætla að fá alla þessa ostaskera,“ og ég myndi alveg mæla með því að bíða ekki alveg fram á Þorláksmessu. En hjá okkur verður allavega eitthvað til, ég er búin að hamstra og hamstra og hamstra.“
Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11 Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00 Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11
Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00